Í mörgum stjörnuþokum sjá stjörnufræðingar að þéttni efnis, hvort heldur um er að ræða stjörnur, ryk eða gas, eykst mjög þegar dregur nær miðju stjörnuþokunnar.
Á grundvelli mælinga á hraðri hringhreyfingu þessa efnis hafa menn í mörgum tilvikum getað slegið því föstu að í miðju stjörnuþokunnar sé að finna mjög þungt svarthol.
Ástæða þess að svartholið skuli ekki hafa sogað til sín allt efni og gleypt það, er sú að efni sogast aldrei beint inn í svarthol.
Þegar himinhnöttur verður fyrir áhrifum af aðdráttarafli annars hnattar (eða svarthols) margfaldast sérhver hliðarhreyfing þannig að úr verður hringferli.
Þess vegna geta jafnvel ekki öflugustu svarthol gleypt í sig allt efni í einum munnbita – og það getur ekki náð til allrar stjörnuþokunnar.
Vetrarbrautin okkar er þó gott dæmi um að svartholið í miðjunni hefur hreinsað all vel til í sínu allra næsta nágrenni.
Enn er þó mikið af efni nálægt miðjunni, en langmestur hluti efnis Vetrarbrautarinnar er í öruggri fjarlægð frá svartholinu og hættusvæði þess.