Eitt púst í nösina fyrirbyggir alzheimer

Það er engin lækning til við alzheimersjúkdómnum en eftir 20 ára rannsóknir kynni bóluefni loksins að vera á leiðinni.

BIRT: 08/09/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Heilasjúkdómurinn alzheimer er algengasti heilahrörnunarsjúkdómurinn en læknavísindin hafa hingað til ekki getað þróað neitt bóluefni við honum. 

 

Nú eru hafnar fyrstu tilraunir á mönnum og þeim er ætlað að prófa öryggi og áhrif mögulegs nefúðabóluefnis gegn sjúkdómnum.

 

Það eru vísindamenn hjá Brigham and Women‘s-sjúkrahúsinu í Boston í Massachusetts í BNA sem eftir 20 ára rannsóknir hyggjast prófa bóluefnið á 16 sjúklingum á aldrinum 60-85 ára. 

 

Að sögn Howards L. Weiner sem veitir verkefninu forstöðu, markar þetta tímamót í baráttunni við þennan skæða sjúkdóm.

 

Sjúklingarnir hafa allir greinst með alzheimer á byrjunarstigi og fá allir tvo skammta af nefúðanum með viku millibili. 

Taugalæknirinn Dr. Howard L. Weiner

Jákvæðar niðurstöður í músum

Í bóluefninu er notað hjálparefnið Protollín sem vísindamennirnir vonast til að virkji ónæmisviðbrögð gegnum hvít blóðkorn í eitlum á hliðum og aftan í hnakka. 

 

Þaðan eiga blóðkornin að fara upp í heilann og berjast þar gegn uppsöfnun beta-amyloids í svonefnda plakka, kekki sem taldir eru aðalorsök alzheimers.

 

Aðferðin sem notuð er í þessari tilraun hefur verið vandlega skoðuð í tvo áratugi og hefur bæði reynst koma í veg fyrir og lækna alzheimer í músum. 

 

Vísindamennirnir leggja þó áherslu á þann mun sem er á mönnum og músum. Fyrri reynsla sýnir líka að jákvæð áhrif gagnvart alzheimer í músum reynast ekki endilega hin sömu í mönnum. 

Búist er við að alzheimer aukist verulega

Hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO er talið að um 55 milljónir þjáist af heilahrörnun og sú tala muni hækka í 78 milljónir 2030 og heilar 139 milljónir 2050. 

 

Vísindamennirnir sem standa að þessari tilraun álíta að fyrirbyggja mætti um 40% heilabilana með lífsstílsbreytingum. 

 

Til slíkra breytinga teljast t.d. aukin hreyfing, heilbrigt mataræði ásamt bæði hugarvirkni og félagslífi. 

 

Vísindamennirnir hefja nú þessa fyrstu tilraun til að fullvissa sig um að bóluefnið sé örugglega ekki skaðlegt. Gangi allt vel verður haldið áfram og stærri tilraunir látnar skera úr um raunverulega virkni.

BIRT: 08/09/2022

HÖFUNDUR: DENIS RIVIN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Len Rubenstein. © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is