Maðurinn

Frjókornatímabilið versnar og lengist sífellt á komandi árum

Helsta plága vorsins kynni að valda enn fleiri rauðum augum og rennandi nefjum en við höfum vanist til þessa. Þetta sýna nýlegar rannsóknir þar sem vísindamenn spá fyrir um að hnatthlýnunin eigi eftir að orsaka það á komandi árum að frjókornatímabilið hefjist löngu fyrr en ella og verði alvarlegra en við eigum að venjast.

BIRT: 16/07/2023

Kláði í augum, stíflað nef og óheyrileg þreyta.

 

Frjókornaofnæmi er einkar óþægilegur kvilli sem milljónir manna um gjörvallan heim þjást af á hverju ári og sem getur á tímabilum gert okkur torvelt að stunda m.a. vinnu og nám.

 

Og ýmislegt virðist benda til þess að þessi leiðigjarna plága eigi einfaldlega eftir að aukast og styrkjast á komandi árum.

 

Þetta er niðurstaða viðamikillar bandarískrar rannsóknar sem gefur til kynna að frjókornatímabilið eigi eftir að lengjast og versna á komandi áratugum sökum hnatthlýnunar.

Frjókornin eru sæðisfrumur plantnanna

Þegar tré og grastegundir blómstra og fjölga sér gerist það með hjálp frjókorna en um er að ræða örsmá korn sem eru 0,0015 cm í þvermál en þetta táknar að þau séu innan við helmingur af þykktinni á hárstrái.

 

Það eru karlplönturnar sem losa frá sér þessi örsmáu korn en þau berast síðan með vindinum til plantna í grenndinni og frjóvga þær.

 

Frjókornin fela í sér erfðaefni plöntunnar, líkt og við á um sæðisfrumur í dýraríkinu og þegar frjókorn lendir á fræni frævunnar, frjóvgast plantan.

 

Frænið er sá hluti plöntunnar sem grípur frjókornin með límkenndu vaxi sínu og flytur þau áfram í „leg“ plöntunnar en um er að ræða samsafn frumna sem verða að fræjum þegar frjókornin fræva þær.

 

Frumurnar mynda sjálft plöntufræið og nýjar plöntur byrja að myndast.

Vísindamenn óttast að ofnæmissjúklingum fjölgi

Ef marka má rannsókn sem birtist í vísindatímaritinu Nature er hætt við að frjókornatímabilið færist fram um eina 40 daga í Bandaríkjunum á næsta áratug eða svo og muni vara 19 dögum lengur en raunin er nú.

 

Jafnframt þessu óttast vísindamenn að árlegt magn af frjókornum í loftinu geti aukist um alls 200% ef koltvísýringslosunin helst óbreytt frá því sem nú er.

 

Þessi þróun á sér þegar stað víða í Evrópu þar sem hnatthlýnunin hefur aukið plöntuvöxt og gert það að verkum að ógrynni frjókorna eru á sveimi í loftinu fyrr á vorin en áður þekktist.

 

Vísindamenn óttast fyrir vikið að ofnæmissjúklingum eigi eftir að fjölga til muna því hættan á ofnæmi eykst í samræmi við fjölgun frjókorna sem rata inn í slímhimnur okkar og lungu.

 

Loftslagsbreytingar ýta undir frjókornamyndun

Fjöldi frjókorna í loftinu ræðst af vexti plantnanna: Þegar vöxturinn eykst, fjölgar frjókornunum.

 

Loftslagsbreytingar skipta sköpum í þessu sambandi.

 

Hærra hitastig lengir nefnilega vaxtartímabil plantnanna og þannig gefst plöntunum aukinn tími til að mynda frjókorn og fjölga sér.

 

Jafnframt þessu er koltvísýringur gagnlegur ljóstillífuninni sem gerir það að verkum að plönturnar vaxa enn frekar og framleiða enn meira af frjókornum.

Líkaminn geymir upplýsingar um ofnæmi

Þegar ónæmiskerfið er búið að ákvarða að tiltekin ögn sé fjandsamleg, gleymir það því ekki aftur.

Frjókorn komast inn í frumuna í fyrsta sinn

Fyrst í stað finna framandi agnir, þ.e. ofnæmisvaldarnir á borð við blómafrjókorn, sér leið inn fyrir frumuveggina.

B-frumurnar skilja frá sér mótefni

B-frumur ónæmiskerfisins (gult) uppgötva ofnæmisvaldana sem komist hafa inn fyrir og bregðast samstundis við með því að mynda mótefnið IgE (blátt).

IgE festir sig við mastfrumurnar

IgE festir sig við yfirborð mastfrumnanna þannig að þær geta losað frá sér histamín sem hrindir af stað ofnæmisviðbrögðum.

Líkaminn er tilbúinn með varnir sínar í næsta sinn

Þegar ofnæmisvaldar komast leiðar sinnar næst inn í líkamann bera mótefnin kennsl á þær og mastfruman losar frá sér histamín.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.