Við viljum vara við óhugnalegum myndum neðar í greininni.
Stórir skammtar af asbestryki í lungum og banvæn kvikasilfurseitrun úr fiski.
Maðurinn hefur orðið valdur að mörgum hörmulegum mengunarslysum á jörðinni og verstu fimm slysin hafa kostað ríflega 34.000 mannslíf.
Rétt yfir helmingur þeirra lést af völdum sterkrar eiturlofttegundar í indversku stórborginni Bóphal árið 1984.
5. Libby, Montana, Bandaríkjunum 1919
400 dauðsföll.
Námuverkamenn í vermikúlít-námunni í borginni Libby í Montana, urðu á árunum 1919 til 1990 fyrir stórum skömmtum af asbestryki sem m.a. orsakaði lungnakrabba.
4. Minamata-veikin, Japan 1956
1.800 dauðsföll.
Metýlkvikasilfur í frárennslisvatni verksmiðju einnar leiddi af sér banvæna eitrun. Kvikasilfrið endaði í kræklingum og fiskum sem heimamenn lögðu sér til munns.
3. Tjernóbyl-slysið, Sovétríkjunum 1986
4.000 dauðsföll.
Alls 31 lést þegar sprenging varð í kjarnorkuverinu í Tjernóbyl. Næstu áratugi á eftir veiktust þúsundir af krabbameini í skjaldkirtli.
2. Lundúnaþokan mikla, Englandi 1952
Alls 12.000 dauðsföll.
Kalt háþrýstisvæði lá yfir Lundúnaborg og kom í veg fyrir að reykur frá verksmiðjum og kolaofnum bærist út í andrúmsloftið. Þetta hörmungarástand hafði í för með sér þykka mengunarþoku sem dró til dauða börn, gamalmenni og aðra með veikluð lungu.
1. Bhópal-slysið, Indlandi 1984
16.000 dauðsföll.
Eitraða lofttegundin Metýlísósýanat lak út úr bandarískri efnaverksmiðju í þéttbyggðu stórborginni Bhópal á Indlandi. Minnst 5.000 manns fórust samstundis og ríflega tíu þúsund, jafnvel allt að 25.000, létust af afleiðingum slyssins.
5. Libby, Montana, Bandaríkjunum 1919
400 dauðsföll.
Námuverkamenn í vermikúlít-námunni í borginni Libby í Montana, urðu á árunum 1919 til 1990 fyrir stórum skömmtum af asbestryki sem m.a. orsakaði lungnakrabba.
4. Minamata-veikin, Japan 1956
1.800 dauðsföll.
Metýlkvikasilfur í frárennslisvatni verksmiðju einnar leiddi af sér banvæna eitrun. Kvikasilfrið endaði í kræklingum og fiskum sem heimamenn lögðu sér til munns.
3. Tjernóbyl-slysið, Sovétríkjunum 1986
4.000 dauðsföll.
Alls 31 lést þegar sprenging varð í kjarnorkuverinu í Tjernóbyl. Næstu áratugi á eftir veiktust þúsundir af krabbameini í skjaldkirtli.
2. Lundúnaþokan mikla, Englandi 1952
Alls 12.000 dauðsföll.
Kalt háþrýstisvæði lá yfir Lundúnaborg og kom í veg fyrir að reykur frá verksmiðjum og kolaofnum bærist út í andrúmsloftið. Þetta hörmungarástand hafði í för með sér þykka mengunarþoku sem dró til dauða börn, gamalmenni og aðra með veikluð lungu.
1. Bhópal-slysið, Indlandi 1984
16.000 dauðsföll.
Eitraða lofttegundin Metýlísósýanat lak út úr bandarískri efnaverksmiðju í þéttbyggðu stórborginni Bhópal á Indlandi. Minnst 5.000 manns fórust samstundis og ríflega tíu þúsund, jafnvel allt að 25.000, létust af afleiðingum slyssins.