Sjónaukar á jörðu niðri geta ekki greint þá hluti sem skildir voru eftir á tunglinu í Apolloleiðöngrunum – til þess eru þeir of litlir.
Hubble – sjónaukinn getur heldur ekki greint manngerða hluti á yfirborði tunglsins. Ef það ætti að vera mögulegt þyrftu hlutirnir að vera næstum 100 metra langir, en stærsti gripurinn er aðeins ríflega 5 x 4 metrar.
En könnunarfarið Lunar Reconnaissance Orbiter, sem er á braut um tunglið, nær stundum hæð sem er einungis 24 kílómetrum yfir yfirborðinu og árið 2012 tók kanninn röð mynda af mörgum lendingarstöðum úr mismunandi tunglleiðöngrum.
Myndirnar af Apollo-11 lendingarsvæðinu sýna greinilega nokkra hluti, m.a. mælitæki sem hefur sent gögn um jarðhræringar aftur til jarðar og sum af fótsporum Neil Armstrongs frá því að hann hélt í gönguferð til Little West Crater í um 50 metra fjarlægð – hið lengsta sem geimfari hefur gengið burt frá lendingarsvæði.
Fyrstu skref Armstrongs og Aldrins á tunglinu eru dökku sporin í kringum lendingarfarið (LM), leysiendurvarpinn LRRR jarðskjálftamælinn.
Appolo skildi eftir búnað og fótspor
Leysigeislaendurvarp
Endurkastar leysigeislum sem eru sendir frá jörðu til að vísindamenn geti reiknað út fjarlægðina til tunglsins nákvæmlega.
Lendingarfar
Leifarnar af lendingarfarinu sem voru aftengdar, þegar geimfararnir yfirgáfu tunglið.
Jarðskjálftamælir
Búnaðurinn mældi jarðskjálfta og sendi gögn heim í þrjár vikur.
Fótspor
Spor eftir Neil Armstrongs í áttina að gíg í 50 metra fjarlægð frá lendingarstaðnum.
Könnunarfarið sneri aftur til lendingarstaðanna mörgum sinnum og tók myndir frá sama sjónarhorni við mismunandi sólarhæð og gat þannig fylgt skuggunum eftir frá hlutunum sem voru skildir eftir.
Flestir fánar sem geimfararnir reistu stóðu ennþá á yfirborði tunglsins
Það kom vísindamönnum á óvart enda höfðu þeir ekki átt von á því fánarnir væru í tiltölulega góðu standi eftir einhver 40 ár þar sem hitastigssveiflur nema mörg hundruð gráðum í tómarúmi og skaðlegum útfjólubláum geislum sólar.
Allra stærsti fáninn sem Neil Armstrong reisti stendur ekki lengur, en hann kann að hafa fallið um koll þegar geimfararnir tóku á loft frá tunglinu.