Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Ég tók verulega á því í ræktinni í fyrradag og núna tveimur dögum síðar eru vöðvarnir stífir og aumir. Hvers vegna finn ég meira fyrir vöðvunum í dag en strax eftir æfinguna?

BIRT: 27/02/2024

Ekkert er óeðlilegt við að fá verki í vöðvana eftir stranga æfingu. Eymslin gera að öllu jöfnu fyrst vart við sig hálfum sólarhring eftir æfingu og ná hámarki eftir 24-72 klukkustundir.

 

Vísindamenn greinir á um hvað veldur síðbúnum verkjum í vöðvum. Áður fyrr tíðkaðist að skýra eymslin með mjólkursýru í vöðvunum en svo virðist sem sú kenning eigi ekki við rök að styðjast.

 

Í dag telja vísindamenn skýringuna vera þá að síðbúin eymsl í vöðvum eigi rætur að rekja til ástands í vöðvunum sem líkja mætti við bólgu og sem myndast vegna skemmda í vöðvatrefjum sem sjást ekki með berum augum.

 

Strekktir vöðvar verða aumari 

Vöðvatrefjar eru einkum viðkvæmar fyrir örskemmdum þegar við leggjum stund á svonefnda ósammiðja vöðvaáreynslu, þar sem reynt er á vöðvana á meðan þeir eru strekktir. Rannsóknir hafa einnig sýnt að eymslin geta stafað af skaða í bandvefnum umhverfis vöðvana.

 

Viðgerðin er kvalafull

Að æfingu lokinni þyrpast ónæmisfrumurnar saman til að lagfæra vöðvaskemmdirnar. Á meðan þær starfa virkjast enn fremur taugafrumurnar.

1. Þjálfun skaðar vöðvann

Styrktarþjálfun veldur vart sýnilegum meiðslum á vöðvatrefjum og bandvef. Það eru einkum svonefndar ósammiðja æfingar með alveg strekktum vöðvum sem gera það að verkum að trefjarnar verða viðkvæmar fyrir meiðslum.

2. Frumur gera við skemmdirnar

Ónæmisfrumur á borð við daufkyrninga og átfrumur streyma til vöðvans í því skyni að gera við skemmdirnar. Ferli þetta leysir úr læðingi ýmiss konar bólgumyndandi efni.

3. Bólga gefur til kynna sársauka

Efni þessi og virkni ónæmisfrumnanna örva taugafrumur umhverfis vöðvann. Taugafrumurnar senda sársaukaboð til heilans sem skynjar vöðvaeymslin.

Óþekktar æfingar, svo og mikil, ströng þjálfun, hafa yfirleitt í för með sér síðbúin vöðvaeymsl. Þegar svo vöðvarnir laga sig smám saman að æfingunum, minnka eymslin.

 

Erfitt er að komast hjá því að fá síðbúin eymsl þegar vöðvunum er beitt í nýjum æfingum. Með því að gera réttar ráðstafanir, m.a. með því að drekka nóg af vatni og hita upp fyrir æfingar, er unnt að draga úr eymslunum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

Shutterstock © Shutterstock & Lotte Fredslund

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvenær komu fyrstu gauksklukkurnar fram?

Náttúran

Af hverju verða hlutir rafmagnaðir?

Náttúran

Topp 5 – Hvaða sprengiefni er eldfimast?

Maðurinn

Hugtökin vinstri og hægri stríða gegn eðli okkar

Náttúran

Geta dýr einnig orðið ástfangin?

Lifandi Saga

Mahatma Gandhi – Frelsishetja Indlands

Lifandi Saga

Pestin lagði Rómarríki í gröfina

Tækni

Tilviljanir skópu helstu sigra vísindamanna

Maðurinn

Af hverju klæjar mig undan ull?

Heilsa

Er ekki hægt að fá krabbamein í hjartað?

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.