1. kynslóð: Hinn brottflutti Friedrich
Afi Trump ólst upp í Þýskalandi
Trump fjölskyldan er upprunnin frá þorpinu Kallstadt í suðvestur-þýskalandi. Þar fæddist afi Donald Trump, Friedrich Trump, árið 1869 og ólst upp á lítilli vínekru. Hann lærði í rakaraiðn en Kallstadt var of lítið þorp fyrir tvo rakara og fluttist Friedrich þá til New York 16 ára gamall.
Þorpið Kallstadt er í dag í Rínarland-Pfalz-héraði í vesturhluta Þýskalands.
Gullæðið lokkar Friedrich Trump
Í New York breyttist rakarinn Friedrich einfaldlega í Frederick. Hann vildi verða ríkur og hætti fljótlega í starfi sínu á rakarastofu á Manhattan. Hann reyndi fyrir sér sem veitingamaður í Seattle og í námubænum Monte Cristo. Þegar gullæðið braust út í Klondike árið 1896 vildi Frederick taka þátt í því. Hann seldi því veitingastað sinn og hélt norður.
Friedrich Trump sem ungur rakari í Ameríku.
Gullið tækifæri í óbyggðunum
Hins vegar var það ekki það að grafa eftir gulli sem lokkaði Frederick. Hann vildi græða peninga á gullgröfurunum. Ásamt félaga sínum opnaði Frederick lítið hótel í bænum Bennett, þar sem allir verðandi gullgrafarar fóru í gegnum. Ef þeir vildu fara til Klondike urðu þeir að smíða báta þar til að sigla áfram upp Yukon ána. Hótelið „New Arctic Restaurant and Hotel“ bauð upp á sterka drykki og herbergi með vændiskonum.
Frederick Trump og félagi hans opna White Horse veitingastaðinn.
Trump ferðast heim til Þýskalands
Árið 1900 stækkuðu félagarnir viðskiptin með „White Horse Restaurant“ í gullnámubænum Whitehorse en samvinnan þeirra á milli stóð á brauðfótum og Frederick seldi loks sinn hlut. Nú var hann orðinn ríkur og vildi fara heim til Þýskalands til að finna sér konu.
Afi og amma Donald Trump, Elizabeth og Frederick.
Ástfanginn af dóttur nágrannans
Heima í Kallstadt var móðir Trumps enn á lífi. Hinn 33 ára gamli Frederick varð ástfanginn af 22 ára gamalli dóttur nágrannans sem hét Elizabeth Christ. Móðir Trumps mótmælti því Christ-fjölskyldan var fátæk en Frederick fékk sínu fram árið 1902. Nýgiftu hjónin fluttu þá til New York, þar sem Frederick kom á laggirnar rakarastofu og stundaði samhliða því viðskipti á fasteignamarkaði.
1.198 farþegar fórust þegar Atlantshafsfarþegaskipinu Lusitania var sökkt af þýskum kafbáti.
Trump breytist í Svía
Friðrik og Elísabet eignuðust þrjú börn. Heima fyrir talaði Trump fjölskyldan þýsku en það breyttist þegar þýskir kafbátar sökktu farþegaskipinu Lusitania og árið 1917 drógust Bandaríkin inn í fyrri heimsstyrjöldina. Nú var farið að líta á þýska innflytjendur sem óvini – og Frederick Trump fór að segja að hann hefði flutt frá Svíþjóð.
Elizabeth og Frederick Trump með börnunum.
Næsti Trump í startholunum
Fjölskyldan bjó í Queens-hverfinu. Þegar Frederick lést úr spænsku veikinni árið 1918 tók Elizabeth við fasteignaviðskiptunum. Miðsonurinn, hinn 15 ára gamli Fred, hafði ekki mikinn áhuga á skólanámi en hann drakk í sig þekkingu frá smiðum, múrurum og rafvirkjum á svæðinu.
Árið 1980 varð mikið uppnám í Bandaríkjunum vegna bókar um djöfullega barnaníðinga í leikskólum og grunnskólum. Þrátt fyrir að allar ákærurnar hafi verið haldlausar lifði samsæriskenningin áfram góðu lífi.
3. kynslóð: Skemmtikrafturinn Donald
Faðirinn Fred og sonurinn Donald Trump skiptu New York á milli sín.
