Maðurinn

Nú geta læknar meðhöndlað svitalykt

Sviti veldur mörgu fólki verulegum óþægindum í daglegu lífi þess, en þess má geta að rakinn og lyktin geta gert sumt fólk óvinnufært. Nú geta læknar dregið úr svitaframleiðslunni með örbylgjum og losað fólk við vonda lykt með því að flytja svita annarra einstaklinga yfir á það.

BIRT: 10/02/2024

Maðurinn hefur ekki þvegið sér undir höndunum dögum saman.

 

Gamli svitinn hans skapar næringu fyrir milljónir gerla, sem fjölga sér taumlaust. Læknirinn tekur nú lítinn spaða og þrýstir upp að handarkrika mannsins, þaðan sem hann skefur blöndu af dauðum húðfrumum, bakteríum og svita.

 

Því næst biður hann annan einstakling, sjúklinginn, um að lyfta upp handleggjunum og þurrkar af spaðanum í handarkrika hans.

 

Lækningin kann að virka fráhrindandi á einhverja en að nokkrum dögum liðnum má hins vegar búast við að sjúklingurinn standi bæði lækninum og sveitta manninum í þakkarskuld.

 

Bakteríurnar í holhönd svitagjafans eru góðkynjaðar og hafa ekki þau áhrif að svitinn lykti illa. Þær eru nú í þann veg að koma sér fyrir í handarkrikum sjúklingsins.

 

Áður en langt um líður hafa gömlu bakteríurnar í handarkrikum sjúklingsins, sem höfðu í för með sér vondu lyktina, lotið í lægra halda fyrir þeim nýju  og sjúklingurinn er nú laus við niðurlæginguna sem fólst í svipbrigðum og augngotum fólks gagnvart svitalyktinni af honum.

LESTU EINNIG

Þessi svonefnda svitaígræðsla er ein margra aðferða sem gagnast í meðhöndlun á svita.

Ráðist er til atlögu við vondu lyktina með góðkynja bakteríum en einnig er unnt að takmarka svitamagnið með taugagasi og örbylgjum.

Þess má jafnframt geta að árið 2016 fundu kínverskir læknar erfðavísi sem kann að opna flóðgáttir svitans og greiða fyrir nýjum, áhrifameiri lækningaaðferðum gegn svita.

Við erum útbúin tvenns konar svitakirtlum

Við höfum yfir að ráða tveimur til fjórum milljónum svitakirtla, sem skiptast í tvær tegundir.

 

Þá fráseytnu er að finna um allan líkamann, en þó einkum á höndum og fótum. Þeir toppseytnu fyrirfinnast aðallega í handarkrikum og kringum kynfærin, geirvörtur og endaþarm.

Líkaminn með milljónir svitakirtla

Líkaminn hefur enga svitakirtla fremst á getnaðarlimi og sníp. Á fótum og höndum eru u.þ.b. 600 svitakirtlar á hverjum fersentimetra, og í handarkrika og enni er u.þ.b. 200 svitakirtlar á hverjum fersentimetra.

Toppseytnir svitakirtlar

Þeir toppseytnu (rautt) eru m.a. í handarkrikum og í kringum kynfæri, geirvörtur og endaþarm.

Fráseytnir svitakirtlar

Fráseytnu svitakirtlarnir (blátt) eru alls staðar á líkamanum en eru sérlega margir á höndum og fótum.

Líkaminn með milljónir svitakirtla

Líkaminn hefur enga svitakirtla fremst á getnaðarlimi og sníp. Á fótum og höndum eru u.þ.b. 600 svitakirtlar á hverjum fersentimetra, og í handarkrika og enni er u.þ.b. 200 svitakirtlar á hverjum fersentimetra.

Toppseytnir svitakirtlar

Þeir toppseytnu (rautt) eru m.a. í handarkrikum og í kringum kynfæri, geirvörtur og endaþarm.

Fráseytnir svitakirtlar

Fráseytnu svitakirtlarnir (blátt) eru alls staðar á líkamanum en eru sérlega margir á höndum og fótum.

Uppgufaður sviti kælir líkamann

Sviti er mikilvægur heilsu okkur, því án hans hefðum við enga stjórn á líkamshitanum.

