Tækni – Vélmenni
Lestími: 2 mínútur
Vantar þig einhvern til að dansa við? Þá gætirðu dansað við vélmenni frá Boston Dynamics.
Vélmennin dansa við lagið ,,Do You Love Me” með hljómsveitinni The Contours sem varð vinsælt í kvikmyndinni Dirty Dancing. Þrátt fyrir að sýna góð tilþrif á dansgólfinu dansa þau ekki eins vel og Patrick Swayze gerði á sínum tíma.
Vélmennin eru þróuð af Boston Dynamics, sem var nýlega selt til Hyundai fyrir rúma hundrað milljarða króna
HORFÐU Á MYNDBANDIÐ HÉR OG EKKI GLEYMA AÐ SETJA HLJÓÐ Á
Þetta eru vélmenni Boston Dynamics
Vélmennin á myndinni eru Spot, Atlas og Handle.
Atlas er frumgerð manngerðs vélmennis sem hefur þróast hratt á síðustu tíu árum.
Árið 2013 gat það varla gengið, árið 2018 náði það færni í parkour (götufimleikum), Árið 2018 náði það tökum á fimleikum, og nú dansar Atlas.
Handle er gagnlegasta vélmenni fyrirtækisins og er hannað til að hjálpa til í vöruhúsum og skipuleggja lagerinn. Það hefur ekki ennþá komið á almennan markað.
Spot líkist hundi og er hægt að fjarstýra honum.
Spot hefur hingað til starfað sem fjárhundur í Ástralíu, aðstoðað COVID-19 sjúklinga í Bandaríkjunum og haft umsjón á borpalli.
Ef þú vilt kaupa hundavélmennið Spot þarftu að punga út u.þ.b. 10 milljónum króna.
05.02.21
TORE BONNERUP