Faðirinn stóð viðbúinn í bakgrunninum
Donald gekk til liðs við fjölskyldufyrirtækið árið 1968. Þá var fyrirtækið aðallega starfandi í Queens en árið 1973 tók Donald stóra stökkið og fór til Manhattan. Með því gátu hann og Fred líka forðast að verða keppinautar, útskýrði hann. Allt bendir þó til þess að Fred hafi allt til dauðadags árið 1999 staðið á bak við og stýrt Donald og fjármagnað framkvæmdir sonarins.
Taj Mahal spilavíti Trumps er í dag kallað Hard Rock Hotel & Casino.
Mörg gjaldþrot Donalds
Á níunda áratugnum veðjaði Donald Trump mikið á spilafíkn Bandaríkjamanna. Hann opnaði m.a. Trump Taj Mahal spilavítið í Atlantic City en sem sá eini í spilavítisbransanum tókst honum ekki að græða peninga á rúllettu. Alls hefur kaupsýslumaðurinn sex sinnum orðið gjaldþrota, auk þess hafa „Trump Vodka“, „Trump Airlines“, „Trump Steaks“ og „Trump University“ mistekist hjá honum.
Á árunum 1985-94 tapaði Trump samtals 1,17 milljörðum dollara með fyrirtækjum sínum. Aftur á móti var hann mjög farsæll í hlutverki kaupsýslumanns í raunveruleikaþáttunum „The Apprentice“ með milljónir áhorfenda.
Trump Tower er staðsettur á Fifth Avenue í miðbæ Manhattan.
Í háhýsið vantar átta hæðir
Þann 30. nóvember, 1983, var stolt Trumps, Trump-turninn, nálægt Central Park, tilbúinn til vígslu. Byggingin inniheldur skrifstofur og íbúðir og er opinberlega 58 hæðir – þó hæðir 6 til 13 séu ekki til. Trump flutti einkaheimilisfang sitt úr turninum árið 2019 vegna þess að honum fannst hann ekki lengur velkominn í New York.
Vetrarbústaður Trumps Mar-a-Largo er staðsettur við strendur Flórída.
Trump hækkaði verðið á glæsisetrinu
Vetrarathvarf Donald Trump, Mar-a-Lago, er staðsett í Palm Beach, Flórída. Húsið var byggt í spænskum stíl á þriðja áratugnum. Árið 1985 þrýsti Trump kaupverðinu niður í sjö milljónir dollara vegna þess að hann hafði keypt lóðirnar fyrir framan Mar-a-Lago og hótaði að byggja þar svo mikið stórhýsi að Mar-a-Lago myndi missa útsýnið yfir hafið. Mar-a-Lago er rekið sem veitingastaður, hótel og einkaklúbbur.
Bandaríkin voru fljót að viðurkenna Ísrael sem nýtt ríki árið 1948 en að öðru leyti héldu aftur af stuðningi sínum við þessa ungu þjóð í áratugi, af ótta við að skaða samskipti sín við nágrannalöndin – þar til eitt stríð breytti öllu.
Kylfingurinn Donald Trump í golfbílnum.
Kylfingurinn sem hatar að tapa
Trump er ákafur kylfingur sem eyddi 298 dögum af forsetatíð sinni á golfflötinni. Hann á alls 14 golfdvalarstaði um allan heim – og er alræmdur fyrir svindl. Golfsveinninn hans er venjulega með aukabolta í vasanum og í golfkörfunni getur Trump slegið högg á næstu holu áður en nokkur getur rönd við reist og séð við honum.
Trump fjölskyldan frá hægri til vinstri: Dóttirin Tiffany, sonurinn Donald Jr., dóttirin Ivanka, faðirinn Donald, yngsti sonurinn Barron, eiginkonan Melania og sonurinn Eric með eiginkonunni Löru.
Næsta kynslóð Trump er tilbúin
Donald Trump kvæntist í þriðja sinn árið 2005. Melania Trump fæddi honum soninn Barron.
Með fyrri konu sinni, Ivönu (1977-92), eignaðist Donald Trump synina Donald Jr. og Eric og dótturina Ivönku. Öll hafa þau þrjú hlutverki að gegna í fjölskyldufyrirtækinu.
Að auki voru Ivanka, ásamt eiginmanni sínum Jared Kushner, sérstakir ráðgjafar Trump forseta.
Með annarri eiginkonu sinni, Mörlu (1993-99), á Donald Trump dótturina Tiffany.