Þangplöntur drepa kóralla

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Ofur venjulegt sjávarþang á sinn þátt í auknum erfiðleikum kóralrifja í Kyrrahafi og Karabíuhafi.

 

Vísindamenn hjá Georgia-tæknistofnuninni í Bandaríkjunum hafa rannsakað þangplöntur og kóralla sem algeng eru kringum Fiji-eyjar og undan strönd Panama og komist að raun um að 70% þangplantnanna framleiða eiturefni sem drepa kórallana. Sum kóraldýr drepast á tveim dögum, en önnur hjara upp í 20 daga.

 

Til að prófa áhrif þangsins komu vísindamennirnir Mark Hay og Douglas Rasher fyrir þangplöntum og kóröllum hlið við hlið. Sumar þangplöntur komust í snertingu við kórallana en aðrar skyggðu bara á þá. Það reyndist einungis vera snertingin sem skaðaði kórallana.

 

Eftir þessa athugun tókst vísindamönnunum að einangra þau efni í þanginu sem drepa kórallana.

Við venjulegar aðstæður ætti þangið þó ekki að skapa kóröllunum neina verulega hættu, þar eð margar fisktegundir lifa á þangi og halda vexti þess þannig í skefjum.

 

En ofveiði hefur útrýmt sumum tegundunum og t.d. lifir nú aðeins ein tegund á því þangi sem mest skaðar kórallana.

 

Hverfi sú tegund af svæðinu, mun þangið óhjákvæmilega breiða úr sér og þrengja enn frekar að kóröllunum, segja vísindamennirnir.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is