Alheimurinn – Loftsteinar
Lestími: 3 mínútur
Í Chile-eyðimörkinni hefur nýr sjónauki nýlokið fyrstu skoðun sinni um geiminn.
Geimsjónaukinn Test-Bed-Telescope 2 eða TBT2 í La Silla stjörnukoðunarstöðinni er ætlað að tryggja að hættuleg smástirni komist aldrei aftur aftan að stjörnufræðingum.
Með spegli sínum beint að næturhimninum mun sjónaukinn greina hluti sem þeytast um geiminn á hugsanlegri árekstrarbraut við jörðina.
Loftsteinaveiðimenn eiga að forðast hamfarir
Himinninn yfir Chelyabinsk í Suður-Rússlandi lýsti upp í gríðarlegu ljóshafi 15. febrúar 2013 á meðan hvellur skapaði þrýstibylgju sem splundraði gleri í að minnsta kosti 2.700 byggingum.
Á himninum yfir milljónaborginni sprakk loftsteinn, 20 metrar í þvermál, á yfir 60.000 km. hraða á klst. og með allt að 33 sinnum meiri kraft en kjarnorkusprengjan í Hiroshima.
Myndband: Horfðu á smástirni springa yfir Chelyabinsk
Stjörnufræðingar höfðu ekki uppgötvað þetta svokallaða nærstirni sem táknar smástirni sem fara innan við 45 milljón kílómetra fjarlægð frá braut jarðar.
Yfir 20.000 nærstirni eru þekkt en hundruð þúsunda nærstirna geta vegna stærðar, hraða eða braut miðað við Jörðu, falist í sólkerfinu.
Með TBT2 munu geimvísindasamtökin tvö, ESO og ESA, sjá til þess að atburður eins og í Chelyabinsk uppgötvist tímanlega svo hægt sé að forðast meiðsl og mannskaða.
Sjónaukinn er með 56 sentimetra spegil og tekur upp sýnilegt ljós. Sjónaukinn sjálfur er ekki byltingarkenndur en hugbúnaðurinn á að sýna stjörnufræðingum hvernig fullkomlega sjálfvirkt net sjónauka geti sem auðveldast komið auga á eldfljót smástirni og metið ógnina.
Hugbúnaðurinn sjálfur skipuleggur athuganirnar og kerfið sjálft skýrir frá stöðu næturinnar og upplýsingum um skoðaða hluti. Stjörnufræðingar geta síðan skipulagt nauðsynlegar rannsóknir til viðbótar.
TBT2 á að vinna með samsvarandi sjónauka á norðurhveli jarðar, TBT1.
Sjáðu myndband af smástirniveiðum sjónaukanna
Næturvaktin lætur vita
Sjónaukaparið er fyrsta stóra tilraunin til að verja Jörðina og sameiginlegt nafn þeirra er Flyeye.
Ljósinu er beint í röð smærri spegla í Flyeye sjónaukunum sem á að veita sem víðtækasta sjónsviðið.
Kerfið samanstendur af neti fjögurra sjónauka sem dreifast um heiminn og frá árinu 2030 eiga að geta varað við, þremur vikum áður en smá og hröð smástirni sem eru 40 metrar í þvermál nálgast Jörðina.
Hið fullkomlega sjálfvirka samstarf á að skanna himininn á hverju kvöldi og finna mögulegar ógnir byggðar á frumkvöðlastarfi TBT2.
13.05.2021
JEPPE WOJCIK