Maðurinn

Félagsvélmenni vekja sterkar tilfinningar

Félagsvélmenni haga sér eins og litlir vinir sem bæði tala og sýna tilfinningar. Í tilraun einni neituðu þátttakendur að slökkva á vélmenninu því það sagðist vera myrkfælið.

BIRT: 03/03/2023

Rannsóknir sýna að við eigum auðvelt með að verða fyrir tilfinningalegum áhrifum af svokölluðum mannlegum róbótum.

 

Þetta eru raunveruleg vélmenni í þeim skilningi að þau bera mannleg einkenni, hafa höfuð, bol, hendur og fætur en þurfa ekki að vera öllu mannlegri í útliti en þetta til að við förum að líta á þau sem mannfólk – einkum þegar okkur finnst við hafa myndað tengsl við þau.

Brellur sem beitt er til að skapa mannlega ímynd:

  • Sýna kímni með bröndurum og hnyttnum tilsvörum.

 

  • Segja frá persónulegum högum.

 

  • Sýna tilfinningar á borð við ótta.

 

  • Mynda fjölbreytilegar setningar.

 

Tilraunir sýna myndun sterkra tengsla

Vísindamenn við Duisburg-Essen-háskóla í Þýskalandi létu 43 tilraunaþátttakendur spila spurningaspil við vélmenni sem nefnist Nao.

 

Þátttakendum var sagt að tilgangurinn væri sá að prófa nýja gerð hugbúnaðar í vélmenninu og fólkið fékk því ekki að vita að það sjálft væri til athugunar.

 

Að leik loknum var fólk beðið að slökkva á vélmenninu en þegar fingurinn nálgaðist slökkvarann, snökti Nao: „Nei, nei, ég er svo hræddur við myrkrið. Ekki slökkva á mér.

Þriðjungur þátttakenda fékk sig ekki til að slökkva á „myrkfælnu“ vélmenni.

Þátttakendur fundu til með Nao

Þetta kom nánast öllum til að hika og 14 neituðu að styðja á hnappinn. Eftir á sögðust átta hafa fundið til með vélmenninu en sex sögðust ekki hafa viljað slökkva á Nao gegn vilja hans.

 

Vísindamennirnir lögðu sömu prófraun fyrir annan hóp en án þess að Nao andmælti. Enginn þessara þátttakenda átti í erfiðleikum með að slökkva.

 

Tilraunin sýnir hversu lítið þarf til að við tileinkum vélmenni mannlegar tilfinningar.

 

Vísindamennirnir telja það liggja í eðli okkar að við viljum frekar ranglega meðhöndla vitvél sem manneskju en eiga á hættu að meðhöndla eitthvað mannlegt sem hverja aðra vél.

Myndband – Sjáðu viðtal við vélmennið Nao:

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Stjörnufræðingar finna fyrstu frumvísa að Vetrarbrautinni

Maðurinn

Hve hratt fer blóðið um líkamann?

Lifandi Saga

Fjöldamorð SS leiddi til miskunnarlausrar hefndar

Lifandi Saga

Hvað var gula?

Náttúran

Öflugasta bit heims – Hér eru fimm dýr sem ekki væri gott að enda í skoltinum á

Náttúran

Geta elliglöp herjað á hunda?

Lifandi Saga

Martröð í Mogadishu

Náttúran

Eðlisfræðingar afnema hlutlægan raunveruleika 

Lifandi Saga

Af hverju vill Indland heita Bharat?

Lifandi Saga

Hve mikið af gulli fannst í gullæðinu?

Alheimurinn

Með þvergöngu Venusar var hægt að mæla sólkerfið

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is