Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Árið 1980 varð mikið uppnám í Bandaríkjunum vegna bókar um djöfullega barnaníðinga í leikskólum og grunnskólum. Þrátt fyrir að allar ákærurnar hafi verið haldlausar lifði samsæriskenningin áfram góðu lífi. Nú má telja slíka óra vera grunninn fyrir QAnon-hreyfinguna sem tók þátt í að ráðast á öldungadeildina í BNA árið 2021.

BIRT: 22/03/2024

Árið 1980 kom út bókin „Michelle Remembers“. Í henni voru lýsingar á því hvernig 28 ára gömul kona hafði bælt niður skelfilega reynslu sína úr bernsku en tókst með aðstoð nýrrar sálfræðimeðferðar að muna eftir öllu sem hún upplifði. 

 

Michelle Smith greindi t.d. frá því að hún hafði verið lögð á altari fimm ára gömul, meðan djöfladýrkandi barnaníðingar framkvæmdu óhugnanlegar helgiathafnir fyrir framan hana. 

 

Í skuggalegu herbergi hafði fjöldi fullorðinna manna, íklæddir svörtum kuflum, bitið hvíta kettlinga til bana og dreift blóðinu í kringum sig. Maður nokkur með stóran hníf risti upp kviðinn á ungbarni og lét innyflin falla niður á Michelle sem gargaði hástöfum, skelfingu lostin. 

 

Geðlæknir Michelle, sanntrúaði kaþólikkinn Lawrence Pazder, trúði þessum frásögnum sjúklingsins í einu og öllu og þegar hann greindi í metsölubók sinni „Michelle Remembers“ frá þessum barnaníðingum djöfulsins fékk hann heila kynslóð Bandaríkjamanna til að óttast dularfull og skelfileg öfl. 

 

Lögreglan trúði einnig Pazder og hóf að handtaka hundruði Bandaríkjamanna fyrir barnaníð.

 

Þessi múgsefjun hefur verið nefnd á ensku The Satanic Panic og geisaði í áratug eftir útgáfu „Michelle Remembers“.

 

Múgsefjun þessi er eitt versta dæmi sögunnar um hvernig fjölmiðlar bera fram slíkar frásagnir án minnstu gagnrýni, enda laða slík vettlingatök að marga lesendur. 

 

Í dag, meira en 40 árum síðar, hefur bók þessi markað hugarfar milljóna manna. Samsæriskenningasamtökin QAnon sækja mikið í slík efnistök sem eitra hugmyndir áhangenda. 

 

En allt er þetta helber hugarburður sem var laðaður fram úr viðkvæmri konu af geðlækni hennar eftir að hann lagði ótal spurningar fyrir hana í 600 klukkustunda dáleiðslutímum.

Bókin „Michelle Remembers“ olli þessari satanísku múgsefjun í BNA

Stúlkuröddin gleður geðlækninn

Michelle Smith leitaði sumarið 1976 sér aðstoðar hjá hinum viðurkennda geðlækni Lawrence Pazder. Hún bjó í litlum bæ nærri Victoria í British Columbia, Kanada og var buguð af þunglyndi eftir að hafa óviljug gengist undir fóstureyðingu. 

 

Pazder grunaði strax að þessi djúpa sorg sjúklingsins stafaði af áföllum úr bernsku og tók að spyrja hana spjörunum úr. Geðlæknirinn dáleiddi Michelle og reyndi að leiða hana aftur til bernskuáranna undir dáleiðslunni. 

Edgar M. Welch var handtekinn á pizzastaðnum Comet Ping Pong. Hann slapp með fjögurra ára fangelsisdóm þar sem hann skaðaði engan.

Árás á pizzustað hvatti QAnon

Um áraraðir lifði samsæriskenningin um sataníska trúarflokka sem misnotuðu börn einungis í fjarlægustu afkimum netsins. En síðan voru kosningar haldnar í BNA. 

 

Sunnudaginn þann 4. desember 2016 stormaði vopnaður 28 ára gamall maður inn á pizzastaðinn Comet Ping Pong í Washington, DC. Þar skaut hann mörgum skotum með hálfsjálfvirkri AR-15 byssu sinni og heimtaði að fá aðgang að leynilegum kjallara staðarins. 

 

Samkvæmt útbreiddri samsæriskenningu á netinu var Comet Ping Pong nefnilega staðurinn þar sem Hillary Clinton og margir aðrir leiðandi stjórnmálamenn í demókrataflokknum héldu leynilega fundi í skuggalegum kjallara til þess að misnota og myrða lítil börn.

 

Vandamálið var bara að það var engan kjallara að finna undir pizzastaðnum. 

 

Skotárásin átti sér stað hálfu ári eftir að netpóstur eins mikilvægasta ráðgjafa Clintons var hakkaður. Hakkararnir töldu sig hafa fundið innan um þúsundir netpósta sannanir fyrir því að orðið „pizza“ væri notað sem leynilegur kóði fyrir barnaníð. 

