Á miðnættti þann 21. júní 1791 flúði Loðvík 16. Frakkakonungur frá París ásamt fjölskyldu sinni. Flóttin var þaulskipulagður – fyrir utan smáatriði sem við komum nánar að síðar.
Flóttinn var nauðsynlegur því konungur óttaðist byltingarmenn sem höfðu hrifsað til sín völdin í París.
Þess vegna dulbjóst öll fjölskyldan.
Marie Antoinette & Loðvík 16.
Barnfóstran fékk hlutverk rússneskrar barónessu sem var á heimleið til fjölskyldu sinnar í íburðarmiklum vagni.
Loðvík lék þjón hennar.
Þegar þau voru komin nokkuð langt frá París veifaði Loðvík til þegna sinna – sannfærður um ágæti dulargervisins.
En hann gleymdi einum mikilvægum hlut:
Allt sitt líf hafði þessi sjálfumglaði kóngur látið portrett af sér prýða bæði orður sem byggingar.
Einkennandi prófíll hans var einnig á öllum myntum og peningaseðlum. Póstmeistari nokkur bar kennsl á holdugt andlit hans með oddmjóa nefinu.
Nokkru síðar var fjölskyldan handtekin og tekin af lífi.