Hvaða tækni er notuð til að skipta um lit í gleraugum?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Gleraugu sem verða sjálfkrafa að sólgleraugum í sólskini gera það fyrir tilverknað ljósnæmra sameinda sem breyta um lit þegar þær verða fyrir útfjólubláu ljósi. Fyrstu gleraugun af þessu tagi komu á markað upp úr 1960 og þá var svonefndum silfurhalíðum bætt í glerið. Silfurhalíð eru efnasambönd silfurs og bróms eða klórs. Þegar útfjólublátt ljós skín á þessi silfursambönd myndast hreint silfur sem er sýnilegt og dekkir glerið. Þegar sólin skín ekki taka silfursamböndin á sig upprunalegt form og glerið verður aftur glært.

 

Nú til dags er einnig hægt að fá sjálfdekkjandi plastgleraugu. Hér stafa áhrifin af lífrænum litarefnum, einkum svonefndum naphytophyran-efnum. Þegar þessi efni verða fyrir útfjólubláu ljósi brestur efnabinding í sameindunum og þær breyta um lögun. Nýja lögunin drekkur í sig hluta sýnilegs ljóss og gleraugun dökkna. Sameindirnar taka svo á sig fyrra form þegar útfjólubláa ljósið hverfur.

 

Hvorug gerðin virkar þó við akstur, vegna þess að bílrúður drekka yfirleitt í sig megnið af útfjólubláa ljósinu og gleraugun ná því ekki að skipta um lit. Bílstjórar þurfa þess vegna að hafa venjuleg sólgleraugu tiltæk.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.