 

Eigandi Comet Ping Pong studdi framboð Hillary Clintons og þess vegna stóð orðið pizza í fjölmörgum netpóstum.

 

Áhangendur samsæriskenningarinnar nefndu þessa svívirðu „pizzagate“ og hin svonefnda QAnon hreyfing umfaðmaði þessa hugmynd – þrátt fyrir að allir fjölmiðlar, allt frá CNN til Fox News, höfðu hafnað henni sem fáránlegum þvættingi. 

„Nei, nei, nei! Hjálpið mér, er enginn sem vill hjálpa mér?“ hrópaði hún með rödd sem hljómaði eins og hjá fimm ára stúlkubarni í einni dáleiðslunni. Röddin sannaði að hér hafði Pazder tekist að opna gátt að heimi þeirrar misnotkunar sem hafði plagað Michelle frá unga aldri. Að mati Pazders. 

 

Þegar Michelle Smith sneri eftir nokkra tíma aftur til nútímans efaðist hún í fyrstu sjálf um að þessar minningar gætu verið réttar. 

 

„Þetta hlýtur að hafa verið eitthvað sem ég hef fundið upp“, sagði hún.

 

En dr. Pazder staðhæfði að hún færi með sannleikann – kannski vegna þess að frásagnir hennar pössuðu inn í kristna bókstafstrúarhugmyndir hans, þar sem djöfullinn og nornir voru raunverulegar. Eða kannski sá hann þarna tækifæri á að öðlast frægð og frama.

QAnon-hreyfingin byggir að miklu leyti á „Michelle Remembers“. Áhangendur fá „sannleikann“ frá nafnlausri manneskju sem nefnd er „Q“.

Pazder útskýrði fyrir Michelle að samkvæmt hans mati hafi hún verið misnotuð af móður sinni og djöfullegum vinum hennar þegar hún var ung.

 

Um fjögurra ára skeið og eftir ótal dáleiðslutíma var Pazder búinn að mjólka allar frásagnir um kynferðislega misnotkun og innilokun í búrum fullum af slöngum út úr Michelle. 

 

Michelle greindi einnig frá því með stúlkurödd sinni að hún hafði verið neydd til að éta ösku og að móðir hennar hafi eitt sinn hent litlu dóttur sinni niður í gamla gröf í kirkjugarðinum til þess að hún myndi endurfæðast við sataníska helgiathöfn. 

 

Í nóvember 1980 gáfu Pazder og Michelle saman út bókina „Michelle Remembers“. Samningurinn við bókaforlagið færði þeim upphæð sem í dag myndi samsvara um 170 milljón kr.

 

Með slíkan virtan geðlækni í forsvari heltók bókin bandarískan almenning og leysti úr læðingi djöfullega múgsefjun. 

 

Hryllingsmyndir og Manson ruddu veginn 

Segja má að jarðvegurinn hafi verið undirbúinn til þess að bók af þessu tagi myndi slá í gegn, þar sem aðrir höfðu áður lagt grunninn að þeirri trú að myrk og leynileg öfl væru að verki í Bandaríkjunum.

 

Í kjölfarið á uppreisn ungmenna komu fram alls konar nýjar trúarhreyfingar og þrátt fyrir að flestar þeirra hafi verið harla saklausar litu margir á þessa þróun með vaxandi ótta. 

„Ég er Djöfullinn“.
Charles Manson við réttarhöld sín árið 1971. 

Slíkir öfgahópar voru sagðir taka saklausa meðlimi frá kirkjum og einnig tengdu margir Bandaríkjamenn þessa þróun við morðóða menn eins og Charles Manson. 

 

Árið 1969 hafði hann fengið lærisveina sína og konur til að myrða leikkonuna Sharon Tate sem var gift kvikmyndaleikstjóranum Roman Polanski. 

 

Þegar Sharon Tate var komin átta mánuði á leið var hún stungin margsinnis með hnífum og þessu óðæði var einatt lýst í fjölmiðlum sem djöfullegum gjörningi. Þegar komið var að lokum réttarhaldanna yfir Manson hrópaði hann til blaðamanna: „Ég er djöfullinn“. 

 

Hryllingsmyndin „The Exorcist“ frá 1973 um tólf ára stúlku sem var andsetin af djöfli hafði einnig aukið áhuga manna á hinu yfirnáttúrulega og ekki batnaði það fimm árum síðar þegar 909 bandarískir borgarar frömdu sameiginlega sjálfsmorð í frumskógi Guyana. Þar hafði bandaríski predikarinn Jim Jones sannfært fylgjendur sína að drekka eitur og fylgja honum í dauðann, enda væri heimsendir í nánd. 

 

Bandarískir foreldrar höfðu einnig horft skelfingu lostnir á hvernig börn þeirra sóttu í svartan fatnað upp úr 1970 – með svonefndri Goth-tísku – og voru farin að heillast af heavy metal-tónlist. 

