Maðurinn

Herpes: Bólusetning á að vinna bug á algengum kynsjúkdómi

Fólk finnur fyrir kitli í munnvikum og kláða við kynfæri þegar einkenna herpesveirunnar verður vart. Fjórir milljarðar manns kljást við veiruna hverju sinni en nú er nýju bóluefni ætlað að stöðva þessa óværu og jafnframt að lækna þá sem hafa smitast.

BIRT: 18/05/2023

Lokaprófið er eftir örfáa daga og tilhugsunin um kennarann og prófdómarann sitjandi við prófborðið hefur valdið kvíða hjá nemandanum í nokkrar vikur.

 

Eins og það væri nú ekki nóg, heldur bætist nú við kláði og sviði á efri vör og að nokkrum klukkustundum liðnum brýst fram rauður þroti, svo og vökvafylltar blöðrur.

 

Blöðrurnar springa eftir einn til tvo daga og úr þeim kemur glær eða hvítur vökvi.

 

Tímasetningin gæti ekki verið verri því á sama tíma og munnlega prófið á að fara fram hafa blöðrurnar skilið eftir sig nokkur opin sár, sem minna einna helst á eldgíga með gulleitum brúnum umhverfis.

 

Sárin eru viðkvæm og óþægileg og ekki beinlínis til þess fallin að auka sjálfstraustið þegar munnlega prófið hefst.

Staðreyndir: Herpes

Fyrsta herpessmitið er ætíð það alvarlegasta, en seinni smit verða bæði vægari og sjaldséðari.

 

Einstaklingum sem hafa smitast af HSV-2 er hættara við HIV-smiti en öðrum, en á bilinu 60-90% allra HIV-smitaðra hafa smitast af HSV-2-veirunni.

 

Herpesveiran, eða áblásturveiran, tilheyrir stórri ætt veira, sem felur í sér rösklega 130 veirugerðir og af þeim geta HSV-1, HSV-2, auk sjö annarra, lagst á fólk.

 

 

Um þriðjungur allra fullorðinna þekkir tilfinninguna, því þeir fá reglulega svokölluð kvefsár, sem einkum gera vart við sig á tímabilum sem einkennast af streitu ellegar þegar ónæmiskerfið er veiklað, þegar við t.d. kvefumst, sem skýrir hvers vegna sárin kallast jafnframt kvefsár.

 

Aðrir fá nákvæmlega sömu einkenni í klofinu, en þar myndast blöðrurnar við kynfærin.

 

Í báðum tilvikum brýst herpesveiran út af völdum ólíkra gerða sömu veirunnar, þ.e. herpes simplex-veirunnar, öðru nafni HSV.

 

Veiran sleppur framhjá ónæmiskerfinu og kemur sér fyrir sem óboðinn gestur í taugafrumum líkamans, þaðan sem hún á ekki afturkvæmt.

 

0,1% allra barna fæðist með kynfæraherpes (kynfæraáblástur) sökum þess að móðirin er með herpessýkingu þegar hún fæðir barnið. Barnið á á hættu að fá einkenni á húð, svo og hita og augnsýkingu. Ef sýkingin er ekki meðhöndluð kann hún að hafa í för með sér heilabólgu í nýfæddum börnum.

 

Veiran brýst út öðru hverju og blöðrur myndast á þeim líkamshluta sem fyrir smitinu varð. Einkennanna verður oftar vart í einstaklingum með lélegt ónæmiskerfi en öðrum.

 

Til þessa hefur verið talið ógerlegt að forðast og lækna áblástur, öðru nafni herpes, en nýtt bóluefni hefur gefið góða raun í tilraunum á dýrum.

 

Bóluefnið ræðst til atlögu við þrjár gerðir próteina á yfirborði veirunnar og heldur óværunni frá frumum líkamans. Bóluefnið bætir að sama skapi getu ónæmiskerfisins til að vinna bug á veiruögnunum.

