Nýtt lyf gæti stöðvað þróun alzheimers

Nú gæti verið að fundist hafi efni sem geti stöðvað framrás þessa ólæknandi sjúkdóms. Það er þá í fyrsta sinn sem það tekst.

BIRT: 22/06/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Á heimsvísu þjást ekki færri en 55 milljónir af heilahrörnun og í 60-70% tilvika er alzheimer ástæðan. Víða um heim hafa vísindamenn lengi reynt að finna lyf sem geti stöðvað framrás þessa sjúkdóms.

 

Og á þeirri leið kynni nú að hafa verið stigið mikilvægt skref.

 

Í svonefndum þriðja fasa-tilraunum segja vísindamennirnir að tiltekið efni hafi náð að hægja á vitsmunahrörnun stórs hóps alzheimersjúklinga um 27% á 18 mánuðum.

 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu lyfjafyrirtækjanna Biogen og Eisai.

 

Í tilrauninni tóku 1.795 alzheimersjúklingar þátt, allir með sjúkdóminn á byrjunarstigi og tilraunin stóð í eitt og hálft ár.

 

Helmingur þátttakenda fékk sprautu með Lecanemab tvisvar í viku en hinn helmingurinn var sprautaður með lyfleysu.

Alvarlegar aukaverkanir

Við tilraunina skráðu læknarnir allnokkra áhættuþætti tengda Lecanemab.

 

  • 12,5% þeirra sem fengu lyfið, fengu heilabólgur.

 

  • 17% þeirra sem fengu lyfið, fengu vægar heilablæðingar.

 

  • En aðeins 3% þeirra sem fengu lyfið, fengu nokkur einkenni bólgna eða blæðinga.

 

  • Til samanburðar skráðu vísindamenn heilabólgur hjá 40% þeirra sem fengu lyfið aducanumab sem er viðurkennt í Bandaríkjum.

Í upphafi var nákvæmlega aðgætt hve langt sjúkdómurinn væri kominn og eftir á mátti sjá að þeir sem höfðu fengið lyfið stóðu sig 0,45 stigum betur á 18 stiga kvarða en þeir sem fengu lyfleysu.

 

En þótt niðurstöðurnar séu gleðjandi að sögn vísindamannanna, er rétt að bíða enn um sinn með fagnaðarlætin. Um þetta segir Steen Fredriksen yfirlæknir hjá heilabilunarrannsóknarstofnun Danmerkur:

 

„Við höfum einungis séð niðurstöðurnar í fréttatilkynningu frá lyfjafyrirtækjunum. Á grundvelli þeirra er ég þó hóflega bjartsýnn. Lyfið virðist hafa áhrif bæði á þróun sjúkdómsins og dæmigerð einkenni, svo sem minni sjúklinga og getu þeirra í daglegu lífi,“ segir hann.

 

Gæti verið fyrsta skrefið

Lecnemab er svokallað mótefni sem ræðst beint að prótíninu beta-amyloid sem safnast upp í klumpa og sumir vísindamenn telja orsök alzheimers.

 

Að því leyti minnir efnið á lyfið Aduhelm sem er viðurkennt í Bandaríkjunum. Öfugt við Aduhelm ræðst Lecanemab einnig á þá beta-amyloid-búta sem enn hafa ekki límt sig saman.

 

Reynist endanlegar niðurstöðurnar jafn góðar og úr þessari tilraun, gæti lyfið orðið hið fyrsta í Evrópu sem ekki einungis dregur úr þróun sjúkdómsins, heldur stöðvar hana.

BIRT: 22/06/2023

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © National Institutes of Health / Wikimedia Commons. © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is