Þegar fjölmiðlar fóru að fylgjast grannt með sértrúarsöfnuðinum Peoples Temple kaus trúarleiðtoginn Jim Jones að flytjast búferlum með fylgjendur sína til Guyana í Suður-Ameríku. Þetta reyndist verða þeirra hinsta ferð.

Dagblöðin birtu fregnir um sundurskorinn búfénað sem fundist hafði víðs vegar í sveitum BNA.

 

Úr sumum hræjunum var búið að rífa úr tunguna og skera júgur af kúm. Í einhverjum tilfellum var að sögn búið að tappa öllu blóði úr búfénaðinum.

 

Samkvæmt dagblöðunum gat allt þetta verið til marks um djöfullegar helgiathafnir. 

 

Margir töldu því að bókin „Michelle Remembers“ væri í raun endanleg sönnun þess að satanistar væru þarna að verki. 

 

Bókin var ákaflega umtöluð í fjölmiðlum og höfundarnir urðu skjótt víðfrægir. Sagan þótti gott efni í fjölmiðlum og varð til þess að fjölmörg dagblöð til sveita hófu að leita að ummerkjum um djöfullegar athafnir í nágrenni sínu. 

 

Hins vegar fór lítið fyrir þeim fréttum sem var að finna í skýrslum FBI, þar sem alríkislögregla BNA sló því föstu að það hefðu ekki dáið fleiri kýr né færri í BNA á áttunda áratugnum heldur en áður var raunin – og að ástandinu á hræjum dýranna mætti tæplega kenna satanistum, heldur hafi þarna einfaldlega verið hræætur á ferð. 

 

Tákn Satans sjást á Michelle 

En milljónir Bandaríkjamanna létu sér ekki segjast – þeir voru uppteknir af því að lesa „Michelle Remembers“. Í bókinni mátti t.d. finna kafla hvernig Michelle ásamt öðrum börnum dag einn stóð augliti til auglitis við sjálfan Satan í helgiathöfn einni: 

Judas Priest tróðu upp í skrautlegum búningum og sungu skuggalega söngva sem ollu fjölmörgum foreldrum áhyggjum í BNA upp úr 1980.

Satan talaði í gegnum heavy metal-tónlist 

Árið 1990 var hljómsveitin Judas Priest ákærð fyrir að hvetja til sjálfsmorða. Samkvæmt ákærunni mátti heyra greinilega slíka hvatningu, bara ef maður spilaði lög þeirra afturábak. 

 

Dag nokkurn í desember 1985 situr hinn 18 ára gamli Raymond Belknap og tveimur árum eldri félagi hans James Vance og hlusta á hljómsveitina Judas Priest meðan þeir drekka sig fulla og reykja hass. 

 

Nokkru seinna taka þeir byssur og halda út á leikvöll. Fyrst skýtur Bergnap sig í höfuðið. Hann deyr á staðnum. Þessu næst endurtekur Vance leikinn en lifir skotið af með óhugnanleg meiðsl. 

 

Fimm árum síðar lögðu foreldrar James Vance fram ákærur gegn Judas Priest. Þeir töldu að bandið hafa verið með duldar tilkynningar í lagi sem bar titilinn „Better by You, Better than Me“. 

 

Væri lagið spilað afturábak á plötuspilaranum mætti heyra hvatninguna „do it“ – gerðu það – staðhæfðu foreldrarnir.

 

Réttarhöldin stóðu í þrjár vikur og kostuðu Judas Priest 250.000 dali í kostnað vegna lögfræðinga (um 35.000.000 núvirtar krónur). Dómarinn sýknaði hljómsveitina.  

„Komið börn mín, færið mér eldivið á bálköstinn“, kallaði Satan. Börnin náðu í bækur og tóku að bíta í þær með beittum tönnum. Síðan hlupu börnin að bálkesti Satans og spýttu út úr sér munnfylli af pappír. Á meðan messaði djöfullinn:

 

„Fjórum sinnum átta er 28. Þá mun heimurinn byrja að hata“. Þessa speki gátu Bandaríkjamenn lesið í „Michelle Remembers“. 

 

Í bókinni útskýrði Michelle einnig frá því hvernig hún hafði verið neydd í meira en 80 nætur í beit til að taka þátt í satanískri helgiathöfn í Ross Bay-kirkjugarðinum í útjaðri kanadísku stórborgarinnar Victoria.

 

Helgiathöfn þessi náði hámarki í bókinni þegar óhugnanleg vera steig upp úr eldhafinu. 

 

Vera þessi var með horn og logandi hala sem endaði í örvaroddi. Doktor Pazder útskýrði að þetta væri Satan sjálfur sem Michelle hafði séð og að brennandi hali hans hafði orsakað rauðleit fleiður sem enn mátti greina á húð hennar.

 

Fæstir lásu um mótmæli húðlæknis sem í blaði einu skrifaði að rauða húðin stafaði líkast til af of mikilli notkun Michelle á sápu. 

 

Í bókinni mátti einnig finna eins konar útskýringu á því hvers vegna Michelle hafði verið svona lengi þögul um þessar hremmingar sínar og ekki snúið sér til geðlæknisins fyrr en 28 ára gömul. 

