Tækni

Tæknirisarnir: Bráðum förum við inn í Internetið

Hjá bæði Facebook og Microsoft gera menn nú ráð fyrir að „metaverse“, „metaheimur“ eða sem sagt sýndarheimur á netinu verði næsta tæknibylting. Með VR-gleraugu getum við þá hreyft okkur og starfað eða stundað tómstundaiðju inni í nýju Interneti. Sú er alla vega spá tæknirisanna.

BIRT: 11/09/2021

Tækni – Tölvur

Lestími: 6 mínútur

 

Eftir svo sem fimm ár lítum við ekki lengur á Facebook sem samfélagsmiðil – alla vega ekki ef stofnandinn, Mark Zuckerberg, hefur rétt fyrir sér.

 

Þess í stað er ætlunin að þessi tæknirisi verði sýndarheims-fyrirtæki. Með allt að því venjulegum gleraugum með innbyggðri sýndarveruleikatækni flyst þá hluti af tilveru okkar inn í „metaheiminn“, nýja og gagnvirkari útgáfu af netinu.

 

Þar geturðu hreyft þig að vild – eða öllu heldur gervill þinn – farið milli mismundandi vistarvera á netinu, þar sem þú getur horft í kringum þig og brugðist við. Ýmis stórfyrirtæki reikna með að bæði frístundir og atvinnulíf muni stíga inn í „metaverse“ áður en langt um líður.

 

Netið verður í þrívídd

Metaverse er það sem Facebook og fleiri fyrirtæki veðja nú á. Internet-plús sem Mark Zuckerberg kallaði nýlega „arftaka farsímanetsins“ í viðtali.

 

Hann lýsir hugmyndinni þannig:

 

Þú getur ímyndað þér metaverse sem líkömnun netsins og í stað þess að horfa bara á verður þú virkur þátttakandi.

Mark Zuckerberg

Með öðrum orðum: Tölvuskjárinn er í tvívídd en metaverse verður í þrívídd.

 

Í stafrænum heimi dagsins í dag horfir þú utan frá, inn um glugga tölvuskjásins en í þessari framtíðarsýn stígur þú inn í þennan heim í rauntíma.

 

Þar getur hið stafræna sjálf – sýndargervill þinn – geislað sig frá einum stað til annars og deilt þrívíðum vistarverum með öðrum.

 

Zuckerberg nefnir beinlínis þann möguleika að dansa eða stunda líkamsrækt með öðrum, þótt þú sért í rauninni bara heima hjá þér – með sýndargleraugu.

 

Þess vegna áttu að taka metaheiminn alvarlega

Þetta hljómar kannski hálfgalið og það er erfitt að ímynda sér að slíkur heimur sé á næsta leiti – eða að fólk muni yfirleitt kæra sig um að stíga þar inn.

 

En sama hvað okkur finnst, neyðumst við til að taka hugmyndina alvarlega. Það er nefnilega ekki bara upp á grín sem orðið „metaverse“ kemur fyrir 20 sinnum í nýjustu fjárhagsáætlun Facebook.

 

Þetta verður sannkallað „mega-átak“ hjá Facebook en fyrirtækið hefur þegar myndað metaheimsteymi sem á að vinna að þessari þrívíðu, stafrænu framtíð.

 

Stafræn gleraugu nauðsynleg

Ný þrívíddarútgáfa netsins krefst stafrænna gleraugna til að upplifunin verði raunveruleg. En hjá Facebook eru menn þegar komnir vel á veg með gleraugu.

 

Sýndarveruleikagleraugun Oculus Quest 2 eru þegar í sölu og innan tíðar kynnir Facebook einfaldari gleraugu í samstarfi við Ray-Ban.

 

Hvort tveggja er þó aðeins forveri þeirra gleraugna sem Facebook (og mörg önnur hátæknifyrirtæki) hefur í hyggju að þróa – nefnilega gleraugu sem minna mest á venjuleg gleraugu hvað varðar stærð og þyngd en eru svo tæknilega háþróuð að þau geti blandað sýndarheiminum við raunverulegt umhverfi.

 

Microsoft veðjar líka á sýndarheiminn

Sýndarheimshugmyndin (metaverse) á uppruna að rekja til vísindaskáldsögunnar Snow Crash sem út kom 1992. Hugtakið var þó ekki nefnt í hátæknigeiranum fyrr en nýlega og „metaverse“ er nú eins konar samheiti fyrir næstu kynslóð netsins.

 

Skömmu áður en Mark Zuckerberg lýsti þessari framtíðarsýn hafði forstjóri Microsoft, Satya Nadella, einnig talað um „metaverse“ sem framtíðarsýn fyrirtækisins – en með áherslu á vinnustaðinn.

 

Leikjafyrirtækið Epic sem m.a. framleiðir hinn vinsæla leik, Fortnite, lítur á sig sem sýndarheimsfyrirtæki.

 

Öll eiga fyrirtækin það sameiginlegt að veðja á þrívíddarframtíð á netinu, bæði sem vinnustað og til tómstundaiðkunar.

 

Sýndarsjálf greinarhöfundar í frumgerð sýndarheims frá Spatial.io.

 

Eitt af einkennum „metaverse“-hugmyndarinnar er að sýndarsjálfið geti farið hvert sem er á netinu og maður þurfi sem sagt ekki að skapa nýja persónu frá grunni þegar farið er milli jafn ólíkra heima og Facebook, Microsoft eða Fortnite.

 

Facebook ætlar að græða á stafrænum klæðnaði

Verði ný gerð netsins að veruleika verður jafnframt til nýtt hagkerfi.

 

Nú fær Facebook eiginlega allar tekjur sínar af auglýsingum. En Mark Zuckerberg telur þær ekki verða stærstu tekjulindina í sýndarheimi framtíðarinnar.

 

Stofnandi Facebook álítur þvert á móti að stafrænar vörur muni gegna lykilhlutverki og nefnir m.a. stafræn föt sem myndgervill þinn geti keypt. En þú gætir kannski ekkert síður keypt stafrænan Porsche.

 

Í sýndarheiminum verða notendur stafrænir fulltrúar sjálfra sín og hvort heldur maður fer í vinnuna, ræktina eða í stórveislu í sýndarheimum vill maður koma sem best fyrir – rétt eins og í veruleikanum.

 

Verður eitthvað úr þessu?

Stóra spurningin er þó auðvitað hvort eitthvað verði úr þessu.

 

Framtíðin verður nefnilega sjaldnast eins og við sjáum hana fyrir okkur og það er alls ekki sjálfsagt að framtíðarsýn Marks Zuckerberg eða Microsoft varðandi netið verði nokkru sinni að veruleika.

 

Á hinn bóginn ætti varla að þurfa að efast um að framundan sé tími einhvers konar samruna eða samblands hins stafræna heims og veruleikans.

 

Enn þarf verulega stórar tækniframfarir til að stafræn gleraugu verði nógu hentug og ódýr til að almenningur vilji kaupa þau – og nægilega létt og meðfærileg til að við getum haft þau á höfðinu langtímum saman án þess að finna fyrir því.

 

Okkur er sem sagt óhætt að slaka aðeins á áður en við seljum íbúðina og flytjum inn í tölvuna. Hingað til hafa sýndarveruleiki, sjálfkeyrandi bílar eða gervigreind ekki náð að valda þeim byltingum sem spáð var.

 

 

Birt: 11.09.2021

 

 

 

NICOLAI FRANCK

 

 

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

5

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

6

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Sumt fólk sem ég þekki fullyrðir að hafa séð drauga. Ég hef aldrei upplifað neitt yfirnáttúrulegt. Er einhver skýring á þessu?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.