 

Vonir eru bundnar við að bóluefnið geti gert þá bólusettu ónæma gegn smiti og læknað jafnframt þá sem þegar hafa smitast.

 

Herpes: Tvær tegundir veira

Um tveir þriðju hlutar íbúanna eru með eina af tveimur tegundum herpes. Í versta falli geta verurnar leitt til heilabólgu og skemmda á hornhimnu augans.

Frunsur

Veirugerð: HSV-1. Hlutfall smitaðra fullorðinna í heiminum: 67%. Algeng smitleið: Kossar. Liggur í dvala í: Taugaþráðum við eyrað. Verstu fylgikvillar: Skemmdir á hornhimnu augans.

Herpes á kynfærum

Veirugerð: HSV-2. Hlutfall smitaðra fullorðinna í heiminum: 10-20% Algeng smitleið: Samfarir. Liggur í dvala í: Taugaþráðum við rófubeinið. Verstu fylgikvillar: Heilabólga í nýfæddum.

Rösklega 130 ólíkar gerðir af herpesveiru fyrirfinnast og níu þeirra geta sýkt fólk.

 

Herpes simplex-veirurnar tvær, HSV-1 og HSV-2, eru þeirra algengastar og þær sem erfiðast er að vinna bug á.

 

Veiran HSV-1 sýkir einkum húðfrumur umhverfis varirnar og leiðir af sér kvefsár en HSV-2 ræðst oftast til atlögu við húðina umhverfis kynfærin og endaþarminn þar sem hún hefur í för með sér kynfæraherpes.

 

HSV er ágeng í húðfrumum

Veirugerðirnar tvær hafa hemil hvor á annarri, en með því er átt við að lítil hætta sé á að þeir sem smitast hafa af annarri gerðinni eigi eftir að smitast af hinni síðar meir.

 

Þessi staðreynd skýrir hvers vegna um 67% allra fullorðinna eru smitaðir af HSV-1 en einungis 25% af HSV-2: Foreldrar smita oft börnin sín með HSV-1 með kossum og nærveru.

Mýta: Streita leiðir af sér kvefsár

Herpes getur brotist út ef við upplifum streitu, okkur verður mjög heitt eða þegar hormónabreytingar eiga sér stað. Að öllum líkindum hafa ofangreind atriði þau áhrif á tilfinningataugarnar að þær vakna af dvala og í þeim er svo að finna veiruna.

 

Mýtan er sönn

Fyrir vikið fá margir kvefsár á unga aldri en þegar þeir hinir sömu eru farnir að stunda kynlíf síðar meir og er hætt við að smitast af HSV-2 sjá hvimleiðu sárin á vörunum til þess að halda keppinaut sínum á neðri hluta líkamans í skefjum.

 

Maðurinn flutti veiruna með sér

Báðar HSV-veirurnar ráðast til atlögu við húð- og taugafrumur en sýkingin á sér stað með gjörólíkum hætti í frumugerðunum tveimur.

 

Í húðfrumum er veiran virk og ágeng og eftir að hún hefur fjölgað sér hvað eftir annað springur fruman og leitar út í þeim tilgangi að smita nýjan einstakling.

 

Í taugafrumunum liggur hún hins vegar mestmegnis í dvala og veldur engum óskunda í frumunni. Hún verður þar hins vegar áfram um aldur og ævi.

 

Á nokkurra mánaða eða ára millibili vaknar hún svo úr dvalanum og myndar tiltölulega fáar nýjar veirur sem yfirgefa taugafrumuna og ráðast þess í stað til atlögu við húðfrumur einstaklingsins þar sem þær hafa í för með sér ný vökvafyllt sár.

 

Með þessu móti er HSV-veiran stöðugt viðbúin í taugunum og getur vaknað til lífsins öðru hverju og einkennin komið fram.

40% minni hætta á kynfæraherpes ef líkaminn er að kljást við frunsur fyrir, því HSV-1-veiran ver yfirráðasvæði sitt og heldur HSV-2-veirunni undan.

