Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Ég setti vafningsjurt út í glugga og eftir tvo daga hafði hún fundið gluggatjaldasnúruna og vafið stöngul um hana. Ég velti þess vegna fyrir mér hvort plöntur hafi skilningarvit?

BIRT: 13/02/2024

Plöntur hafa skilningarvit og þurfa ekkert síður á þeim að halda en dýr eða menn. 

 

Plöntur hafa m.a. snertiskyn sem byggist á sérstökum viðtökum í frumuveggjum og minna mikið á skynviðtaka í dýraríkinu.

 

Það eru þessir skynviðtakar sem gera klifurjurtum kleift að finna eitthvað sem hægt er að festa sig við. 

Klifurjurtir hafa þrýstinæma viðtaka sem skynja þegar stönglarnir snerta eitthvað sem hægt er að festa sig við.

Það eru líka skynviðtakar sem gera kjötætuplöntum á borð við Venusargildru, Dionaea muscipula, mögulegt að skynja bráð. Það er ekki nóg með að Venusargildran skynji hreyfingar bráðarinnar, heldur man hún þær líka.

 

Árið 2020 uppgötvuðu japanskir vísindamenn hjá Basic Biology-þjóðarstofnuninni í Japan að boð frá þreifihárum plöntunnar valda kalkstreymi til smelliblaðanna og það er ekki fyrr en kalkmagnið hefur náð ákveðnum styrk sem blöðin lokast um bráðina.

 

Þannig er tryggt að plantan eyði ekki orku í að smella gildrunni t.d. vegna snertingar eins vatnsdropa.

Venusargildran man skynhrifin

Venusargildran finnur fyrir skordýri sem snertir skynhár á innhliðum smelliblaðanna. Og hún getur lagt þessi skynhrif á minnið.

1. Snerting losar kalk

Snerting skynhára kemur kjötætuplöntunni til að veita kalki út í skelliblöðin. Kalkmagnið sést hér frá litlu (rautt) upp í mikið (gult).

 

2. Kalkþröskuldi náð

Fyrsta snerting er ekki nóg til að gildran lokist. Oftast þarf a.m.k. tvær snertingar í viðbót til að kalkmagnið verði svo mikið að gildran lokist.

3. Gildran lokast

Þegar kalkið hefur náð tilteknum þröskuldi smellir plantan blöðunum saman. Eftir það þarf þó þrjár snertingar í viðbót áður en plantan tekur að losa þau ensím sem brjóta fæðuna niður.

Plöntur deila skynjun sinni

Sumar plöntur hafa hæfni til að deila frá sér upplýsingum með lyktarefnum og hjálpa þannig hver annarri.

 

Á 9. áratug síðustu aldar sýndu vísindamenn fram á að tré geta skynjað lífræn efnasambönd sem önnur tré senda frá sér í lofti þegar þau verða fyrir árás skordýra. Slík aðvörun skapar trjám tóm til að mynda efni sem gera þau óæt skordýrum.

 

Árið 2011 var svo sýnt fram á að neðanjarðarboð um þurrk bárust um jarðveg milli róta um fimm raða vegalengd í gróðurhúsi á aðeins einni klukkustund. Aðvörunin kom þeim plöntum sem þurrkurinn hafði enn ekki bitnað á til að loka fyrir alla uppgufun úr laufblöðum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: F NIELS HALFDAN HANSEN

© Shutterstock. © NIBB.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig gátu riddarar í brynju farið á klóið?

Maðurinn

Ofurörvuð börn læra minna

Alheimurinn

Ráðgátan um dularfullu geimhringana

Maðurinn

8 vísindalegar ástæður þess að þú lyktar

Náttúran

Snjáldurmýs ganga á eigin heila

Náttúran

Háhyrningar réðust á bát og beittu áður óséðri aðferð

Tækni

Lítil kjarnarafhlaða heldur símanum gangandi í 50 ár

Læknisfræði

Kvefast ég frekar ef ég fer út með blautt hár?

Náttúran

Súrefni: Hvað er súrefni – og er hægt að fá of mikið af því?

Náttúran

Nú gætum við fundið leynilegar tímavélar alheimsins

Maðurinn

Heilasérfræðingar: Ástin og vináttan verðlauna heilann

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is