Geimfari tók 6-járn með til tunglsins.
Leiðangurinn fyrir Apollo 14-geimfarana felst í að sækja sýni af tunglinu og flytja til jarðar. En geimfarinn Alan Shepard hefur troðið einu golfhöggi inn í verkefnið.
„Í vinstri hönd er ég með litla hvíta kúlu sem milljónir Bandaríkjamenn þekkja“, segir þessi reyndi geimfari áður en hann lætur kúluna falla niður í tunglrykið og slær hana með sínu heimasmíðaða 6-járni.
Golfbolti getur svifið kílómetra
Shepard slær tvo golfbolta út í eyðilegt landslagið á tunglinu og segir eftir síðara höggið: „Miles and miles and miles“ (Mílur eftir mílur eftir mílur).
Á tunglinu er enginn lofthjúpur, engin vindmótstaða og mun veikari þyngdarkraftur en á jörðu. Og því er fræðilega mögulegt að golfbolti geti svifið marga kílómetra áður en hann lendir.
Mynd frá Apollo 14-leiðangrinum fangar einn af golfboltum Alan Shepards á tunglinu. Boltinn sveif einungis nokkur hundruð metra.
Apollo-14 var farsæll leiðangur
Eftir heimkomuna þótti Apollo-14 afar vel heppnaður leiðangur. Geimfararnir söfnuðu saman heilum 45 kílóum af sýnum og settu met í löngum göngum um tunglið í heila níu tíma samanlagt.
Golfgeimfarinn Alan Shepard hefur einnig sýnt að hann kann margt annað en að spila golf: Hann gekk 2,7 kílómetra á tunglinu – meira en nokkur annar geimfari.