Ördrónar eiga  að finna mengun og sjúkdóma

Aðeins hálfs millimetra langur dróni á að leita uppi mengun og veirur í lofti.

BIRT: 06/08/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Vísindamenn hjá Northwestern-háskóla í Illinois í BNA hafa smíðað smæsta flugfarartæki sögunnar, aðeins 0,5 mm að lengd.

 

Hugmyndir er sótt í hlynfræ, sem svífa um loftið líkt og örsmáar þyrlur og lenda síðan mjúklega.

 

Ördróninn er þó miklu minni og lögunin þannig að hann svífur enn hægar til jarðar en fræin.

Ördrónarnir eru um hálfur millimetri – ekki miklu stærri en sandkorn – og varla sjáanlegir á fingurgómi.

Þrátt fyrir smæðina rúmar þessi ördróniu fíngerð tæki á borð við skynjara, rafhlöðu og loftnet til þráðlausra fjarskipta ásamt minni fyrir gögn.

 

Hægt er að losa mörg þúsund þessara tækja út í loftið t.d. yfir borg og láta þá mæla sótagnir, koltvísýring eða jafnvel veirumagn í loftinu og þannig hjálpa til við að greina mengun eða útbreiðslu sjúkdóms. 

Vísindamennirnir eru þó meðvitaðir um að mikill fjöldi slíkra tækja getur sjálfur verið mengunarvaldur.

 

Einmitt þess vegna vinna þeir nú að þróun rafrása úr efnum sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni.

 

Hugmyndin er sú að ördrónar úr vatnsleysanlegum efnum safni og sendi gögn frá svifi sínu en leysist svo upp í næstu regnskúr eftir lendingu.

BIRT: 06/08/2022

HÖFUNDUR: EBBE RASCH

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Northwestern University

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is