Tækni

Stærsti dróni heims á að koma gervihnöttum upp

Risadróninn Ravn X á að opna nýja skammleið út í geiminn ásamt nýjum flutningaleiðum milli staða með þekktri tækni í þyngstu pakkningu til þessa.

BIRT: 26/04/2023

Drónar Tæplega 25 metra langur dróni lendir eftir að hafa skilað af sér fjölda smádróna með sendingar til heimila í nærliggjandi stórborg. 

 

Aðeins þremur tímum síðar tekur farartækið aftur á loft í næsta leiðangur: Að skila einum eða fleiri gervihnöttum á braut um jörðu. 

 

Þetta er draumsýn þeirra sem standa að smíði stærsta dróna heims, Ravn X. Dróninn er þróaður hjá sprotafyrirtækinu Aevum sem gert hefur samning við bandarísk hernaðaryfirvöld.

Jómfrúarferð risa dróna nálgast

Eftir margar prófanir á landi er áætlað að Raven X fari í loftið í fyrsta skipti í lok árs 2021.

 

Árið 2022 mun risastóri dróninn sanna gildi sitt þegar fleiri gervihnöttum verður skotið á loft fyrir geimher Bandaríkjanna.

Bæði í stærð og lögun minnir Ravn X meira á orrustuþotu en dróna og tvö og hálft tonn að þyngd er dróninn í öðrum þyngdarflokki en keppinautarnir. 

 

Ætlunin er að þessi fjölhæfi dróni geti keppt við t.d. SpaceX-eldflaugarnar sem nú standa fremstar í geimkapphlaupinu og flytja gervihnetti á loft með áður óþekktum hraða.

 

Raketlift kan bruges igen og igen. TRANSLATE

Í geimskotum á Ravn X að þjóna hlutverki fyrsta eldflaugaþreps. Í hámarksflughæð, 18.288 metrum, verður losuð eldflaug sem fest verður neðan á drónann. Tvö eldflaugaþrep sjá svo um að flytja fraktina, svo sem gervihnetti upp á lága braut um jörðu. 

 

Fyrra þrepið er endurnýtanlegt, rétt eins og gildir um þær öflugu eldflaugar sem ætlunin er að keppa við.

Dróninn er endurnýtanlegur þannig að 70% alls búnaðar kemur aftur inn til lendingar. Verkfræðingarnir á bakvið vinna einnig að því að gera eldflaugaþrepin tvö endurvinnanleg.

Helsti kosturinn við Ravn X er þó að dróninn þarf ekki að taka á loft og lenda í einhverri þeirra fáu geimhafna sem til eru á jörðinni, heldur þarf aðeins hefðbundna lendingarbraut, ríflega einn og hálfan kílómetra að lengd. 

 

Dróninn getur líka komið upp gervihnöttum allt árið öfugt við eldflaugar sem þurfa hagstætt veður. 

 

Annar kostur er sá að dróninn notar hefðbundið þotueldsneyti. 

 

Eldflaugar þurfa sjálfar að rúma súrefni sem bætt er í brunann í hreyflinum. Ravn X nýtir súrefni úr loftinu og sparar þannig rými, þyngd og peninga. 

 

Til viðbótar verður tækið algerlega sjálfstýrt og sér sjálft um að koma sér bæði upp og niður.

 

Þar eð þessi flugvél er mannlaus er unnt að ræsa eldflaugahreyflana 0,5-1 sekúndu eftir frákúplun en í mannaðri vél þarf að bíða eftir fjarlægðaröryggi og flaugarnar missa því dýrmætan hraða. 

Staðreyndir - Ravn X

Lengd:

 

24,4 metrar

Vænghaf:

 

18,3 metrar

Hæð:

 

5,5 metrar

Hámarkshraði:

 

1050 km/klst

Hámarksflugtaksþyngd:

 

25.000 kg

Hleðslugeta:

 

100 kg

Eftir að heimsins stærsti dróni hefur skilað fyrstu gervihnöttunum á braut er hugmyndin að hefja fraktflutninga milli staða.

 

Auk þess að geta flutt allt að 264 gervihnetti á réttar brautir getur Ravn X líka borið 6,8 tonn af varningi.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JEPPE WOJCIK

© Aevum

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is