Samkvæmt forn-egypskum textum var Punt dularfullt og blómlegt konungdæmi þar sem smjör var sagt drjúpa af hverju strái.
Auðlegðin hafði mikil áhrif á hina víðförlu Egypta sem greina má m.a. á lágmyndum í grafhýsum og hofum. Egyptar sendu mikla verslunarleiðangra til Punts til að kaupa munaðarvörur sem puntískir kaupmenn höfðu einokun á.
Ýmis konar krydd, fílabein, gull, reykelsi og framandi dýr þóttu ákaflega eftirsóknarverð.
Þessi lágmynd er í grafhýsi Hatshepsut og sýnir hinn goðsagnakennda leiðangur til hins forna ríki Punt.
Egyptar sigldu vikum saman til að kaupa bavíana og önnur framandi dýr.
Framandi dýr voru ein eftirsóttasta útflutningsvara Punts. Einkum voru bavíanar mikils metnir meðal Egypta sem töldu apana tengda guðunum. Bavíönum var oft fórnað, t.d. mánaguðinum Þot.
Fyrstu ferðirnar voru farnar um 2.500 f.Kr. og á næstu árþúsundum sendi sérhver sómakær faraó verslunarskip til þessa dularfulla lands til að sækja framandi dýrgripi. Frægastur slíkra var leiðangur Hatsheput (1507 – 1458 f. Kr.). Skrifari nokkur lýsti Punt sem „landi guðanna“ sem væri blessað með ótrúlegu ríkidæmi.
Egyptar hófu verslunarferðir til Punts fyrir um 4.500 árum.
Hatsheput faraó sendi mikinn leiðangur til Punts um árið 1500 f.Kr. Fimm verslunarskip hennar snéru aftur hlaðin dýrmætum varningi, eins og t.d. reykelsi og myrru.
Skip sigldu frá Egyptalandi suður á bóginn til Punts samkvæmt egypskum heimildum. Punt hlýtur því að hafa verið við sunnanvert Rauðahaf – sem nýir fornleifafundir staðfesta.
Egyptar hófu verslunarferðir til Punts fyrir um 4.500 árum.
Hatsheput faraó sendi mikinn leiðangur til Punts um árið 1500 f.Kr. Fimm verslunarskip hennar snéru aftur hlaðin dýrmætum varningi, eins og t.d. reykelsi og myrru.
Skip sigldu frá Egyptalandi suður á bóginn til Punts samkvæmt egypskum heimildum. Punt hlýtur því að hafa verið við sunnanvert Rauðahaf – sem nýir fornleifafundir staðfesta.
Þrátt fyrir að Punt hafi þannig verið velmegandi og voldugt, vita sagnfræðingar ekki mikið um þetta afríska ríki. Egypskar heimildir segja að Punt hafi verið sunnan við Egyptaland en ennþá er ráðgáta hvar það hefur nákvæmlega verið því fræðimenn hafa aldrei fundið fornleifar sem gætu sýnt staðsetningu þess.
Árið 2020 fundu fræðimenn við Dartmouth háskóla í New Hampshire, BNA, menjar þess að þetta leyndardómsfulla ríki hafi verið í Horni Afríku en það er mikið landflæmi í A-Afríku, þar sem nú er að finna lönd eins og Eþíópíu, Erítreu, Djíbúti og hluta af Sómalíu og Jemen.