Lifandi Saga

Hvað er dómsdagsflugvél? 

24 tíma á sólarhring, sjö daga vikunnar, 365 daga á ári. Svonefnd dómsdagsflugvél er alltaf tilbúin að taka á loft með forseta BNA ef hið óhugsanlega myndi gerast.

BIRT: 05/11/2022

Dómsdagsflugvél er flugvél sem bæði Bandaríkjamenn og Rússar þróuðu upp úr 1970 til að búa sig undir gjöreyðileggingu í kjarnorkustríði í kalda stríðinu. 

 

Flugvélarnar áttu að virka sem eins konar fljúgandi birgi þar sem leiðtogar þjóða og ráðherrar væru fluttir í öryggi ef ráðist væri á land þeirra með kjarnorkuvopnum. Úr lofti gátu fyrirmenn landsins ráðfært sig við ráðgjafa og ákveðið næstu skref í stríðinu. 

 

Til að tryggja flugvélarnar sem best voru þær búnar fjölmörgum vörnum. Flugvélarnar voru t.d. smíðaðar til að þola rafsegulbylgjuhögg eftir sprengingu kjarnorkuvopna sem yfirleitt eyðileggja allan rafbúnað. Auk þess voru flugvélarnar búnar með hliðrænum flugbúnaði til að tryggja þær gegn tölvuárásum. 

Dómsdagsflugvélin Boeing E-4B getur tekið 112 manns ef kjarnorkustyrjöld brýst út.

Flugvélarnar eru alltaf tilbúnar

Fjöldi rússneskra dómsdagsflugvéla er óþekktur en BNA býr núna yfir fjórum slíkum. Þær eru tæknilega séð ekki leynilegar en yfirvöld fjalla sjaldan um þær – hvað þá heldur staðsetningu þeirra sem er tryggilega haldið leyndri.

 

Engu að síður er vitað að minnst ein dómsdagsflugvél er ævinlega tilbúin á hvaða tíma sólarhringsins til að taka á loft með forsetann og fylgdarlið hans, verði BNA fyrir árás. Flugvélarnar tóku á loft þann 11. september 2001 þegar ráðist var á tvíburaturnana í New York. 

 

Síðast sást til bandarískrar dómsdagsflugvélar, Boeing 747 E-4B yfir Ermarsundi í lok mars 2022. Flugvélin var mögulega á lofti sem eitt viðbragð við því að Rússland hafði hótað að nota kjarnorkuvopn ef Vesturlönd blanda sér í innrás þeirra í Úkraínu. 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© USAF

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.