Maðurinn

Er það rétt að nefið og eyrun stækki alla ævi?

Því hefur oft verið fleygt að eyru okkar og nef haldi áfram að stækka alla ævina. Á þetta við rök að styðjast?

BIRT: 22/09/2024

„Eyru þín og nef halda áfram að stækka alla ævina“. Þetta hefur oft heyrst, en ef marka má læknisfræðileg rit er enginn fótur fyrir staðhæfingunni.

 

Að öllu jöfnu stöðvast vöxtur þessara líffæra þegar við að öðru leyti höfum náð fullri stærð, sem í flestum tilvikum er kringum 16 eða 18 ára aldur.

 

Þess vegna pössum við yfirleitt í sömu skóna alla ævi.

 

Þyngdaraflið togar í eyrun

Engu að síður virðist oft sem svo að eyrun og nefið haldi áfram að vaxa þegar við eldumst.

 

Ef marka má suma vísindamenn er ástæðan sú að þyngdaraflið togar andlit okkar niður á við með þeim afleiðingum að allt, einnig nef og eyru, sígur niður með árunum og líffæri þessi virðast fyrir vikið stærri.

 

Aðrir fræðimenn halda því fram að eyru og nef í raun stækki með árunum sökum þess að vefurinn verði slappari.

 

Slappur vefurinn láti sem sé eyru og nef virðast lengri, en ekki sé um að ræða stækkun, líkt og við þekkjum úr barnæsku þegar við lengjumst og þreknumst.

 

Ef marka má gamla enska rannsókn sem gerð var við Royal College of General Practitioners lengjast eyrun sem samsvarar 0,22 millímetrum á ári.

 

Sjúkdómar geta valdið stækkun

Þá er einnig um að ræða tiltekna sjúkdóma sem truflað geta vöxt tiltekinna líkamshluta.

 

Innkirtlasjúkdómurinn æsavöxtur, sem orsakast af æxli í heiladingli, býr um sig í líkamanum í fimm til tíu ár með þeim afleiðingum að andlit, fætur og hendur stækka hægt og örugglega.

Æsavöxtur er einkar sjaldséður sjúkdómur sem getur valdið því að líkamshlutar á borð við hendur, fætur, tungu og enni taka að stækka.

Ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður geta breytingarnar orðið geigvænlegar. Meðferðin er oft fólgin í skurðaðgerðum, sem og lyfjagjöf.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is