Search

Norður-Kóreubúar flýja stríð yfir hrunda brú

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Á flótta undan framrás herafla í Kóreustríðinu þurftu norður-kóreskir borgarar að fara yfir rústir brúar yfir fljótið Taedong á leið þeirra suður á bóginn.

 

Myndin er tekin þann 4. desember 1950 af bandaríska ljósmyndaranum Max Desfor á svæði sem nú tilheyrir Norður-Kóreu.

 

Heraflar Kínverja og Norður-Kóreumanna höfðu nýverið náð höfuðborginni Pyongyang á sitt vald, og sjálfur hafði ljósmyndarinn með naumindum sloppið út úr borginni.

 

Aðrir voru ekki jafn lánsamir. Á leið sinni meðfram fljótinu kom Max Desfor auga á mörg hundruð manns sem klifruðu yfir sundurskotna brú sem var að hluta til á kafi. Ískalt var í veðri og fjölmargir féllu í fljótið og fórust þar.

 

„Ég gleymi aldrei þessari sýn. Hundruðir manna klifruðu eins og maurar á sundurtættum bitum brúarinnar, “ segir Max Desfor sem var þá stríðsljósmyndari fréttastofunnar AP í Kóreustríðinu.

 

Myndin færði Max Desfor næsta ár Pulitzer-verðlaunin fyrir framúrskarandi blaðamennsku. Kórea hefur skipst í Norður og Suður frá því vopnahlé var samið árið 1953.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is