Search

Hvernig urðu ólígarkar Rússlands svona ríkir?

Eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 ákváðu Rússar að einkavæða stóru fyrirtæki landsins. Markmiðið var að dreifa eignum ríkisins á alla almenna borga en hópur auðmanna hafði hafði annað í huga.

BIRT: 03/09/2022

LESTÍMI:

3 mínútur

Rússnesku ólígarkarnir komu fram á sjónarsviðið á tíunda áratugnum. Þá nýttu þeir sér pólitíska og efnahagslega óreiðu í kjölfar falls Sovétríkjanna til að skara eld að eigin köku.

 

Gullnáma ólígarkanna var nýhafin einkavæðingaráætlun Rússlands. Eftir upplausn Sovétríkjanna fóru Rússar að einkavæða stóru ríkisfyrirtækin með því að gefa út nokkurs konar inneignamiða sem almenningur fékk ódýrt.

Ríkustu ólígarkar Rússlands

Rússnesku ólígarkarnir hafa orðið fyrir barðinu á vestrænum refsiaðgerðum eftir innrás Rússa í Úkraínu. En margmilljarðamæringar Rússlands eru enn í hópi ríkustu manna heims.

Vladimir Potanin

Eignir: Um 4000 milljarðar króna.

 

Tapað vegna refsiaðgerða: 700 milljarðar króna.

 

Auður Potanins stafar fyrst og fremst af hlutabréfum sem hann fékk fyrir að lána rússneskum stjórnvöldum peninga á tíunda áratugnum. Í dag á Potanin 36 prósent hlutafjár í Norilsk Nickel, stærsta nikkelframleiðanda heims. Auk þess stjórnar hann m.a. lyfjafyrirtækinu Petrovax Pharm.

Leonid Mikhelson

Eignir: 3300 milljarðar króna

 

Tapað vegna refsiaðgerða: 1400 milljarðar króna.

 

Mikhelson (til hægri) á um 25 prósent hlutafjár í Novatek, stærsta jarðgasfyrirtæki í einkaeigu í Rússlandi. Auk þess á hann um 30 prósent í jarðolíusamsteypunni Sibur. Hann eignaðist hlutabréfin fljótlega eftir upplausn Sovétríkjanna árið 1991.

Alexei Mordashov

Eignir: 3000 milljarður króna

 

Tap vegna refsiaðgerða: Um 900 milljarðar króna.

 

Mordashov á 77 prósent hlutafjár í Severstal, einum stærsta stálframleiðanda Rússlands. Hann keypti hlutabréfin ódýrt af starfsmönnum stálverksmiðjunnar eftir fall Sovétríkjanna. Hann á einnig hlut í ferðaskrifstofum, bönkum, fjarskiptafyrirtækjum, verslunum, fjölmiðlum o.fl.

Í reynd þýddi þetta að allir landsmenn gátu keypt inneignarseðla sem hægt var að skipta út fyrir hlutabréf í ríkisfyrirtækjum.

 

Þegar ríkið losaði tökin á efnahagslífinu í desember 1991 og gaf kapítalismanum lausan tauminn, var Rússland hins vegar steypt inn í djúpa efnahagskreppu.

 

Framtakssamir ríkir menn nýttu sér glundroðann til að kaupa gríðarlegt magn þessara inneignarmiða af fátækum Rússum. Þannig keyptu þeir meirihluta verðbréfa í þúsundum fyrirtækja fyrir slikk.

 

Jeltsín veitti ólígörkunum völd

Ólígarkarnir juku vald sitt um miðjan tíunda áratuginn. Þá myndaði Borís Jeltsín, forseti Rússlands, bandalag við ólígarkana til að safna fé fyrir kosningabaráttu sína árið 1996.

 

Samkomulagið fól í sér að ríkisstjórn Jeltsíns tók milljarða dollara að láni frá ólígörkunum og á móti fengu þeir hlutabréf í ríkisfyrirtækjum.

Einn þekktasti rússneski ólígarkinn er Roman Abramovich (t.h.) keypti m.a. enska knattspyrnufélagið Chelsea árið 2003.

Þannig náðu ólígarkarnir yfirráðum í ótal arðbærustu stál-, námu-, olíu- og skipafyrirtækjum Rússlands. Hagnaður fyrirtækjanna var svo fluttur úr landi og falinn á erlendum bankareikningum.

 

Með stuðningi ríkra bakhjarla sinna vann Borís Jeltsín kosningarnar 1996, en um leið breytti hann rússneska hagkerfinu í spilltan kapítalisma sem jók gríðarlega völd örfárra auðmanna.

BIRT: 03/09/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© Kremlin.ru

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is