HSV er verulega framgangsrík veira og vísindamenn telja að hún hafi tengst manninum nánast gjörvalla þróunarsöguna.

 

Veirunnar hefur sennilega fyrst orðið vart í Afríku og erfðafræðilegar rannsóknir á nokkrum HVS-veirugerðum gefa til kynna að hún hafi byrjað að dreifa sér víðs vegar um heiminn fyrir hartnær 60.000 árum þegar fyrstu mennirnir fluttust frá Afríku.

 

Veiran hefur yfir að ráða tvíþættri getu, sem skýrir hversu framgangsrík hún er. Hún er í fyrsta lagi einkar lunkin í að villa á sér heimildir og að hörfa, sem gerir það að verkum að hún getur falið sig gagnvart ónæmiskerfinu.

 

Þá væri einnig hægt að líkja veirunni við einstaklega lymskulegan innbrotsþjóf, sem getur stungið upp lása frumnanna, komið sér fyrir inni í þeim og stundað þar smit um aldur og ævi.

Herpes lifir tvöföldu lífi í húðinni og taugunum

Herpesveiran sýkir bæði húð- og taugafrumur en veiran hegðar sér á ólíkan hátt, allt eftir því hvar hana er að finna. Í húðinni veldur hún eyðileggingum og deyðir frumurnar. Í taugum liggur hún hins vegar í dvala án þess að gera óskunda. Hún vaknar þó öðru hverju og flyst með tauginni yfir í húðina þar sem hún deyðir.

Veiran leggst á frumukjarna

HSV-veirur berast með kossum eða samförum yfir á húð varanna og slímhimnur kynfæranna. Líkt og frumurnar eru veirur einnig umluktar fitukenndri himnu. Himnurnar tvær renna saman og þannig kemst veiran inn í frumuna. Veiran tengir sig við frumukjarnann og kemur DNA-erfðaefni sínu fyrir inni í honum. Erfðavísarnir virkjast og mynda ný afrit af veirunni.

Leggst í dvala í taugunum

Sumar veirur komast gegnum húðina og sýkja tilfinningataug. Veirurnar komast með tauginni að taugaþráðum, sem ýmist eru staðsettir við eyrað (HSV-1) eða rófubeinið (HSV-2). Þar losar veiran DNA-erfðaefni sitt inn í frumurnar og leggst í dvala.

Veiran vaknar og leitar út í húðina

Veirugenin vakna af dvalanum með óreglulegu millibili. Sumar veirur komast með tauginni þangað sem hún kvíslast undir húðinni. Þar kemst veiran út með því móti að fruman verður umlukin fitukenndri himnu.

Brostnar frumur leiða af sér blöðrur

Veiruagnirnar fara gegnum neðsta lag húðarinnar upp í húðfrumur í yfirhúðinni (HSV-1) ellegar frumur í slímhimnunni (HSV-2). Þar byrja þær að sýkja frumur, sem leiðir af sér frumudauða og blöðrur. Brostnu blöðrurnar losa frá sér veirur í þúsundatali.

Í því skyni að vinna bug á hugvitssamlegri veirunni hafa bandarískir vísindamenn þróað bóluefni sem ræðst til atlögu við nákvæmlega þessa eiginleika HSV-veirunnar.

 

Harvey Friedman við háskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum er í forsvari fyrir bólusetningarátaki sem kynnti niðurstöðu fyrstu herpesrannsókna á dýrum í árið 2017.

 

Vísindamennirnir meðhöndluðu alls 36 naggrísi með nýju bóluefni sem ætlað er að vinna gegn HSV-2. Kenning vísindamannanna var sú að  að dýrin myndu þróa mótefni sem gerði það að verkum að ónæmiskerfið ynni bug á sýkingu og veitti vörn gegn kynfæraáblæstri.

 

Tveimur vikum síðar gengu vísindamennirnir svo úr skugga um áhrifamátt bólusetningarinnar með því að koma fyrir stórum skammti af HSV-2-veirum við kynfærin.