 

Myndskeið. Sjáðu Michelle og dr. Pazder í bandarísku sjónvarpi

Samkvæmt Pazder stafaði það af því að sjálf jómfrú María, Jesús og erkiengillinn Mikael höfðu frelsað litlu stúlkuna frá örlögum sem voru verri en sjálfur dauðinn. 

 

Til þess að vernda hana hafði þrenningin í sameiningu þurrkað út allar minningar þar til hún væri á fullorðinsárum fær um að takast á við þær. 

 

Eftir langt ferðalag um BNA og ótal boð í útvarps- og sjónvarpsþætti var Pazder orðinn viðurkenndur sérfræðingur í dulrænum efnum sem varð til þess að lögreglan, sem og félagsmálayfirvöld borguðu honum fyrir að kenna fólki að uppgötva merki um satanískar árásir – nokkuð sem geðlæknirinn sjálfur hafði nefnt SRA (Satanic Ritual Abuse). 

 

Barn bendir á Chuck Norris

Knúin áfram af þessari múgsefjun leituðu bandarísk lögregluyfirvöld og félagsmálastofnanir eftir merkjum um hvernig djöfladýrkendur hefðu getað laumað sér inn á vöggustofur, leikskóla og jafnvel grunnskóla á 9. áratugnum.

 

Dáleiðsluaðferð Pazder varð þannig eins konar „spádómur sem að uppfyllti sig sjálfan“, eins og einn FBI-fulltrúi komst síðar að orði.

 

Eitt dæmi um hvernig kappsamir hræddir foreldrar og auðtrúa yfirvöld sáu satanista í hverju horni má sjá í dómsmáli einu frá árinu 1983. Á þessu ári hófust ein lengstu og dýrustu réttarhöld í BNA með einni símhringingu. 

Virginia McMartin hafði stofnað leikskóla sem bar nafn hennar. Hún var ein af sjö sem voru ákærðir fyrir sataníska misnotkun á börnunum.

Grátandi móðir að nafni Judy Johnson hringdi þá til lögreglunnar í Manhattan Beach í Kaliforníu. Tveggja ára sonur hennar hafði greint frá því að hann hefði verið kynferðislega misnotaður af uppeldisfræðingi sem vann á vöggustofu hans í McMartin Preschool. 

 

Mæðginin voru kölluð inn á lögreglustöðina þar sem drengurinn var beðinn um að benda á sökudólginn. Þegar lögreglan lagði fram röð af myndum fyrir drenginn af þeim karlmönnum sem unnu á leikskólanum, ásamt nokkrum öðrum algjörlega óviðkomandi mönnum, benti hann strax á mynd af leikaranum Chuck Norris. 

 

Engu að síður var starfsmaður er nefndist Ray Buckeys handtekinn og heimili hans rannsakað þann 7. september. 

 

Til þess að komast til botns í málinu sendi lögreglan bréf út til 200 foreldra sem ýmist áttu eða höfðu átt börn í McMartin Preschool. Í bréfinu bað lögreglan foreldrana um að spyrja börn sín rækilega hvort þau gætu borið vitni í málinu eða jafnvel hvort þau gætu hafa verið fórnarlamb slíkrar árásar. 

 

Á meðan fóru slíkar sögusagnir eins og eldur um sinu í Kaliforníu. Judy Johnson ákærði ennfremur móður Ray Buckeys um að vera meðlimur í flokki djöfladýrkenda. 

Hún lofaði börnunum umbun ef þau svöruðu „rétt“. 

Judy Johnson byggði ákæru sína á frásögn sonar síns sem að sögn hafði greint frá því að móðir Ray Buckeys hefði neytt hann til að vera viðstaddan þegar ungbarn var hálshöggvið í kirkju einni.

 

Þrátt fyrir að Judy Johnson þjáðist af geðklofa virtist enginn efast um ásakanirnar. Fjölmiðlar og Kaliforníubúar dreifa sögunni gagnrýnislaust.

 

Til að afhjúpa djöfladýrkendurna valdi lögreglan að leita á náðir félagsráðgjafans Key MacFarlane sem átti að yfirheyra 400 ung börn. Það má teljast undarleg ráðstöfun því að þessi sjálflærði sálgæslumaður var þegar á launum hjá samtökum sem höfðu það helsta markmið að berjast gegn öllum djöfladýrkendum. 

 

Key MacFarlane var svo sannfærð um að það fyrirfyndust samtök á landsvísu sem dýrkuðu djöfulinn að hún sór eið um þetta mál í yfirheyrslu í öldungadeildinni. Í Kaliforníu fékk hún síðan tækifæri til að sanna mál sitt. 

 

Uppeldisfræðingar fórna börnum

Áður en hún var yfirheyrð sagði Key MacFarlane börnunum að margir félagar þeirra hefðu þegar sagt sannleikann um hvernig þau voru misnotuð. Hún lofaði börnunum jafnframt verðlaunum ef þau myndu svara „rétt“. 

