Hvernig virka TOS-1 vopn Rússanna?

Flugskeyti sem geta grandað heilu íbúðarblokkunum og sogað allt loft úr lungum óvinveittra hermanna – TOS 1 vopn Rússa hafa skelfileg og banvæn áhrif.

BIRT: 01/10/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Seint í febrúar á þessu ári sáust rússnesk TOS-1 skotkerfi í grennd við landamæri Rússlands og Úkraínu. TOS-1 samanstendur af sprengjuvörpu, áfastri skotvagni sem skotið getur allt að 24 flugskeytum af stærðinni 220-mm gegn óvinveittum skotmörkum.

 

Sjálf flugskeytin fela í sér geymi sem inniheldur sprengifiman vökva eða duft. Þegar skotið hefur verið, blandast vökvinn eða duftið saman við loftið umhverfis og myndar ský sem samanstendur af sprengifimum loftögnum sem dreifast.

Myndband: Sjáðu áhrif TOS-1 á vígvellinum

Fórnarlömbin deyja sársaukafullum dauða

Síðan verður sjálf sprengingin. Hún leiðir af sér gífurlegan yfirþrýsting en þegar svo sprengiloftið kólnar fylgir í kjölfarið gríðarlegur undirþrýstingur sem sogar í sig allt loft í 1,5 km radíus. Afleiðingin er sprengja sem er um það bil helmingi öflugri en hefðbundin sprengja og grandar öllu sem fyrir henni verður.

 

Maður sem er innan svæðisins þar sem TOS-1 sprengjan lendir brennur annað hvort upp til agna eða hlýtur kvalafullan dauðdaga með því að allt loft sogast upp úr lungum hans og líffærin eyðileggjast. TOS-1 er einkar áhrifamikið vopn gegn óvinveittum hersveitum sem hafa lokað sig inni í neðanjarðarbirgjum, kjöllurum eða víggirtum byggingum.

 

Sökum þess hversu kvalafullan dauðdaga TOS-1 hefur í för með sér hafa mörg félagasamtök fordæmt notkun þess en þess má geta að vopnið er jafnframt að finna á lista Mannréttindavaktarinnar yfir ólögleg vopn.

TOS-1 flugskeytum er hér skotið úr skotvögnum en þess bera að geta að drægi þeirra nemur 6 km.

Vopnið var notað gegn Afganistan

TOS-1 var upprunalega hannað í Sovétríkjunum með það fyrir augum að ráðast inn fyrir víggirtar varnarlínur óvinveittra hersveita, svo og á brynvarin ökutæki. Vopninu var í fyrsta skipti beitt í innrás Sovétmanna í Afganistan árið 1988 en frá því að þetta var hafa Rússar jafnframt beitt því m.a. í Téténíu.

 

Saman geta flugskeytin grandað heilum fjölbýlishúsum eða hverfum á einu bretti, svo og eyðilagt skotgrafir sem gerir rússneskum hersveitum kleift að ráðast til atlögu á skriðdrekum og drepa hvern einasta hermann sem kynni að hafa lifað af árásina.

BIRT: 01/10/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Vitaly V. Kuzmin

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is