 

Einungis eitt þessara 36 bólusettu dýra sýktist og fékk blöðrur við kynfærin. Alls 23 af 24 óbólusettum dýrum sýktust.

 

Tíðni HSV-2 smits eykst með aldrinum, einkum meðal kvenna

HSV-2-veiran smitast nær eingöngu við samfarir og fyrir vikið er hætt við smiti hjá þeim sem eru byrjaðir að stunda kynlíf.

 

Stöðugt fleiri smitast með hækkandi aldri og konum er langtum hættara við smiti en körlum.

 

32% allra kvenna á aldrinum 40 til 49 ára hafa smitast af HSV-2.

 

Bóluefnið gagnast fyrir vikið einkar vel til að halda fyrstu sýkingunni í skefjum en vísindamennirnir ákváðu að fylgjast grannt með öllum bólusettu dýrunum í 45 daga til viðbótar til að rannsaka langtímaáhrifin.

 

Með því móti vildu þeir kanna hvort HSV-2-veiran gæti samt sem áður sýkt taugafrumurnar, sem þá gætu vaknað úr dvala og valdið einkennum á nýjan leik.

 

Veiran braust út aftur í tíu bólusettum naggrísum, sem samsvarar 28% dýranna, á meðan alls 88% óbólusettra dýra veiktust á nýjan leik.

 

Bóluefni geir veiruna sýnilega

Þetta nýja bóluefni gefur mjög góða raun, miðað við fyrri tilraunir til að framleiða bóluefni gegn herpes. Ástæðuna kveður Friedman vera þá að eldra bóluefnið hafði það eina hlutverk að koma í veg fyrir að HSV-veirur kæmust inn í frumurnar.

 

Nýja bóluefnið heldur veirunum einnig undan með því að mynda mótefni gegn próteini á yfirborði veirunnar og koma þannig í veg fyrir að hún lokist inni í frumunum.

 

Herpes getur borist í auga ef það er nuddað með fingri sem veira leynist á. Slíkt smit getur í versta falli orsakað blindu.

Þá myndar bóluefnið jafnframt mótefni sem gerir líkamanum kleift að ráðast til atlögu gegn HSV. Annað mótefnið gerir ónæmiskerfinu kleift að ráða niðurlögum HSV-2-veirunnar áður en hún sýkir frumurnar en hitt gerir líkamanum mögulegt að drepa frumur sem hafa sýkst.

 

Með því móti getur veiran ekki fjölgað sér og framgangur sjúkdómsins stöðvast.

 

Sem stendur er herpes á vörum og kynfærum meðhöndlað með veirulyfjum.

 

Lyf þessi eru gjarnan notuð strax við fyrstu einkenni. Þeir sem fá tíð einkenni veirunnar geta einnig notað lyfin í fyrirbyggjandi skyni.

 

Áhrifamesta lyfið nefnist aciclovir, en það er ýmist borið á sem smyrsl eða tekið í töfluformi. Aciclovir gegnir hlutverki hindrunar, sem er byggð inn í DNA-strenginn þegar veiran afritar DNA-erfðaefni sitt.

 

Þetta heftir afritunina og HSV-veirurnar geta ekki fjölgað sér í líkamanum.

Mýta: Herpessmit getur borist af klósettsetu

Herpesveiran berst frá einum til annars með líkamsvessum á borð við munnvatn og sæði. Ef veiran lendir á salernissetu þornar hún upp og verður óvirk áður en næsti maður sest.

 

Mýtan er ósönn

 

Vísindamennirnir gera jafnframt tilraunir með tvö ný lyf, pritelivir og amenamevir, sem hefta afritunarferlið á annan hátt.

 

Ekki eru bundnar vonir við að nýju lyfin hrífi betur en lyf sem notuð eru í dag, heldur að þau megi nota í þeim tilvikum er HSV-veirur eru orðnar ónæmar fyrir aciclovir.