Leitin að djöfullegum barnaníðingum minnir á ofsóknir miðalda gegn svokölluðum nornum

Í fyrstu neituðu flest börnin að gera þetta en létu á endanum undan þrýstingi MacFarlane.

 

Sum barnanna greindu þannig frá því að leikskólakennarar í McMartin Preschool höfðu fórnað kanínum og börnin voru neydd til að horfa á þegar kviðurinn á ungbarni einu var ristur upp. 

 

Börnin greindu einnig frá leynilegum göngum undir leikskólanum þar sem óhugnanlegar helgiathafnir áttu sér stað og að ungbörnum hafi verið skolað niður klósettin.

 

Key MacFarlane var viss um að börnin greindu þarna satt og rétt frá – jafnvel þegar sum þeirra staðhæfðu að þau hefðu séð leikskólakennara umbreytast í fljúgandi nornir. 

 

Key MacFarlane komst að þeirri niðurstöðu að hvorki fleiri né færri en 384 núverandi og fyrrum leikskólabörn hefðu verið misnotuð af djöfladýrkendum í McMartin Preschool. 

 

Á þessum vitnisburði ákærðu saksóknarar í Kaliforníu sjö starfsmenn um barnaníð.

 

Réttarhöldin sem hlutu eðlilega mikla umfjöllun í öllum dagblöðum, tóku enn furðulegri stefnu þegar Michelle Smith og doktor Pazder ferðuðust til Manhattan Beach til þess að styðja við bakið á börnunum og foreldrum þeirra.

12.000 dæmi um djöfullega barnaníðinga hafa verið rannsökuð 

Lögfræðingur starfsmanna við McMartin Preschool benti á að engin göng væri að finna undir skólanum þrátt fyrir ítarlega leit lögreglunnar og að allur þessi málatilbúnaður væri fáránlegur, enda væri ógjörningur að reyna að hylma yfir svo mörg ódæði svo árum skipti. 

 

Þessu svaraði aðalvitni saksóknarans, Key MacFarlane, að börnin hefðu blokkerað allar minningarnar um árásirnar – rétt eins og Michelle Smith. Málatilbúnaður við þessi réttarhöld var svo yfirgripsmikill að þau stóðu í mörg ár. 

 

Börn ákæra foreldra sína

Á meðan á þessu stóð dúkkuðu upp svipuð mál víðsvegar í BNA. Fullorðið fólk leitaði í þúsunda tali til geðlækna og með aðstoð aðferða dr. Pazder gat það allt í einu munað eftir því að hafa verið misnotað – stundum af djöfulóðum foreldrum. 

 

Þessar „endurfundnu minningar“ leiddu ekki einungis af sér fjöldan allan af dómsmálum, heldur áttu sinn þátt í að sundra fjölskyldum, valda fjölmörgum skilnuðum og í sumum tilvikum voru hinir ákærðu slaufaðir í heimabæjum sínum. 

 

Grunsemdir um djöfullegar helgiathafnir í leikskólum og skólum setti þannig mark sitt á mörg samfélög. Í Kern County í Kaliforníu lásu starfsmenn við félagsþjónustuna „Michelle Remembers“ og hófu snemmendis að leita uppi satanista. 

 

Ekki leið á löngu þar til búið var að safna saman vitnisburði frá börnum um pyntingar, vændi og barnaklám.

 

Árið 1986 var kveðinn upp dómur: 26 ákærðir í Kern County-réttarhöldunum voru samtals dæmdir í ríflega 1.000 ára fangelsi. Ein hjón fengu 240 ára dóm á bak við lás og slá. 

 

Öll þessi réttarhöld yfir satanískum barnaníðingum áttu það sameiginlegt að ákæruvaldið gat aldrei lagt fram neinar haldbærar sannanir.

 

Þess í stað var megináhersla lögð á vafasaman vitnisburð barna – og frásagnir þeirra voru um margt ótrúlega líkar því sem mátti lesa í „Michelle Remembers“.

 

Sumir staðhæfðu engu að síður að líkindin væru í raun sönnun fyrir því að börnin væru að segja satt – vel skipulagðir satanískir hópar voru vitanlega með sams konar helgiathafnir í gjörvöllu landinu.

 

Gagnrýnendur bentu á að þennan einsleita vitnisburð mætti allt eins rekja til þess að svonefndir sérfræðingar hefðu lesið bókina og síðan lagt börnunum orð í munn. 

 

En allar þessar vangaveltur drukknuðu í fjölmiðlafárinu og fjölmargir gagnrýnendur meðal stjórnmálamanna, kennara og sálfræðinga fengu sjálfir að kenna á slíkum ákærum. 

 

Myndskeið: Sjáðu Opruh Winfrey taka viðtöl við meðlimi nornafjölskyldna (1989)

Árið 1990 var loksins komið að dómsuppkvaðningu í maraþonréttarhöldunum yfir starfsmönnunum við McMartin Preschool. Allir ákærðu voru sýknaðir. Meintur höfuðpaur, Ray Buckley, hafði á þeim tíma setið í varðhaldi í meira en fimm ár. 

