Maðurinn

Fyllerí: Svona slævir áfengi heilann

Strax eftir fyrsta glasið skilur áfengið eftir sig ummerki í heilanum og líkamanum.

BIRT: 15/11/2022

Þegar bjór, léttvín og sterkt áfengi renna gegnum kverkarnar niður í maga og út í blóðið gera fyrstu einkennin vart við sig sem léttleiki og hamingja. Áfengisneyslan heftir fyrst og fremst getu heilans til að senda boð fram og til baka.

 

Í dönsku kvikmyndinni „Drykkja“ sem vann til Óskarsverðlauna, er drykkja rannsökuð til hlítar og jafnframt er einblínt á hvað gerist þegar áfengismagnið eykst.

 

Efni kvikmyndarinnar byggir á misskilinni kenningu sem norski geðlæknirinn Finn Skårderud setti fram í tuttugu ára gamalli bók um léttvín en samkvæmt henni erum við fædd með áfengisstyrk í blóðinu sem er 0,5 prómillum of lágur.

 

Í kvikmyndinni og raunveruleikanum hefur áfengismagn í blóðinu víðtækar afleiðingar á bæði líkamann og heilann.

 

Áfengið ratar auðveldlega til heilans

Áfengi er efnasamband sem verður til á náttúrulegan hátt þegar t.d. ávextir gerjast. Þess má geta að áfengi er flokkað sem slævandi vímuefni.

 

Þegar áfengissameindirnar komast inn í líkamann og alla leið að veggjum magans og smáþarmanna, flytja svonefndar þekjufrumur þær yfir í blóðrásina.

 

Fylgið ferðalagi áfengisins úr bjórglasi yfir í æðarnar

Blóðið felur nú í sér örfáa þúsundustu hluta af áfengi – eitt prómill – sem er dælt áfram og veldur þægilegri tilfinningu í líkamanum með því að víkka út æðarnar.

 

Heilanum berast um 15-20% af blóðtilfærslu líkamans og sökum þess að blóðið, eðli málsins samkvæmt, leitar í svæði með lægra áfengismagni, kemst áfengið alla leið inn í sjálfan heilann.

Áfengi þröngvar sér gegnum skjöld heilans

Sameindir í vökva hafa tilhneigingu til að fara á staði með minni styrk, einnig hvað varðar áfengismagn í blóði. Þegar áfengið kemst í heilavefinn reynir það fyrir vikið að finna sér leið inn.

 

Flestar sameindir eiga í basli með að komast inn í heilann, sökum verndarstarfsemi sem kallast blóð-heilaþröskuldur. Áfengi er á hinn bóginn búið þeim eiginleikum að sameindirnar eru smáar og jafnframt fitusæknar sem táknar að þær eru uppleysanlegar í fitu og lauma sér fram hjá verndarhimnum heilans. Meðal annars nikótín og heróín komast til heilans á sama hátt.

Í heilanum festir áfengið sig við taugaboðefni sem flytja taugaboð frá einni heilafrumu til annarrar og slæva flutningshraða frumnanna. Heilinn lendir í basli með að hugsa skýrt og viðbragðstíminn lengist.

 

Hlutar heilans verða fyrst í stað fyrir jákvæðum áhrifum af völdum áfengisdrykkjunnar með því að hormón á borð við serótónín og endorfín losna úr læðingi og lyfta lundinni.

Þannig hefur áfengi áhrif á heilann

Jafnvel eitt eða tvö glös hafa áhrif á heilann og þar með einnig líkamann. Örfáum mínútum eftir fyrsta glasið byrjar áfengið smám saman að slæva heilann, líkt og við á um deyfilyf.

Prómill: 0,5

Ástand: Við verðum slök, líður vel og hömlur minnka.

 

Heilasvæði sem líður fyrir: Heilabörkurinn.

 

Geta sem slævist: Aðgæsla, dómgreind.

 

Prómill: 1,0

Ástand: Þægilegt, tilfinninganæm, tilfinningasljó, flökurleiki, þreyta.

 

Heilasvæði sem líður fyrir: Heilabörkur, framheili.

 

Geta sem slævist: Minni, samhæfing – einkum fínhreyfingar.

 

Prómill: 2,0

Ástand: Skapsveiflur, reiði, depurð, oflæti.

 

Heilasvæði sem líður fyrir: Heilabörkur, framheili, litli heili.

 

Geta sem slævist: Félagsfærni, sjónræn einbeiting, skynsemi, þrívíddarsjón, tal, jafnvægi.

 

Prómill: 3,0

Ástand: árásargjörn, tilfinningasljó, depurð, svefnhöfgi.

 

Heilasvæði sem líður fyrir: Heilabörkur, framheili, litli heili, heilastofn.

 

Geta sem slævist: Hitastjórnun, blöðrustjórnun.

 

Prómill: 4,0

Ástand: Meðvitundarleysi, dásvefn, hugsanlega dauði.

 

Heilasvæði sem líður fyrir: Allur heilinn.

 

Geta sem slævist: Öndunargeta, hjartsláttur.

 

Prómill: +5,0

Ástand: Mikil hætta á dauða

Áfengi skilur eftir sig ummerki, bæði til skamms og langs tíma litið

Bæði búkurinn og heilinn gjalda óhóflegri áfengisneyslu dýru verði. Lifrin hamast við að brjóta niður vínandann og framleiðir um leið eiturefnin sem valda timburmönnunum.

 

Þegar fram líða stundir getur lifur sem er undir stöðugu álagi myndað fitu eða örvef og hætt að starfa sem skyldi. Áfengisneysla áfengissjúklinga getur enn fremur haft í för með sér minnisglöp.

 

Til skamms tíma litið hefur áfengið aðeins vatnslosandi áhrif og vökvatapið gerir það að verkum að heilinn skreppur saman sem útskýrir þurran munn og höfuðverkinn næsta dag.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jeppe Woicik,

Henrik Ohsten,© Dreamstime & Claus Lunau

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn veslast upp af einsemd

Lifandi Saga

Af hverju er svona erfitt að taka Krím?

Heilsa

Yfir helmingur jarðarbúa fær allt of lítið af lífsnauðsynlegum næringarefnum

Maðurinn

Nýleg rannsókn: Vika án nettengingar er holl fyrir sálina

Heilsa

Morgunmatur skiptir höfuðmáli fyrir geðheilsu barna og unglinga.

Alheimurinn

Milljarðamæringur fer í fyrstu geimgöngu sögunnar á vegum einkaaðila.

Náttúran

Af hverju er haustlauf í svo misjöfnum litum?

Lifandi Saga

Gleymdur frumkvöðull vökvaði eyðimörkina

Maðurinn

Hvers vegna gnísta sumir tönnum – og er það skaðlegt?

Lifandi Saga

Skilnaðir voru daglegt brauð í Róm og Babýlon

Maðurinn

Þannig búa sólageislar þig undir skammdegið

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is