Tækni

Þessi vopn ráða úrslitum um örlög Úkraínu

Hljóðfrá flugskeyti og nýtísku skriðdrekar gegn brynrjúfandi eldflaugum, drónum og Molotov-kokteilum – þetta er veruleikinn í Úkraínu þegar innrás Rússa stendur yfir.

BIRT: 12/05/2022

Rússneskum hermönnum fjölgar dag frá degi í Úkraínu en á móti eru varnir Úkraínumanna styrktar með liðsauka almennra borgara og vopnum frá Vesturlöndum.

 

AK-47 rifflar og nákvæmnisrifflar eru staðalbúnaður í báðum herjum en Rússar ráða yfir ógnvekjandi lofther meðan Úkraínumenn útbúa Molotov-kokteila heima í stofu.

 

Við förum hér yfir þau vopn sem mestu máli skipta í stríðinu milli Rússlands og Úkraínu.

VOPNABÚR RÚSSA

TOS-1 sprengjuvarpan er byggð ofan á T-72 skriðdreka, hefur verið hluti af vopnabúnaði Rússa í mörg ár og getur m.a. skotið hinum ógnvekjandi eldsprengjum.

Eldsprengjan

Næst á eftir kjarnorkusprengjunni er þetta ógnvænlegasta vopn Rússa og er líka nefnd FAE-sprengja (Fuel-Air Explosive).

 

Í eldsprengjunni eru tvær sprengihleðslur.

 

Fyrri hleðslan dreifir út stóru skýi af sprengifimu efni út í loftið. Efnið er yfirleitt afar eldfimt og í duft- eða úðaformi.

 

Vegna þess að úðadroparnir eða duftkornin eru fíngerð þrengir efnið sér á sekúndubroti inn í hús eða á bak við varnarveggi – í rauninni út um allt þar sem ekki er fyllilega loftþétt.

 

Súrefnið í loftinu myndar líka efnasamband við sprengiefnið sem þannig fær verulega aukna sprengiorku.

 

Seinni sprengihleðslan kveikir í skýinu sem þá breytist skyndilega í ofboðslega eldkúlu og öfluga þrýstibylgju sem veldur miklum skaða í 1,5 km fjarlægð. Hitinn verður svo mikill að fólk beinlínis gufar upp á staðnum.

 

Eldsprengjunum er skotið með TOS-1 sprengjuvörpu sem rúmar 24 flaugar og þær hitta í mark í allt að 10 km fjarlægð.

Mikill hreyfanleiki, 500 km drægni og nákvæmni upp á 1-30 metra gera hljóðfráu Iskander-flaugarnar að ógnvekjandi árásarvopni.

Iskander-flaugar

9K720 Iskander-flaugin er færanleg, skammdræg skotflaug sem nær 2.100 til 2.600 km hraða (sex til sjöföldum hljóðhraða) og kemst 500 km leið.

 

Eldflaugin getur borið margvíslegar sprengjur, svo sem eldsprengjur, rafsegulsprengjur sem slá út radarstöðvar eða jafnvel kjarnorkusprengjur.

 

Iskander-flaugum er skotið frá stórum TEL-trukki (Transporter Erector Launcher) sem getur borið tvær flaugar í einu.

 

Eldflaugin fer ekki í samfellda bogabraut, því hún er búin sjálfstýringu og getur því sveigt fram og til baka. Það er þess vegna erfitt að sjá braut hennar fyrir og skjóta hana niður.

 

Gervihnettir stýra flauginni hins vegar að skotmarkinu og hún hittir því nákvæmlega þar sem til var ætlast.

Iskander-flaugar í mismunandi útgáfum hafa verið hluti af vopnabirgðum rússneska hersins síðan 2006. Þær eru færanlegar, mjög öflugar og afar nákvæmar. Þær eru einkum notaðar til að eyðileggja hernaðarleg skotmörk.

T-90 skriðdrekar

Helsta einkenni T-90 skriðdrekans er gríðaröflug brynvörn sem kallast Contact-5-ERA.

 

ERA (Explosive Reactive Armor) er sérstök gerð brynvarnar sem virkar vel gegn sprengjum sem sérstaklega er ætlað að granda skriðdrekum. Þessi brynvörn er sett á hliðar skriðdrekans og er gerð úr litlum, ferköntuðum sprengiefnispökkum sem haldið er saman með málmplötum.

 

Þegar skotflaug lendir á brynvörninni, kviknar í sprengiefninu, það springur út frá skriðdrekanum og þrýstir skotflauginni og um leið aðalsprengingunni frá og heldur skaðanum þannig í lágmarki.

 

Til viðbótar á T-90 er sett svokallað Shtora-1 viðbragðskerfi sem notað er til að afvegaleiða skriðdrekaflugskeyti með því að senda út innrautt merki.

 

Síðast en ekki síst eru þessir skriðdrekar búnir 125 mm 2A46 byssu sem getur skotið ýmsum gerðum skotfæra og dregur allt að fimm kílómetra.