 

Tveimur árum síðar réði alríkislögreglan, FBI, Kenneth nokkurn Lanning til að rannsaka hvort landsmönnum stafaði hætta af satanistum.

 

Lanning komst að þeirri niðurstöðu að sögusagnir um sataníska barnaníðinga væru byggðar á einskærri múgsefjun.

 

Hann lagði einnig áherslu á þann mikla fjölda fagfólks sem hittist á ráðstefnum til þess að útbreiða boðskapinn um samtök djöfladýrkenda:

 

Lögreglumenn, prestar, sálfræðingar, uppeldisfræðingar og starfsfólk félagsþjónustunnar. 

 

Á slíkum ráðstefnum voru aldrei lagðar fram neinar skýrslur um staðhæfingar þeirra, heldur var einungis vísað til „Michelle Remembers“.

 

Þetta sundurleita fólk birti heldur aldrei neinar vísindalegar greinar í viðurkenndum fagtímaritum. 

Kristinn bókstafstrúarmaður taldi sig sjá töluna 666 í krulluðu hári vörumerkisins.

Móðursýki neyddi auðhring til að skipta um vörumerki 

Sápuframleiðandinn Procter & Gamble fékk að kenna á djöfullegum ásökunum og árið 1995 ákvað stjórn fyrirtækisins að breyta 65 ára gömlu vörumerki sínu. 

 

Satanískar krullur 

Árið 1980 hóf kristni bókstafstrúarmaðurinn Jim Peters krossferð gegn P&G, einum af stærstu framleiðendum snyrtivara ýmis konar. Í hárinu á manninum í vörumerki fyrirtækisins leyndist talan 666 sem er tala Satans, staðhæfði Peters.

 

Fyrirtækið lét undan þessum ásökunum

Þegar P&G fékk á sig 15.000 kvartanir á einum mánuði fyrir það að styðja sjálfan djöfulinn var ákveðið að skipta um vörumerki. 

 

Vörumerkið var gamalt

Peters hélt því fram að P&G styddi satanískar kirkjur í BNA. Fyrirtækið hafnaði slíkum ákærum og vísaði m.a. til að P&G hafi verið stofnað 1837 og árið 1875 hafi vörumerkið af karlinum í tunglinu verið tekið í notkun. Það var síðan árið 1930 sem hann fékk sínar krullur – 36 árum áður en Church of Satan var stofnuð. 

Það sem vakti þó mestan ugg Lannings var hvernig vel menntað fólk hafði varpað allri gagnrýni fyrir borð. Hans skýring var þessi: 

 

„Án tillits til greindar og menntunar – og oft þrátt fyrir heilbrigða skynsemi og sannanir um hið gagnstæða – velur fólk að trúa því sem það hefur þörf fyrir að trúa á.“ 

 

Helber hugarburður

Tveimur árum síðar fóru vísindamenn við University of California í gegnum ekki færri en 12.000 réttarhöld varðandi SRA á níunda og tíunda áratugnum.

 

Sérfræðingarnir fundu engar haldbærar sannanir um tilvist satanískra samtaka á landsvísu. Þau tóku hins vegar eftir því að færri en 100 svokallaðir „sérfræðingar“ í djöfladýrkun höfðu tekið þátt í þessum 12.000 réttarhöldum. Einn þeirra hafði borið vitni í mörg hundruð dómsmálum.

 

Tveir rannsóknarblaðamenn leyfðu sér nú loks að efast um ágæti bókarinnar „Michelle Remembers“. Þeir leituðu til meðlima í fjölskyldu Michelle Smiths til að heyra sjónarmið þeirra og hvort hægt væri að staðfesta frásagnir hennar. 

 

Faðir hennar og systir vísuðu bókinni á bug sem einskærum hugarburði. Hið sama átti við nágranna, kennara og skólafélaga. 

Pazder og Smith héldu því statt og stöðugt fram að bók þeirra segði sannleikann um djöfladýrkendur í Bandaríkjunum.

Geðlæknir giftist sjúklingi sínum 

Dr. Pazder skildi við fyrstu eiginkonu sína til að giftast Michelle Smith. Sameiginleg bók þeirra gerði hann að viðurkenndum sérfræðingi í satanisma. 

 

Meðan bókin „Michelle Remembers“ hélt sína sigurgöngu í BNA komu Lawrence Pazder og Michelle reglulega fram í spjallþáttum hjá stórstjörnum eins og Oprah Winfrey og Phil Donahue. 

 

Þar elskaði Pazder að greina frá heimsókn sinni í Vatíkanið. Geðlækninum til mikillar gleði tók kardináli mark á honum sem hlustaði á viðvaranir hans um satanískt samsæri á heimsvísu. 

 

Hins vegar minntist þessi frómi kaþólikki aldrei á það að hann hafi skilið til þess að giftast Michelle Smith – helstu heimild hans fyrir þessa æsilegu bók um djöfladýrkun.