 

Þegar sólin skín á okkur á hlýjum sumardegi, ellegar við reynum mikið á okkur í ræktinni, er eðlilegt að líkaminn hitni og við förum að framleiða svita.

 

Þegar svitinn liggur á húðinni hitar líkaminn hann, með þeim afleiðingum að hann gufar upp. Við þetta flytur svitinn hitann með sér út í andrúmsloftið og líkaminn kólnar.

 

Sé svitinn hins vegar þerraður af með handklæði, eða hann sjálfur rennur af okkur, á engin uppgufun sér stað og, fyrir vikið, heldur engin kæling.

 

Niðurstaðan er sú að líkaminn framleiðir einfaldlega meiri svita í því skyni að halda líkamshitanum í skefjum.

 

MÝTA: Við svitnum meira ef við erum í lélegu líkamsformi

Við svitnum raunar meira ef formið er gott. Einstaklingur í góðri þjálfun á auðveldara með að losa sig við umframhita. Afreksíþróttamenn byrja fyrr að svitna á æfingum en aðrir og losa sig við meiri svita.

 

Ósatt

 

Svitamyndun er stjórnað á litlu svæði sem nefnist undirstúka neðst í heilanum.

 

Svæði þetta gegnir hlutverki eins konar hitastillis, sem mælir hitastig blóðsins sem streymir gegnum heilann.

 

Sé hitastigið of hátt sendir undirstúkan taugaboð til þeirra tveggja til fjögurra milljóna svitakirtla sem staðsettir eru á víð og dreif á húðinni, nánast um allan líkamann, að undanskildum vörunum, forhúðinni og skapabörmunum, reðurhúfunni og snípshúfunni á kynfærunum.

 

Taugaboðin gera það að verkum að svitakirtlarnir byrja að framleiða svita.

 

2-4 milljón svitakirtlar dreifast um gjörvallan líkamann.

 

Hins vegar er langur vegur frá því að einungis hærri líkamshiti valdi því að við svitnum.

 

Streita, kvíði, taugaæsingur, sársauki og aðrar sterkar, neikvæðar tilfinningar valda því að randkerfi heilans virkjar svitakirtlana.

 

Stundum er talað um að „köldum svita slái út á okkur“ eða að við „svitnum á enninu“ og flest höfum við reynt það að svitna innan í lófunum við streituvaldandi aðstæður, svo sem á fyrsta stefnumóti.

 

Hiti og taugaveiklun kalla fram svita

Hvenær við svitnum ræðst af heilanum. Bæði hiti og neikvæðar tilfinningar, á borð við kvíða, taugaveiklun eða sársauka, geta leyst úr læðingi svita.

Heilinn mælir hitastigið

Svitinn stjórnast af heilasvæðinu undirstúku, svo og randkerfi heilans. Undirstúkan mælir hitastig blóðsins og hrindir af stað svitamyndun ef hitatsigið hækkar um of, en randkerfið kallar fram svitamyndun ef við fyllumst kvíða eða angist.

Taugaboð send

Boðin berast svitakirtlunum gegnum sjálfvirka taugakerfið, þ.e. þann hluta taugakerfisins er stjórnar ósjálfráðri líkamsstarfsemi. Við búum yfir tveimur gerðum svitakirtla, þeim fráseytnu, sem opnast á sjálfri húðinni, og þeim hlutseytnu, sem opnast í hársekk.

Taugar losa boðefni

Þegar boðin frá heilanum berast taugaendanum losnar boðefnið asetýlkólín rétt við frumur svitakirtilsins. Efnið flýtur stutta leið yfir að svitamyndunarfrumu og binst yfirborði hennar, en við það virkjast fruman.

Svitakirtlar losa svita

Svitakirtlarnir byrja að mynda svita sem berst gegnum kirtilinn, sem hefur svipaða lögun og göng, og þaðan upp á yfirborð húðarinnar. Hiti húðarinnar hitar upp svitann, sem gufar upp, og þannig losar líkaminn sig við umframhita út í loftið. Ef svitinn er þurrkaður af myndast nýr sviti.

 

Ástæðan hefur oft verið rædd og hugsanlegt er að þvalir lófar gagnist okkur til að ná betra taki og þetta getur reynst gagnlegt við erfiðar aðstæður í þróunarsögulegu samhengi, t.d. þegar forfeður okkar eltu villt dýr eða klifruðu upp eftir klettum.

