Hvers  vegna svitnum við?

Við svitnum til að kæla líkamann, sem gerist þegar svitinn gufar upp. Hvort hrífur þá betur, að leyfa svitanum að liggja á t.d. enninu eða að þurrka hann af jafnóðum?

BIRT: 27/01/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Sviti gagnast líkamanum við að hafa hemil á hitastiginu og því þykir aðeins ráðlegt að þurrka svitann, t.d. af enninu og öðrum hlutum líkamans, ef svitinn bogar af okkur.

 

Annars heftum við nefnilega kælandi áhrifin, en sviti gagnast okkur með því að mynda þunnt rakalag á húðinni, þaðan sem vökvinn gufar upp.

 

Uppgufun eyðir meiri orku í að knýja umbreytinguna úr vökva yfir í vatnsgufu og orkan er sótt í umframhita líkamans. Ferli þetta er svo afkastamikið að hvert gramm af svita eyðir 2,427 joule (J) þegar hann gufar upp.

Líkaminn framleiðir tvær tegundir af svita

Sviti á enni

Flestir svitakirtlar líkamans, m.a. á höndum og enni, eru svokallaðir fráseytnir svitakirtlar. Svitinn sem stafar frá þessum stöðum er nánast hreint vatn með örlitlu salti.

Menn í skyrtum svitna

Í handarkrikum, við nára og umhverfis naflann, er að finna svokallaða toppseytna svitakirtla, sem skilja eftir sig þykkt, lyktandi svitaseyti með fitu- og úrgangsefnum í.

Sviti gegnir mörgum hlutverkum

Sviti hefur einnig öðrum hlutverkum að gegna en einvörðungu að vera hitastillandi, en sem dæmi losar líkaminn sig við ýmis efni með svita.

 

Í kínverskri rannsókn, sem gerð var árið 2016, kom jafnframt í ljós að líkaminn notar svitaholur til að losa sig við þungmálma á borð við kvikasilfur.

 

Sviti á að sama skapi þátt í að halda húðinni heilbrigðri og bakteríumagninu í lágmarki.

BIRT: 27/01/2023

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is