 

Undir lok síðustu aldar sneru flestir Bandaríkjamenn hins vegar baki við staðhæfingum Pazders um djöfullegt samsæri og sífellt lengra leið milli þess sem hann kom fram í sjónvarpi. 

 

Pazder og Smith hurfu síðar af sjónarsviðinu og geðlæknirinn hélt áfram að starfa við klíník sína í Viktoríu í Kanada, þar til hann dó úr hjartaáfalli árið 2004. Michelle Smith lifir enn. 

Í bókinni greinir Michelle m.a. frá morði sem djöfladýrkendurnir áttu að hafa sviðsett sem umferðarslys en þrátt fyrir að slík slys hafi oft verið til umfjöllunar í dagblöðum í héraðinu var ekki að finna neina frásögn frá kolbrunnum líkum í brennandi bíl, eins og Michelle kvaðst hafa séð í bernsku. 

 

Blaðamennirnir könnuðu einnig allar fjarvistir Michelle á skólaárum hennar. Ekkert var þar að finna sem benti til að hún hafi verið fjarverandi í þessa 80 daga sem hryllingurinn í kirkjugarðinum í Victoria átti að hafa varað. 

 

Á miðjum tíunda áratugnum fór loks að hægjast á þessari satanísku múgsefjun. Hins vegar mátti öllum vera ljóst að aðferðir Pazders við að sækja bernskuminningar með dáleiðslu og bera síðan upp leiðandi spurningar, gæti ekki dregið fram trúverðugar frásagnir um níðingsskap heldur áttu einungis sinn þátt í að planta fölskum minningum í huga barnanna. 

 

Svo fór að jafnvel Pazder tók að draga í land, þrátt fyrir að hann hafi aldrei hafnað kenningu sinni.

 

Múgsefjunin hafði hins vegar verið svo yfirgripsmikil að milljónir Bandaríkjamanna héldu fast í þá sannfæringu að ógnin frá vel skipulögðum djöfladýrkendum væri raunveruleg og yfirvofandi. 

 

Myndskeið: Sjáðu dr Pazder draga í land þegar kenningar hans eru dregnar í efa

Trú þeirra var ekki einu sinni haggað þegar flestir sakborningar í Kern County voru sýknaðir af slíkum ákærum. 

 

56 milljónir óttast satanisma

Eftir því sem internetið og samfélagsmiðlar tóku að verða hversdagslegur þáttur í lífi Bandaríkjamanna á nýrri öld fékk óttinn við djöfladýrkendur byr undir báða vængi.

 

Blogg, heimasíður og Facebook safnaði áhangendum saman og leiddi til ennþá fjarstæðukenndari samsæriskenninga sem löðuðu milljónir áhangenda til sín. 

 

Í kosningabaráttunni milli Donald Trump og Hillary Clinton árin 2015 og 2016 var staðhæft í einni slíkri samsæriskenningu að Clinton færi í fararbroddi fyrir flokki satanískra barnaníðinga innan stjórnmálastéttarinnar.

 

Sérfræðingar telja að allt þetta neikvæða umtal hafi átt sinn þátt í því að Clinton tapaði fyrir Trump. 

 

Á síðustu árum hefur QAnon hreyfingin verið einn háværasti talsmaður samsæriskenningar um að samtök satanískra barnaníðinga ráði ríkjum í heiminum. 

Áhangendur Qanon-samsærishreyfingarinnar tóku þátt í að ráðast inn í öldungadeild BNA eftir ósigur Trumps.

Eftir að Trump hafði tapað fyrir Joe Biden í forsetakosningunum árið 2020 tóku margir QAnon áhangendur þátt í að ráðast inn í öldungadeildina þann 6. janúar 2021. Minnst 34 þeirra hafa síðan verið ákærðir. 

 

En svo virðist sem þessum samsæriskenningum vaxi enn fiskur um hrygg. Í mars árið 2021 trúðu heil 14% Bandaríkjamanna á boðskap QAnon. Hálfu ári síðar var talan komin upp í 17% samkvæmt rannsókn sem óháða bandaríska hugveitan Public Revision Research Institute (PRRI) stóð fyrir. 

 

Þetta samsvarar því að hvorki fleiri né færri en 56 milljón Bandaríkjamenn trúi slíkum þvættingi. 

 

Fræðimaðurinn Michael Barko kemur í bók sinni „A Culture of Conspiracy“ fram með skýringu á þessum vinsældum QAnon: 

 

„Samsæriskenningar lofa fólki heimi sem er merkingabær í stað þess að vera tilviljanakenndur. Atburðir eigi sér ekki stað af hendingu. Með því að afmarka hið illa er samsæriskenningamönnum ekki einungis fært að afmarka óvininn heldur veita slíkum áhangendum lífsfyllingu“. 

Marjorie Taylor Greene var kjörin í fulltrúadeildina árið 2021. Hún er stuðningsmaður QAnon og annarra samsæriskenninga - til dæmis að samsæri bandarískra stjórnmálamanna hafi í raun verið á bak við hryðjuverkaárásina á World Trade Center árið 2001.