VOPNABÚR ÚKRAÍNU

Hér er bandarískur hermaður með Javelin skriðdrekaflaug í léttri sprengjuvörpu á æfingu í Ungverjalandi 2019. Eystrasaltsríkin þrjú eru meðal ríkja sem sent hafa mörg þúsund slík vopn til Úkraínu.

Javelin skriðdrekaflaugar

FGM-184 Javelin er skotflaug sem skjóta má úr sprengjuvörpu á öxlinni og er ætlað að granda skriðdrekum.

 

Það er stór kostur við Javelin-flaugina að hún notar innrautt geislakerfi til að læsa sig við skotmarkið.

 

Þegar flauginni er skotið, þeytir lítil sprengihleðsla henni úr sprengjuvörpunni og þannig skapast nokkur fjarlægð frá skotmanninum áður en flaugin kveikir á eigin eldflaugahreyfli.

 

Það gerir flaugina að afar handhægu vopni gegn skriðdrekum og öðrum brynvörðum farartækjum að hún fer eftir bogabraut í 150 metra hæð og allt að tveggja kílómetra vegalengd áður en hún steypist ofan á skotmarkið en þar er brynvörnin veikust fyrir.

 

Flaugin er búin tvöfaldri sprengjuhleðslu. Sú fyrri virkjar ERA-brynvörn skriðdrekans en sú seinni kemst í gegnum innri hlið brynvarnarinnar.

Javelin-flaugarnar eru hryggjarstykkið í vörnum Úkraínumanna gegn Rússum sem ráða miklu fleiri skriðdrekum og öðrum brynvörðum farartækjum.

Stinger-flaugar

FIM-92 Stinger eru loftflaugar sem skotið er af öxl og henta sérlega vel til að granda þyrlum.

 

Sjálf flaugin er 1,52 m að lengd, 77 mm í þvermál og vegur ríflega 15 kg. Hún dregur 4.800 metra. Flauginni er skotið með litlum mótor áður en flaugin ræsir eldflaugahreyfilinn og getur svo náð 750 metra hraða á sekúndu eða 2,5 sinnum hljóðhraða.

 

Í sprengjunni sjálfri eru HTA-3 sprengiefni sem er blanda af HMX eða októgeni, TNT og áldufti. Til viðbótar er þessi flaug búin innrauðum og útfjólubláum skynjurum sem leita að þeirri hitaþéttni sem myndast t.d. í þyrlum og orrustuvélum.

 

Til að komast hjá því að skjóta niður eigin loftför eru flaugarnar líka búnar IFF-kerfi (Indentification, Friend or Foe) sem sendir og svarar vissum boðum.

Eins og sum fleiri fyrrum Sovétríki ræður Úkraína yfir tyrkneskum Bayraktar TB2-drónum.

Bayraktar TB2-drónar

TB2 er ómönnuð smáflugvél sem getur haldið sér á lofti í sólarhring uppi í 7.300 metra hæð. Þessir drónar eru mikið notaðir til vöktunar og loftárása.

 

Skrokkurinn er gerður úr koltrefjum, kevlar og blönduðum efnum. Þetta gerir drónann mjög léttan og hann lætur líka vel að stjórn. Lengdin er 6,5 metrar, vænghafið 12 metrar og hámarkshraði 220 km/klst.

 

Auk fjarstýringar frá jörðu er unnt að forrita drónatölvuna þannig að tækið stýri sér sjálft.

 

Staðalbúnaður í þessum drónum eru stafrænar og innrauðar myndavélar, leysigeislafjarlægðarmælir og leysibendill. Dróninn getur líka borið allt að fjórar svonefndar MAM-flaugar með mismunandi gerðum leysistýrðra sprengja sem geta hitt hluti sem eru á hreyfingu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN ROSENBERG PEDERSEN

The US Army,© Wikimedia / Vitaliy Ragulin,© Wikimedia / Vitaly V. Kuzmin,© Russian Army,© Flickr ,© Wikimedia / U.S. Army,© Wikimedia / armyinform.com.ua

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Heilsa

Vísindamenn: Miklir kostir þess að nota stigann frekar en lyftuna.

Heilsa

Vísindamenn: Miklir kostir þess að nota stigann frekar en lyftuna.

Spurningar og svör

Er ekki bara hægt að lyfta Títanic upp á yfirborðið?

Lifandi Saga

60 aðalsmenn drukknuðu í skít

Náttúran

Skógareldar geisa um gjörvallan hnöttinn

Alheimurinn

Hin dulda hlið tunglsins

Vinsælast

1

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

2

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

3

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

4

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

5

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

6

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

1

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

2

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

3

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

4

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

5

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

6

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Alheimurinn

Slær öll met:  Brúnn dvergur er heitari en sólin

Lifandi Saga

Hve fjölmennir eru rússnesku minnihlutahóparnir í Austur-Evrópu?

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Maðurinn

Síðbúnar kvöldmáltíðir gera þig þyngri og svangari

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Á miðöldum gerði fólk þarfir sínar á götum úti og kastaði innihaldi næturgagnsins út um glugga. Betri lausnir litu smám saman dagsins ljós og m.a. vatnssalerni, salernispappír og klósettsetur áttu eftir að breytu ýmsu.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is