Já, þetta er reyndar vel hægt.
Sé slegið létt í vínglas gefur það frá sér hljóm, sem einmitt er á tíðnisviði glersins.
Kraftmikill söngur eða spilun hins nákvæmlega rétta tóns mjög nálægt glasinu getur komið glerinu til að titra. Hljóðbylgjurnar koma glerinu sem sagt til að sveiflast og sé hljómurinn nógu kraftmikill, sveiflast glerið að lokum svo mikið að það brotnar.
Það er þó mikilvægt að tónninn sé einmitt á sömu tíðni og tónninn sem glasið gefur frá sér sjálft. Og það þarf ekki endilega magnara til. Því þynnra sem glerið er, því auðveldara er að brjóta það.
Í tilraunum hafa kristalsglös reynst vera veikust fyrir þegar óperusöngkona eða þungarokkari beitir röddinni af krafti rétt hjá glasinu.