 

Ef hins vegar svitamyndunin jókst um of, var hætt við að svitinn hefði orðið til trafala.

 

Lygamælar mæla svitamagnið

Svitaköst sem orsakast af tilfinningasveiflum eiga sér stað ósjálfrátt og engin leið er að stjórna þeim. Þetta hafa lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum fært sér í nyt.

 

Yfirvöld beita oft lygamælum, sem m.a. mæla svita í lófum og á fingurgómum þeirra sem liggja undir grun meðan á yfirheyrslum stendur.

 

Rangt svar við spurningu á borð við: „Skaust þú kærustu þína?“ myndi óhjákvæmilega hafa í för með sér streituviðbrögð sem svo kölluðu fram svita.

 

Lygamælar eru í grundvallaratriðum afar áreiðanlegir, því manninum reynist nánast ógerlegt að segja ósatt án þess að svitaframleiðslan aukist. Vandinn er bara sá að svitinn kynni að stafa af ótta við að vera dæmdur, þrátt fyrir sakleysi.

 

Þegar við segjum ósatt veldur kvíðinn því að við svitnum. Lygamælir mælir fyrir vikið hversu mikið sá grunaði svitnar á fingrunum.

Hlaupari svitnaði um þrjá lítra á klst.

Mörg þekkjum við óþægilega svitalyktina og blauta bletti undir höndunum og rannsóknir hafa leitt í ljós að rösklega fimmti hver einstaklingur álítur svita í holhönd vera vandamál.

 

Oftast nægir góður svitalyktareyðir til að takmarka vandann en í sumum tilvikum dugir það þó ekki til.

 

Aðrir svitna einfaldlega gífurlega mikið, ekki einungis í handarkrikunum, heldur einnig í lófum og á enninu, og blotna svo mikið af völdum eigin svita, að þeir neyðast til að skipta um föt nokkrum sinnum á dag.

 

Hjá þremur hundraðshlutum þjóðarinnar, sem samsvarar um tíu þúsund manns, er vandamálið svo alvarlegt að læknirinn sjúkdómsgreinir sjúklinginn með ofursvita, en með því er átt við óeðlilega mikla svitaframleiðslu.

 

Slíkir einstaklingar framleiða fjórum til fimm sinnum meiri svita en heilbrigt fólk.

 

Heilbrigt fólk framleiðir hálfan til tvo lítra af svita á sólarhring en þegar við erfiðum mikið líkamlega eða hitastigið hækkar til muna getum við framleitt allt það svitamagn á einungis klukkstund.

 

Bandaríski maraþonhlauparinn Alberto Salazar á óopinbert heimsmet í svitaframleiðslu. Þegar hann undirbjó sig fyrir ólympíuleikana í Los Angeles árið 1984 æfði hann í upphituðum klefa til að búa sig undir þann mikla hita og sterku sól, sem spáði hafði verið á hlaupadaginn.

 

Meðan á æfingunum stóð mældu vísindamenn svitaframleiðslu hans, sem nam 3,06 lítrum á klukkustund. Meðan á sjálfu hlaupinu stóð framleiddi hann 5,43 kg af svita, sem svaraði til rúmlega átta hundraðshluta líkamsþyngdar hans.

 

99% af svitanum er vatn. Afgangurinn er …

 • Natríum: 900 mg/l

 

 • Þvagefni: 300 mg/l

 

 • Kalíum: 200 mg/l

 

 • Mjólkursýra: 90 mg/l

 

 • Kalsíum: 15 mg/l

 

 • Magnesíum: 1 mg/l

 

 • Ammóníak: 0,5 mg/l

 

Svitakirtlar þeirra sem þjást af ofursvita losa langtum meiri svita en gerist og gengur hjá öðru fólki, án nokkurrar sýnilegrar ástæðu.

 

Þessi kvilli getur háð fólki verulega því stöðugur rakinn kann að leiða af sér uppþornun og langvinnar sýkingar, auk þess sem margir skammast sín fyrir að þurfa stöðugt að þurrka sér um lófana eða skipta um skyrtu.

