Lifandi Saga

Hvað er Nýja-Rússland?

Nýja-Rússland er notað yfir rússneska nýlendu sem teygir sig yfir stóra hluta af Úkraínu en þetta er draumur stuðningsmanna aðskilnaðarsinna sem halda á lofti hugmyndinni um svokallað Nýja-Rússland.

BIRT: 17/09/2022

„Novorossiya“ (Nýja-Rússland) er sögulegt heiti sem rússneska keisaradæmið notaði yfir víðáttumiklar gresjurnar norður af Svartahafi. 

 

Svæðið náði yfir mestallan suður- og austurhluta Úkraínu og var fyrst sett á stofn sem rússneskt hérað árið 1764. Svæðinu var í raun ætlað að gegna hlutverki stuðpúðasvæðis gegn Tyrkjaveldi í suðri. 

 

Novorossiya varð hluti af Úkraínu

Í því skyni að byggja upp og rækta eins mikið og hugsast gat af gríðarstórum gresjunum skiptu valdhafarnir í Nýja-Rússlandi landsvæðinu ósparlega á milli rússneskra aðalsmanna og úkraínskra bænda.

 

Héraðið hélst hluti af rússneska keisaradæminu allt þar til í mars árið 1917, þegar Nikólás keisari 2. neyddist til að afsala sér völdum í kjölfar uppreisnar.

 

Næstu árin á eftir varð Nýja-Rússland leiksoppur ýmissa ríkja og svæðið laut bæði stjórn hins nýstofnaða rússneska lýðveldis, skammlífs úkraínsks ríkis og andkommúnískrar hreyfingar. 

 

Sovétríkin lögðu svæðið undir sig árið 1922 og innlimuðu það í úkraínska Sovétlýðveldið. Þaðan í frá hætti Nýja-Rússland að vera til í landfræðilegum skilningi og eftir fall Sovétríkjanna lagði Úkraína svæðið undir sig.

Hugmyndin um rússneskt klofningsríki nýtur ekki mikilla vinsælda meðal Úkraínumanna en hér má sjá úkraínskar fótboltabullur brenna fána Nýja-Rússlands á knattspyrnuleik.

Árið 2014 var hugmyndin um Nýja-Rússland þó vakin til lífs á nýjan leik. Rússneski forsetinn, Vladímir Pútín, ákvarðaði að úkraínsk svæði á borð við Luhansk og Donetsk skyldu verða hluti af Nýja-Rússlandi og fyrir vikið rússnesk í sögulegu samhengi í hans augum. 

 

„Rússland missti þessi svæði, ýmissa hluta vegna en Rússarnir fóru hvergi“, sagði Pútín. 

 

Þessi orð Pútíns gerðu það að verkum að aðskilnaðarsinnar, hliðhollir Rússum, tóku völdin í Luhansk og Donetsk og lýstu því yfir að þeir hygðust endurreisa Nýja-Rússland. 

 

Í febrúar í ár var draumurinn nálægt því að rætast þegar Pútín lýsti yfir sjálfstæði svæðanna tveggja stuttu fyrir innrásina í Úkraínu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Plástur notaður til að lækna hjarta 46 ára konu

Heilsa

Eiturkönguló getur linað skaða eftir blóðtappa

Alheimurinn

Á manneskjan sér framtíð í geimnum?

Maðurinn

Húðliturinn ræðst af D-vítamíni

Maðurinn

Sex mýtur um hjartað

Maðurinn

Þannig má forðast gular tennur

Heilsa

Dánardagur þinn er skrifaður í blóð þitt 

Heilsa

Munnur okkar getur haft áhrif á hvort við veikjumst af heilabilun: Hér má lesa sér til um hvað vísindamenn segja að við ættum að borða í meira magni

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Lifandi Saga

Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is