Fær virkilega staðist að … njósnahnettir geti lesið númeraplötur?

Njósnahnettir fylgjast með hreyfingum herja og flutningi þungavopna en er upplausn myndavélanna virkilega nógu góð til að lesa t.d. númeraplötur?

BIRT: 10/05/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Hæfni njósnahnatta telst hernaðarleyndarmál og við verðum þess vegna að láta okkur nægja að giska.

 

Margt bendir þó til að þeir allra bestu nái að mynda yfirborð jarðar með um 6 cm upplausn.

 

Slík upplausn þýðir að hver díll í myndinni nær yfir 6×6 cm. Til samanburðar er venjulegur snjallsími um 2×6 cm og myndi því ná yfir tvo díla (pixels) á slíkri mynd.

 

Þessi upplausn er nógu góð til að greinendur geti ákvarðað gerð t.d. skriðdreka og þungvopna í herbílalest eða gerð orrustuflugvéla á flugvelli.

Gervihnettir sjá heildarmyndina

Gervihnettir geta ekki greint texta utan úr geimnum en myndgæðin duga til að greina t.d. gerð vopna.

1. Drónamyndir eru skarpar

Myndir frá drónum og flugvélum eru í góðri upplausn. Slík tæki eru viðkvæm fyrir loftvörnum og geta því ekki myndað rússneska T-14 skriðdreka eins og þennan nema á friðartímum.

2. Gervihnattamyndir voru grófkornaðar

Bandaríkin hafa notað njósnahnetti síðan 1976. Í upphafi var upplausnin um 30 sentimetrar sem er t.d. ekki nóg til að greina af hvaða gerð skriðdreki er.

3. Hubble snúið að jörðu.

Við bestu aðstæður nær myndavélin um 6 cm upplausn, þannig að skriðdreki og áhöfn verða vel þekkjanleg.

Aftur á móti er upplausnin ekki nógu góð til að lesa t.d. númeraplötu.

 

Dæmigerð evrópsk númeraplata er 11 cm á hæð og 52 cm á breidd. Það þýðir að hún nær aðeins yfir 16 díla sem gerir plötuna grófkornaða og ólæsilega.

 

Gufuhvolfið setur takmörk

Það er náttúran en ekki tæknin sem ræður mörkum þess hve nákvæmar njósnahnattamyndir geta orðið.

 

Gufuhvolfið er nefnilega aldrei alveg kyrrt. Hitamunur og margvíslegar hreyfingar, svo sem flugvélar, fuglar og vindur, skapa hreyfingu. Ókyrrðin myndar óteljandi lofthvirfla og loftbólur og veldur þannig örsmáum mun í massafylli loftsins.

 

Þessi breytileiki virkar líkt og litlar linsur sem brjóta ljósið á leið þess um gufuhvolfið. Áhrif þessara litlu ljósbrota gera allt sem er minna en 6 cm ógreinanlegt.

BIRT: 10/05/2022

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Andrey Kryuchenko/Imageselect

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is