 

Vandinn getur jafnframt undið upp á sig, því þeir sem fyllast streitu yfir að svitna gífurlega losa taugaboð úr heila, en þetta veldur því að svitinn streymir í enn meiri mæli.

 

Þetta getur orðið að eins konar vítahring, sem haft getur áhrif á tilfinningalífið og heft félagslíf einstaklingsins.

 

Vísindamenn kunna enga skýringu á kvillanum, sem einkum virðist leggjast á stúlkur. Kvillinn gerir yfirleitt vart við sig í æsku en ástandið versnar svo á  gelgjuskeiðinu og í sumum tilvikum varir það alla ævi.

 

Sumir telja að ofvirkni svitakirtlanna stafi af galla í taugakerfinu á meðan aðrir hallast helst að því að ástandið stafi af ójafnvægi í hormónaframleiðslu. Árið 2016 fundu kínverskir vísindamenn erfðavísi sem hugsast getur að sé sökudólgurinn.

Blóð í stað svita í andliti og á höndum

Dag einn á árið 2017 kom 21 árs ítölsk kona til læknis með blóði drifið andlitið. Þá blæddi einnig úr lófunum á henni, án þess að nokkur ör eða sár væru sýnileg. Konan tjáði lækninum að blæðingin hefði gert vart við sig á undanförnum þremur árum þegar hún væri kvíðin eða haldin streitu.

 

Við slíkar aðstæður er einmitt algengt að fólk svitni og læknirinn greindi hana fyrir vikið með sjúkdóminn blóðsvita. Þessi furðulegi sjómdómur hefur einungis greinst í örfá skipti.

 

Sumir vísindamenn telja að kvillinn geti stafað af því að blóð þrýstist gegnum æðarnar og út í svitakirtlana, þaðan sem það svo eigi greiða leið út á húðina, en nákvæm skýring hefur þó enn ekki fundist.

Vísindamenn hafa lengi búið yfir vitnesku um að ofursviti sé arfgengur að einhverju leyti. Um þrír hundraðshlutar þjóðarinnar þjást af sjúkdómnum ef en hann hrjáir nánustu fjölskyldu aukast líkurnar á að viðkomandi einstaklingur sé með kvillann upp í 50 pósent.

 

Yuan-Rong Tu og starfsfélagar hans við Fujian læknadeildina í Fuzhou í Kína höfðu áður grunsemdir um erfðavísinn AQP5, sem veldur myndun vatnsganga í frumuvegg svitaframleiðslufrumna.

 

Svitinn streymir bókstaflega úr þessum göngum og vísindamenn settu fram þá tilgátu að þeir sem þjáðust af ofursvita væru hugsanlega með fleiri vatnsgöng en aðrir.

 

Þegar vísindamennirnir báru fjölda vatnsganga saman við virknina í AQP5-erfðavísinum hjá 30 einstaklingum, sem sumir þjáðust af ofursvita en aðrir voru heilbrigðir, virtist kenningin eiga við rök að styðjast.

 

Ofursvitasjúklingarnir sem svitnaðu verulega mikið voru með þrefalt virkari AQP5-erfðavísi en heilbrigðu einstaklingarnir og þeir fyrrnefndu voru að sama skapi með helmingi fleiri vatnsgöng í svitakirtlunum en hinir.

 

Taugaeitur veldur þurrum handarkrikum

Kínversku vísindamennirnir hafa nú í hyggju að rannsaka hvort stökkbreyting í AQP5-erfðavísinum geri það að verkum að svitaframleiðslukirtlarnr framleiði fleiri vatnsgöng.

 

Þessa nýju vitneskju verður svo vonandi unnt að nota til að þróa ný lyf sem bælt geta virkni erfðavísisins, með þeim afleiðingum að frumurnar framleiði færri vatnsgöng, sem hægi á svitamyndunni.

 

Læknar hafa þegar reynt ýmsar lækningaaðferðir, sem hver um sig dregur úr svitamagninu.

 

Þvalar hendur og fætur er t.d. unnt að bleyta í vatnsbaði sem örlitlum rafstraumi er hleypt á. Ef marka má kenninguna gerir meðhöndlun þessi það að verkum að áljónir, sem hefta svitamyndun, leysa af hólmi saltjónir húðarinnar, sem eru rafhlaðnar sameindir. Virknin helst í örfáar vikur.

