Maðurinn

Getur það staðist…geta beinin verið svört?

Ég hef lesið að sumt fólk hafi svört bein og svartar tennur í stað hvítra. Er einhver fótur fyrir því?

BIRT: 21/01/2023

Það hljómar eins og eitthvað úr hryllingsmynd en til eru manneskjur með svört bein.

 

Hið undarlega fyrirbæri kemur fram hjá sjúklingum sem hafa verið meðhöndlaðir með lyfinu mínósýklíni. Lyfið er bæði bakteríudrepandi og bólgueyðandi og er því notað sem sýklalyf og gegn slitgigt, gelgjubólum og öðrum bólgusjúkdómum.

 

Mínósýklín er hins vegar ekki án aukaverkana og sjúklingar eiga á hættu á mislitun í vefjum og líffærum, þar með talið húð, varir og augu, sem og tennur og bein.

 

Litabreytingarnar geta verið svartar, grásvartar, gráar, blágrænar eða brúnleitar.

 

Þó að litabreytingar í húðinni geti gengið tilbaka eru þær varanlegar í beinum og tönnum. Vísindamenn áætla að yfir 20 prósent sjúklinga sem hafa tekið mínósýklín í meira en fjögur ár fái litabreytingar í munni eða beinum.

 

Vítamín hægir á mislitun

Flest tilfelli mislitaðra tanna uppgötvast hjá tannlækni en svörtu beinin koma oft fyrst fram í tengslum við aðgerð.

 

Dökkar litabreytingar á vefjum boðar venjulega ekkert gott en litabreyting frá mínósýklíni virðist ekki vera skaðleg. Ef læknir gefur þér mínósýklín gæti verið gott að taka inn C-vítamín til viðbótar en það dregur úr hættu á mislitun.

Gigtarlyf litar beinin svört

Niðurbrot lyfsins mínósýklíns, sem m.a. er notað gegn gigt og bólgum, getur valdið svörtum beinum.

1. Mínósýklín kemst í gegn

Lyfið mínósýklín (rautt) er einstaklega fituleysanlegt og kemst því auðveldlega inn í vefi og vökva líkamans. Þar binst það m.a. við hemóglóbín í blóði og kollagen í beinum.

2. Niðurbrot litar vef

Í beininu kemst mínósýklín í snertingu við súrefni og brotnar niður. Þetta leiðir til nokkurra svokallaðra kínínlíkra efna sem safnast fyrir í beinum og valda mislitun.

3. Mikilvægt vítamín verndar

Hægt er að ráða bót á myndun kínínlíkra efna í beinum með C-vítamíni. Vítamínið virkar sem andoxunarefni þannig að hægt er á oxun minósýklíns – og þar með litabreytingunni.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

© Shutterstock & Lotte Fredslund

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.