Alheimurinn

Geta sjónaukar greint fótspor á tunglinu? 

Árið 1969 gengu geimfarar í Apollo 11-leiðangrinum á tunglinu, en er ennþá hægt að sjá fótspor þeirra með sjónaukum?

BIRT: 03/09/2022

Sjónaukar á jörðu niðri geta ekki greint þá hluti sem skildir voru eftir á tunglinu í Apolloleiðöngrunum – til þess eru þeir of litlir. 

 

Hubble – sjónaukinn getur heldur ekki greint manngerða hluti á yfirborði tunglsins. Ef það ætti að vera mögulegt þyrftu hlutirnir að vera næstum 100 metra langir, en stærsti gripurinn er aðeins ríflega 5 x 4 metrar. 

 

En könnunarfarið Lunar Reconnaissance Orbiter, sem er á braut um tunglið, nær stundum hæð sem er einungis 24 kílómetrum yfir yfirborðinu og árið 2012 tók kanninn röð mynda af mörgum lendingarstöðum úr mismunandi tunglleiðöngrum. 

 

Myndirnar af Apollo-11 lendingarsvæðinu sýna greinilega nokkra hluti, m.a. mælitæki sem hefur sent gögn um jarðhræringar aftur til jarðar og sum af fótsporum Neil Armstrongs frá því að hann hélt í gönguferð til Little West Crater í um 50 metra fjarlægð – hið lengsta sem geimfari hefur gengið burt frá lendingarsvæði. 

Fyrstu skref Armstrongs og Aldrins á tunglinu eru dökku sporin í kringum lendingarfarið (LM), leysiendurvarpinn LRRR jarðskjálftamælinn.

Appolo skildi eftir búnað og fótspor 

Leysigeislaendurvarp

 Endurkastar leysigeislum sem eru sendir frá jörðu til að vísindamenn geti reiknað út fjarlægðina til tunglsins nákvæmlega.

Lendingarfar

Leifarnar af lendingarfarinu sem voru aftengdar, þegar geimfararnir yfirgáfu tunglið.

Jarðskjálftamælir

Búnaðurinn mældi jarðskjálfta og sendi gögn heim í þrjár vikur.

 

Fótspor

Spor eftir Neil Armstrongs í áttina að gíg í 50 metra fjarlægð frá lendingarstaðnum.

Könnunarfarið sneri aftur til lendingarstaðanna mörgum sinnum og tók myndir frá sama sjónarhorni við mismunandi sólarhæð og gat þannig fylgt skuggunum eftir frá hlutunum sem voru skildir eftir.

 

Flestir fánar sem geimfararnir reistu stóðu ennþá á yfirborði tunglsins 

 

Það kom vísindamönnum á óvart enda höfðu þeir ekki átt von á því fánarnir væru í tiltölulega góðu standi eftir einhver 40 ár þar sem hitastigssveiflur nema mörg hundruð gráðum í tómarúmi og skaðlegum útfjólubláum geislum sólar. 

 

Allra stærsti fáninn sem Neil Armstrong reisti stendur ekki lengur, en hann kann að hafa fallið um koll þegar geimfararnir tóku á loft frá tunglinu. 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: LONE DJERNIS OLSEN

© NASA. © Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Er til fólk sem skynjar ekki sársauka?

Maðurinn

Eru sjóböð að vetri heilsusamleg?

Maðurinn

Fyllerí: Svona slævir áfengi heilann

Alheimurinn

Hjarta Plútós varð til eftir árekstur

Lifandi Saga

Hvenær var skák fundin upp?

Tækni

Stærsta flugvél heims flytur tröllvaxinn farm

Maðurinn

Hvernig smitast kvef?

Heilsa

Hver vegna veikjumst við meira á veturna?

Lifandi Saga

Spænska borgarastríðið: Heimshornaher gegn fasismanum

Jörðin

Hversu mikinn sand flytur sandstormur?

Náttúran

Af hverju er gler gegnsætt?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is