Bakteríur umhverfis svitaholur lifa af næringarefnum í svitanum. Sumar gerðir af bakteríum losa frá sér úrgangsefni sem lykta illa.

 

Önnur velþekkt meðferð felst í því að sprauta bótoxi í lófana eða handarkrikana, en um er að ræða sama efni og notað er til að slétta úr hrukkum.

 

Bótox er taugaeitur sem kemur í veg fyrir að taugaboð heilans virki svitakirtlana og meðhöndlunin gerir gagn í allt að sex mánuði. Enn önnur meðferð felst í því að hita svitakirtlana í holhöndinni með því að senda örbylgjur inn í húðina.

 

Svitaígræðsla eyðir lyktinni

Hvort heldur sem við svitnum gríðarlega mikið eða hugsanlega einungis örlítið, þá getur annar verulegur kvilli hrjáð okkur í sama mæli, en með því er átt við vondu lyktina.

 

Eins furðulega og það kann að hljóma, þá lyktar svitinn sjálfur ekki illa og í raun þarf að uppfylla tvö skilyrði til að einkennandi lyktin myndist.

 

Í fyrsta lagi verður svitinn að stafa frá þeim svitakirtlum sem kallast fráseytnir kirtlar og sem einkum er að finna í holhöndinni og í klofinu. Þeir gefa frá sér sérlega gerð af svita, sem auk þess að fela í sér hefðbundin sölt, jafnframt innihalda lífrænar sameindir á borð við mjólkursýru og þvagefni.

 

Í öðru lagi verða bakteríur að brjóta niður þessi fyrrgreindu efni, og þau að breytast í daunill úrgangsefni, til þess að svitinn lykti illa.

 

MÝTA: Gervifatnaður gerir svitalyktina verri

Bakteríur sem valda því að sviti lyktar illa þrífast mjög vel í gerviefnum. Þetta kom í ljós í tilraun sem gerð var við Ghent háskólann, þar sem 26 þátttakendur stunduðu hjólreiðar á þrekhjóli, ýmist í bómullar- eða gerviefnafatnaði.

 

SATT

 

Vísindamenn vita enn sem komið er ekki hvers vegna við framleiðum eina tegund svita í handarkrikum og klofi en að öllum líkindum er um að ræða arfleifð úr fortíðinni, þegar við sendum frá okkur ummerki um kynlífslöngun með tiltekinni lykt.

 

Samsetning baktería í handakrikum er breytileg frá einum einstaklingi til annars.

 

Af þeim bakteríum sem þrífast í handarkrikum eru einkum þrjár sem valdið geta lyktarmyndun í svita: Klasagerlar, Coryne-bakteríur og Anaerococcus-bakteríur.

 

Hver þessara tegunda býr yfir sinni einstöku lykt og því hærra sem hlutfall þeirra er af samanlögðu bakteríumagninu, þeim mun meiri verður lyktin.

 

Þrjár bakteríutegundir gera svitann illa þefjandi.

Hver og ein þeirra býr yfir sinni einkennandi lykt.

 

 • Corynebacterium – Geitalykt

 

 • Staphylococcus – Lauklykt

 

 • Anaerococcus – Kúmenlykt

 

 

Árið 2013 tókst belgíska lækninum Chris Callewaert við Kaliforníuháskóla í San Diego að sýna fram á að níu einstaklingar sem þátt tóku í tilraun hans voru með gjörólíka bakteríuflóru í handarkrikunum og ólíka samsetningu bakteríutegundanna þriggja sem ollu slæmri lykt.

 

Í kjölfarið gerði hann svo tilraun, sem hann síðan kunngjörði árið 2016.

 

Í tilraunaskyni studdist Callewaert við 18 pör náinna ættingja, þar sem annar aðlilinn þjáðist af slælegri lykt úr handarkirkunum en hinn var með hlutlausari lykt.

 

Hann skóf svolítið af bakteríuflórunni í handarkrikum þeirra sem ekki lyktuðu illa og bar hana á handakrika illa lyktandi ættingjanna.

 

Hópur lyktarsérfræðinga, með sérlega gott þefskyn, fengu síðan það hlutverk að þefa reglulega úr handarkrikum þátttakendanna og niðurstöðurnar lofuðu heldur betur góðu.