 

Slíkt ónæmi er vandamál meðal sjúklinga með veiklað ónæmiskerfi, sem neyðast til að taka aciclovir inn að staðaldri til að koma í veg fyrir að einkenna HSV-veirunnar verði stöðugt vart.

 

Herpes er smitandi áður einkenna verður vart

Vandamálið við núverandi lyf er að þau geta ekki komið í veg fyrir smit og fyrir vikið gefst HSV-veirunni tækifæri til að setjast að í taugafrumunum, sem óboðinn gestur til langframa.

 

Þegar svo einkenna veirunnar verður vart öðru hverju er hætt við smiti í örfáa daga áður en blöðrurnar verða sýnilegar.

 

Sumir vísindamenn telja að alls 70% alls áblásturssmits eigi sér stað áður en blöðrurnar myndast því fæstir byrja að nota aciclovir fyrr en þeir uppgötva sviða og kláða, sem eru dæmigerð einkenni um að veiran hafi brotist út.

 

Herpes getur valdið heilaskemmdum í ungabörnum

Heilaskemmdir, spastísk lömun og dauðinn, þegar verst lætur. Afleiðingarnar geta verið skelfilegar ef nýfætt barn smitast af herpesveiru.

 

Veiran getur m.a. sýkt nýfædd börn ef herpes hefur brotist út við kynfærin þegar móðirin fæðir. Innan tveggja til þriggja vikna getur veiran orsakað heilahimnubólgu í nýfæddum börnum ef þau fá ekki rétta meðhöndlun.

 

Smithættan er kringum 50% ef um er að ræða fyrsta herpessmit móður og í slíkum tilvikum er barnið tekið með keisaraskurði.

 

Hættan er þó umtalsvert minni ef um er að ræða annað smit: Aðeins 2-5% nýfæddra sýkjast í slíkum tilvikum og barnið fæðist á eðlilegan hátt. Eftir fæðinguna er hins vegar fylgst grannt með hvort barnið hafi smitast og það meðhöndlað gegn hugsanlegri sýkingu.

Sökum smithættunnar, áður en einkennin gera vart við sig, kann HSV-veiran í sumum tilvikum að vera hættuleg, og ekki einungis leiðigjörn, þegar fólk t.d. nuddar sér um augun án þess að vita að það sé með veirur á fingrunum eftir að hafa óvart klórað sér um varirnar rétt áður.

 

Í slíkum tilvikum getur herpessmit komist í augun. Afleiðingarnar eru verkir, rauð augu og þokukennd sjón og þegar frá líður kann sýkingin að leiða af sér ljósa bletti og sjóntruflandi breytingar á hornhimnunni.

 

Í stöku tilvikum þarf að skipta um hornhimnu á sjúklingum til að þeir fái haldið sjóninni.

Nýtt bóluefni grandar þremur helstu vopnum veirunnar

Bandarískir vísindamenn opinberuðu árið 2017 niðurstöður tilrauna með nýja bólusetningu sem ætlað er að hefta útbreiðslu herpesveiru við kynfæri, svo og að lækna þá sem smitast hafa.

Bóluefnið felur í sér þrjár tegundir mótefna sem gera sterkustu vopn veirunnar ónothæf, þ.e. sérleg prótein á yfirborði veirunnar

Mótefni gegn gE: Veiran berskjölduð fyrir ónæmiskerfinu

Sýking: Líkaminn myndar mótefni gegn HSV-veiru en gE-próteinið á yfirborði veirunnar gerir mótefnin ónothæf. Próteinið tengist Y-löguðu mótefnunum með þeim afleiðingum að greinarnar tvær geta ekki gegnt hlutverki griparma og bundist veiru en mynda þess í stað kekki.

Mótefni gegn gE: Veiran berskjölduð fyrir ónæmiskerfinu

Bólusett: Mótefni bóluefnisins binst gE-próteinum og kemur í veg fyrir að þau nái tökum á náttúrulegum mótefnum gegn HSV. Veiran verður fyrir vikið berskjölduð gagnvart mótefnum ónæmiskerfisins sem ráðast á veiruna áður en hún nær að sýkja frumu.

