Í milljónum manna, sem árlega veikjast af Alzheimer af ókunnum ástæðum, rýrnar heilinn smátt og smátt.
Nú hafa erfðafræðingar hjá MIT-stofnuninni í BNA fundið mögulega lækningu.
Heilavefur fullur af klumpum
Rannsóknir hafa áður sýnt að genaafbrigðið APOE4 eykur hættuna á Alzheimer í samanburði við algengari útgáfuna APOE3.
Vísindamennirnir ræktuðu tvær gerðir heilafrumna, aðra með APOE4 og hina með APOE3.
Í APOE4-vefinn var síðan bætt þeim klumpum, sem þekkjast í Alzheimersjúklingum.
CRISPR stöðvar klumpamyndun
Næst beittu vísindamennirnir genaskærunum CRISPR, sem notuð eru til að skipta út genum í erfðamengi frumna.
Breytingin hafði mjög afgerandi áhrif. Ekki aðeins hættu klumparnar að vaxa, heldur drógust þeir beinlínis saman.
APOE3-afbrigðið virðist sem sagt geta hreinsað til í heilavef, sem þegar er byrjaður að rýrna.
Vísindamennirnir undirstrika reyndar að til hreinsunar þurfi flókið samspil margra gena, en þeir telja þó að APOE3 gæti reynst lykillinn að framtíðarerfðabreytingu gegn Alzheimer.
Aðferðin gæti mögulega bæði komið í veg fyrir sjúkdóminn og læknað hann.