Topp – 10: Fáránlegustu stríð sögunnar

Sagan geymir ótal dæmi um hryllileg stríð – en einnig dæmi um illa ígrundað og kjánalegt hernaðarbrölt. Við höfum tekið saman lista 10 furðulegustu stríðin.

BIRT: 24/03/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Listi okkar yfir 10 fáránlegustu stríð sögunnar.

10. 335 ára stríðið (1651 – 1986)

Mínus: Stríðið stóð opinberlega yfir í mörg hundruð ár, þar sem friðarsamkomulag var fyrst undirritað árið 1986.

 

Plús: Ekki einu einasta skoti var hleypt af í stríðinu milli Hollendinga og hinna bresku Scilly-eyja.

9. Fótboltastríðið (1969 – 1980)

Mínus: Uppsöfnuð spenna milli El Salvador og Honduras braust út í stríði eftir landsleik í fótbolta milli þjóðanna.

 

Plús:  Vopnuð átök í þessu 11 ára langa stríði stóðu einungis í fjóra daga.

8. Stríðið við Aroostook (1838 – 1839)

Mínus: Bjánalegt stríð sem braust út milli Breta og Bandaríkjamanna vegna ágreinings um skógarhögg.

 

Plús: Inngrip diplómata komu í veg fyrir að skoti væri hleypt af.

7. Stríð Paraguay (1864 – 1870)

Mínus: Sagt er að stríð þessi hafi byrjað vegna þess að forseti Paraguay vildi láta reyna á hernaðarsnilli sína.

 

Plús: Þrátt fyrir ósigur gegn Uruguay, Argentínu og Brasilíu var Paraguay leyft að vera áfram samt land.

6. 1812 – stríðið (1812 – 1815)

Mínus: Orsök stríðsins fólst í viðskiptaþvingunum Breta, sem var þó hætt tveimur dögum áður en stríð braust út. Bandaríkjamenn fréttu það hins vegar of seint.

 

Plús: 3.000 .þrælar sluppu við þrældóm í stríðinu.

5. Stríðið um villuráfandi hund (1925)

Mínus: Grikki nokkur vildi sækja hund sinn yfir landmærin – og stríð braust út.

 

Plús: Skjótar samningaviðræður milli Grikkands og Búlgaríu stöðvuðu stríðið eftir að einungis 50 hermenn höfðu látið lífið.

4. Stríðið um eikarfötuna (1325)

Mínus: Bologna lýsti yfir stríði á hendur Modena, þar sem hermenn borgríkisins höfðu stolið eikafötu.

 

Plús: Eikarfatan, sem endaði með því að kosta um 2.000 mannslíf, er varðveitt.

3. Bresk –Zanzibaríska stríðið (1896)

Mínus: Heiftarleg stórskotahríð Breta eyðilagði fagra höll, kvennabúr og vita í Zanzibar.

 

Plús: Bardaginn um veldisstól súltansins milli Breta og frænda hins látna súltans stóð einungis í 38 mínútur.

2. Stríðið um gullna hásætið (1900)

Mínus: Stríðið byrjaði þegar breskur liðsforingi krafðist þess að setjsta í heilagt afrískt hásæti.

 

Plús: Ashanti – ríkið í V-Afríku hélt í raun sjálfstæði sínu þrátt fyrir ósigurinn gegn Bretum.

1. Svínastríðið (1859 – 1872)

BIRT: 24/03/2023

HÖFUNDUR: Tobias Bro Larsen

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is