Mótefni gegn gD: Heldur veirunum utan frumnanna

Sýking: HSV-veira sýkir með því að fitukennd himna hennar rennur saman við húðfrumuhimnuna. Veiran er útbúin gD-próteinum á yfirborðinu í þessum sama tilgangi, sem tengjast HVEM-próteinum á húðfrumunni, þannig að próteinin dragast saman og himnurnar koma nægilega nálægt hvor annarri.

Mótefni gegn gD: Heldur veirunum utan frumnanna

Bólusett: Mótefni bóluefnisins ræðst á gD-próteinið á yfirborði HSV-veiru og binst því. Fyrir vikið getur veirupróteinið ekki gripið í HVEM og dregið himnurnar tvær hvora upp að annarri. Niðurstaðan verður sú að HSV-veiran lokast úti og engin sýking verður.

Mótefni gegn gC: Dregur veiklaðar frumur til dauða

Sýking: Ónæmiskerfið ræðst á veirur með því að „éta“ veiklaðar frumur. C3b-próteinin koma sér fyrir á frumunum og gefa gleypifrumunum merki um að éta þær. HSV ver sig hins vegar gegn gC-próteininu með því að bindast C3b sem getur því ekki komið sér fyrir á veiklaðri frumu.

Mótefni gegn gC: Dregur veiklaðar frumur til dauða

Bólusett: Mótefni bóluefnisins sest á gC-próteinið og kemur í veg fyrir að það bindist C3b-próteinum. Þess í stað kemur C3b sér fyrir á veikluðu frumunum til að gefa gleypifrumunni til kynna að fruman sé veik. Veiklaða fruman er „étin“ og ógerlegt verður að mynda ný veirugen.

Lækning hugsanleg eftir tíu ár

Fyrir vikið er gríðarleg þörf fyrir áhrifaríka bólusetningu sem bæði getur komið í veg fyrir að veiran brjótist út í þeim sem þegar hafa smitast, svo og komið í veg fyrir að veiran hreiðri um sig.

 

Bóluefni Harveys Friedmans er einungis beint gegn HSV-2-veirunni, en þar sem veirurnar tvær líkjast hvor annarri þarf sennilega aðeins að gera á henni smávægilegar breytingar til að hún hrífi einnig gegn HSV-1.

70% smitast á meðan sá sem er kysstur eða stundað er kynlíf með er enn einkennalaus. Hægt er að smitast af veirunni þótt engar frunsur séu á húðinni.

Ef tímaáætlun vísindamannanna stenst, og tilraunirnar takast sem skyldi, verður vonandi komið bóluefni á markaðinn eftir um tíu ár.

 

Þegar þar að kemur gæti bóluefnið orðið hluti af reglubundnum bólusetningum og tveir þriðju hlutar heimsbyggðarinnar þyrftu þá ekki lengur að óttast vökvakennd sárin á vörum og kynfærum.

Mýta: Kvefsár smitast einungis með kossum

HSV-1-veiran leggst oftast á varirnar en getur engu að síður einnig sýkt kynfæri ef stunduð eru munnmök. Í slíkum tilvikum hefur hún í för með sér sömu einkenni og HSV-2 veldur. Að sama skapi getur HSV-2-veira einnig borist með munnmökum og valdið kvefsárum.

 

Mýtan er ósönn

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Gorm Palmgren

Shutterstock,© Getty Images,© SPL

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Vinsælast

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

6

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

3

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

4

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

5

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Lifandi Saga

Í fallhlíf til helvítis: Slökkviliðsmenn stukku beint niður í eldhafið

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Sérsveitarhermaðurinn Ehud Barak barðist með hnífum, hríðskotaskammbyssu og í kvenklæðum gegn fjandmönnum Ísraela um áratugaskeið en þrátt fyrir þessa fortíð reyndi hann að skapa varanlegan frið við Palestínumenn þegar hann varð forsætisráðherra.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is