Gervivöðvi sér um deplun augans

Úrræði fyrir sjúklinga með lamað augnalok eftir slys

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Á hverju ári verða mörg þúsund manns fyrir því að geta ekki lengur deplað öðru auganu, eða jafnvel hvorugu. Ástæðan getur verið blóðtappi, sköddun í slysi, taugasköddun eða lömun eftir hníf skurðlæknis. Afleiðingarnar geta verið alvarlegar, því augun þurfa að geta lokast til að hreinsa sig og viðhalda raka.

 

Nú eru bandarískir vísindamenn hjá Davis-læknisfræðimiðstöðinni við Kaliforníuháskóla að þróa gervivöðva sem getur komið lömuðum augnalokum aftur í gang. Gervivöðvinn kallast EPAM (Electroactive Polymer Artificial Muscle), er græddur við höfuðkúpuna og annast síðan deplun augans. Hafi sjúklingurinn enn stjórn á öðru auganu, má nota skynjara til að fylgjast með hreyfingum heilbrigða augnaloksins og láta gervivöðvann fylgja hreyfingum þess. En séu bæði augnalokin lömuð er gangráður græddur í sjúklinginn og hann sér til þess að depla augunum með reglulegu millibili á sama hátt og hjartagangráður knýr hjartað til að slá.

 

Eins og stendur eru takmarkaðir möguleikar til að fá lamað augnalok til að hreyfast. Í suma sjúklinga er græddur vöðvi úr fæti, en það er mikil aðgerð og hentar því illa fyrir eldra fólk eða lasburða. Í öðrum tilvikum er lítil gulþynna sett í augnalokið og þyngd hennar látin loka auganu, en það gerist þó svo hægt og óreglubundið í samanburði við heilbrigt augnalok að lausnin getur ekki talist nærri því að vera fullgóð.

 

Enn sem komið er hafa vísindamennirnir einungis prófað gervivöðvann á látnu fólki og dýrum, en þeir reikna með að þessari tækni megi almennt beita eftir svo sem 5 ár.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is