Maurar éta, lifa og eðla sig á andliti þínu

Þekktu líkamann: Allt fólk ber á sér andlitsmaura. Þeir hafa búsetu í hársekkjum og fitukirtlum. Maurarnir eru algerlega hættulausir, jafnvel þótti þeir nærist á húðinni og hafi mök á vanga þér.

BIRT: 21/04/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Þúsundir – kannski meira að segja milljónir – andlitsmaura eru einmitt núna að nýta sér andlit þitt sem leiksvæði, hjónarúm og felustað.

Hver einasta mannvera hefur heilan herskara af andlitsmaurum með fasta búsetu á andlitinu. Maurarnir eru 0,1-04 mm að lengd, eru áttfættir eins og köngulær og lifa í 18 til 24 daga.

En það er engin ástæða til að fara að skrúbba á sér andlitið í örvæntingu. Þetta er fullkomlega eðlilegt og maurarnir gera þér engan skaða.

Sex staðreyndir um andlitsmaura

Dvelja í holum á daginn

Yfir daginn halda maurarnir til niðri í hársekkjum og fitukirtlum á andlitinu. Á nóttunni skríða þeir upp á yfirborðið í makaleit.

Verpa eggjum í húðina

Andlitsmaurar verpa 25 eggjum í holubarma á andlitinu.

Éta gamla húð

Vísindamenn telja að maurarnir lifi á fitu úr húðinni, húðfrumum eða bakteríum.

Nánustu ættingjar

Andlitsmaurar eru áttfættlur og eru skyldir köngulóm og skortítum.

Við skiptumst á maurum

Við fáum stöðugt á andlitið nýja maura af koddaverum, lökum, púðum og handklæðum og svo frá öðru fólki þegar við föðmumst og kyssumst.

Á andliti þínu búa tvær tegundir maura:

Það er eins gott að sætta sig bara við þessa íbúa – Demodex folliculorum og Demodex brevis.

Demodex folliculorum er með alla átta fæturna við höfuðið.

Demodex folliculorium lifir einkum í hársekkjum og yfir daginn geta 3-6 slíkir maurar leynst í einum hársekk. Undir smásjá líkist D. folliculorum helst ormi með átta fætur kringum höfuðið.

Demodex brevis hefst við í fitukirtlunum

Hin tegundin, Demodex brevis, eyðir ævinni í fitukirtlunum í olíukenndri eðju úr fitu og dauðum húðfrumum. D. brevis er styttri og hlutfallslega gildari en D. folliculorum.

Enginn er mauralaus

Það er bandarískt rannsóknarverkefni, „Meet your Mites“ sem er ætlað að auka þekkingi á andlitsmaurum og á vegum þess hafa verið tekin sýni af um 400 andlitum síðan 2013.

Á grundvelli sýnanna treysta vísindamennirnir sér til að fullyrða að 100% allra sem orðnir eru 18 ára beri á sér andlitsmaura og þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn hafa getað staðfest tilvist sníkjudýra sem lifa á öllu fólki.

BIRT: 21/04/2022

HÖFUNDUR: KARINE KIRKEBÆK

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is