Fjölmargir stjórnmálamenn aðhyllast QAnon – eða sækjast eftir atkvæðum meðlima hreyfingarinnar. Einn þeirra er repúblikaninn Marjorie Taylor Green en hún segist vera sannfærð um að Satan sjálfur hvísli í eyru þeirra kvenna sem leiti eftir fóstureyðingu.

 

Þegar þingnefnd var að störfum í öldungadeildinni eftir allan æsinginn lagði hún fram mynd á samfélagsmiðlum af manni sem var klæddur eins og djöfullinn.

 

Þessi stjórnmálakona frá öfgahægrinu bætti við textanum: 


„Þau þekkja hann öll sömul, þau elska hann öll sömul og sum þeirra tilbiðja hann meira að segja“. 

Lesið meira um djöfulóða barnaníðinga 

Jeffrey S. Victor: Satanic Panic: The Creation of a Contemporary Legend, Open Court, 1993

Michelle Smith & Lawrence Pazder: Michelle Remembers, Nelson Canada Ltd., 1980

HÖFUNDUR: SØREN FLOTT

© Wikimedia Commons,© Sathi Soma/AP/Ritzau Scanpix,© Ritzau Scanpix,© Paul Natkin/Getty Images,© Shutterstock,© Keith Beaty/Getty Images,© House Creative Services/Wikimedia Commons

Náttúran

Hér lifa hættulegustu marglyttur heims

Maðurinn

Þetta eru sjö mikilvægustu skilningarvitin

Maðurinn

Þetta eru sjö mikilvægustu skilningarvitin

Lifandi Saga

Kveðjuveisla Washingtons endaði með rosalegu fylleríi

Lifandi Saga

Kveðjuveisla Washingtons endaði með rosalegu fylleríi

Náttúran

Spendýr og eðlur skiptu um hlutverk

Náttúran

Hvernig brögðuðust risaeðlur?

Lifandi Saga

13 ódauðleg kveðjuorð

NÝJASTA NÝTT

Saga

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Maðurinn

Hver er sneggsti vöði líkamans?

Maðurinn

Karlhormón styttir ævina

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

Tækni

140.000 veirur hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Fimm svefntruflanir sem geta komið þér til að kvíða nóttinni

Náttúran

Hvers vegna mala kettir?

Maðurinn

Þvagið segir ýmislegt um heilsu okkar

Saga

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Maðurinn

Hver er sneggsti vöði líkamans?

Maðurinn

Karlhormón styttir ævina

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

Tækni

140.000 veirur hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Fimm svefntruflanir sem geta komið þér til að kvíða nóttinni

Náttúran

Hvers vegna mala kettir?

Maðurinn

Þvagið segir ýmislegt um heilsu okkar

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Mold undir nöglum barna skiptir máli fyrir ónæmiskerfið

Heilsa

Mold undir nöglum barna skiptir máli fyrir ónæmiskerfið

Lifandi Saga

England og Frakkland: Bestu óvinir í þúsund ár

Lifandi Saga

England og Frakkland: Bestu óvinir í þúsund ár

Jörðin

Er Ísland eftirstöðvar af sokknu meginlandi?

Maðurinn

Einkabörn eru með sérstakan heila

Alheimurinn

Satúrnus: Gasplánetan með hringina fögru

Alheimurinn

Sólmyrkvi 2024 – Hvað er það og hvenær sést hann á Íslandi?

Vinsælast

1

Maðurinn

Þvagið segir ýmislegt um heilsu okkar

2

Náttúran

Hvers vegna mala kettir?

3

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

4

Maðurinn

Er hættulegt að halda í sér prumpinu?

5

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

6

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

1

Maðurinn

Þvagið segir ýmislegt um heilsu okkar

2

Náttúran

Hvers vegna mala kettir?

3

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

4

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

5

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

6

Alheimurinn

Hvað ef við höfum í raun fengið heimsóknir úr geimnum?

Náttúran

Háhyrningurinn: líklega skæðasta ránspendýr sögunnar

Jörðin

Vísindamenn finna sönnun fyrir stærsta jarðskjálfta mannkynssögunnar

Maðurinn

Af hverju get ég ekki kitlað sjálfan mig?

Menning

11 dýrustu málverk heims

Menning

Stærstu borgir heims

Maðurinn

Framtíðarmaturinn borinn fram: Borðum þörunga!

Maðurinn

7 ósannar mýtur um líkamann

Náttúran

Hvers vegna eru sólin og tunglið ekki með sama lit? 

Maðurinn

Síamstvíburar giftust og eignuðust börn

Lifandi Saga

Guðfaðir hrollvekjunnar: Edgar Allan Poe: Enn hvílir dulúð yfir meistara myrkranna

Menning og saga

Stórt nef arfur fortíðarinnar

Heilsa

Sannleikurinn um vítamín

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

Hvernig kláraði fólk salernisferðina áður en klósettpappírinn kom til sögunnar?

Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is