 

Hjá 16 pörum af þeim 18 sem þátt tóku, tókst að bæta lykt þess illaþefjandi svo um munaði eftir einungis örfáa daga. Þessi virkni hélst óbreytt í minnst þrjá mánuði, og allt sex mánuði meðal helmings þátttakendanna.

 

Þrjár meðferðir stöðva svitann

Í flestum tilvikum nægir að bera á sig svitalyktareyði til að uppræta vandamál tengd svita. Ef þetta dugir ekki geta læknar meðhöndlað mikinn svita úr handarkrikum með örbylgjum, auk þess sem taugabrautir hafa stöku sinnum verið skornar í sundur í lófum sem svitnuðu mikið.

Örbylgjur brenna burtu svitakirtla

Læknirinn sendir örbylgjur inn í holhöndina með litlu tæki, þannig að undirhúðin hitnar og svitakirtlarnir eru benndir í burtu. Árið 2012 meðhöndlaði húðlæknirinn Mark Lupin frá British Columbia háskólanum í Kanada alls 31 einstakling, sem allir svitnuðu gífurlega. Meðferðin fólst í tveimur örbylgjumeðferðum með þriggja mánaða millibili. Ári eftir meðhöndlunina gátu sjúklingarnir glaðst yfir því að þeir svitnuðu að meðaltali 84 prósent minna en áður.

Svitalyktareyðir vinnur bug á raka og lykt

Tilteknar tegundir af svitalyktareyði fela í sér álsölt, sem stífla svitaholurnar þannig að svitamyndun minnkar. Svitalyktareyðir kann einnig að fela í sér vítissóda, sem breytir rokgjörnum úrgangsefnum bakteríanna í sölt, með þeim afleiðingum að vond lyktin gufar ekki upp.

Sundurskorin taug leiðir af sér þurrar hendur

Svituga lófa er unnt að lækna með skurði á hlið brjóstsins, þar sem taugatengingarnar við svitakirtla handanna eru skornar í sundur. Aðgerðin er flókin og er aðeins notuð í erfiðum tilvikum, því taugaþræðirnir liggja á utanverðum hryggnum og hætt er við að aðrar taugar geti skemmst.

 

Áður en hafist er handa við að smyrja sig með svita annarra getur reynst gagnlegt að stinga eyrnapinna inn í eyrað og kanna hvað kemur úr eyranu.

 

Ef eyrnamergurinn er harður og þurr er sennilega óþarfi að hafa áhyggjur af svitalyktinni úr handarkrikunum.

 

Þeir sem eru með harðan eyrnamerg eru nefnilega með það afbirgði af erfðavísinum ABCC11 sem ekki einungis framleiðir þessa tilteknu gerð af eyrnamerg, heldur sér jafnframt til þess að svitinn úr fráseytnu svitakirtlunum feli í sér lítið af þeim efnum sem bakteríurnar umbreyta í daunillar sameindir.

 

Þetta afbrigði erfðavísisins er algengt í Asíu, þar sem vandamál tengd svitalykt eru langtum sjaldséðari en á Vesturlöndum.

 

Eyrnamergurinn í okkar heimshluta er yfirleitt mjúkur og rakur og þetta tvennt tengist að öllu jöfnu sveittum handarkrikum.

 

MÝTA: Sviti leiðir af sér bletti undir ermunum

Blettir á fötum stafa ekki af sjálfum svitanum, heldur úr málminum áli sem er að finna í mörgum tegundum af svitalyktareyði. Málmurinn hvarfast við svitann og þetta leiðir af sér litabreytingu á fötunum.

 

Ósatt

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Gorm Palmgren

Shutterstock,© Henning Dalhoff,

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Vinsælast

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

5

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

6

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

6

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Lifandi Saga

Í fallhlíf til helvítis: Slökkviliðsmenn stukku beint niður í eldhafið

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

5 fornleifafundir sem raskað hafa sögu mannsins

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Sagt er að franska drottningin María Antonía, betur þekkt sem Marie-Antoinette, hafi orðið hvíthærð kvöldið áður en hún var hálshöggin árið 1793. Er þetta yfirleitt hægt?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is