Náttúran

Hvað er átt við með hillingum?

Hvað táknar orðið hillingar? Talað er um að sjá eitthvað í hillingum en hver er raunveruleg merking orðsins?

BIRT: 15/02/2023

Allir hafa heyrt sögur af ferðalöngum í eyðimörkinni sem telja sig hafa fundið vatn en sáu í raun bara hillingar. Er loftspeglun raunverulegt fyrirbæri?

 

Hillingar eru loftfyrirbrigði sem verða til þegar ljósbylgjur breyta um stefnu og spegla þannig mynd af himninum eða fyrirbærum í nágrenninu. Við hitabreytingar, eins og þegar kalt loft rís upp yfir hlýrra loft, geta sést miklar hillingar vegna þess að heitt loft endurspeglar betur og hillingar verða til þegar ljósbylgjan „beygir frá“ hitauppstreyminu, hvort sem það er heitur sandur eða malbik.

 

Hillingar geta sýnt vatn í eyðimörkinni

Dæmigerðar hillingar geta m.a. sýnt stöðuvatn í miðri eyðimörk en um er að ræða sjónvillu sem á sér ofur eðlilegar skýringar.

 

Hillingar verða þegar ljósið lendir á loftlögum með töluvert hærra eða lægra hitastig en loftið í umhverfinu. Þetta á sér m.a. oft stað í eyðimörkum þar sem loftlögin beint yfir sandinum geta orðið umtalsvert hlýrri en loftið svolítið ofar.

Hillingar í eyðimörkum.

Í slíkum tilvikum beygja ljósgeislarnir þar sem loftlögin tvö mætast. Ástæðan er sú að þéttleiki loftsins er breytilegur í samræmi við hitastigið og fyrir vikið brotnar ljósið á ólíka vegu.

 

Hraði og stefna ljósgeislanna breytist og augun skynja að geislarnir berist úr annarri átt en raun ber vitni.

 

Stöðuvatn sem birtist í hillingum er í raun og veru aðeins hluti af bláum himninum sem beygja ljóssins lætur virðast vera í eyðimerkursandinum, rétt undir sjóndeildarhringnum.

 

Hillingar geta einnig gert vart við sig á heimskautasvæðum

Hillingar sjást ekki einungis í eyðimörkum.

 

Hillingar eða tíbrá eins og fyrirbærið einnig kallast á íslensku, geta einnig sést á heimskautasvæðum og yfir sjó. Á heimskautasvæðum og yfir sjónum er oft um að ræða kalt loftlag neðst sem hlýrra loft svo leysir af hólmi þegar ofar dregur. Slíkt hefur einnig í för með sér hillingar.

Hillingar á heimskautasvæðum.

Þegar kalda loftið liggur neðst mun speglunin svífa yfir sjóndeildarhringnum. Fyrir vikið birtist öðru hvoru aukalegt sjávarborð fyrir ofan raunverulegt yfirborð sjávar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is