Náttúran

Hvað er mRNA?

mRNA er á allra vörum eftir að bóluefnin gegn Covid-19 komu fram en hvað er mRNA?

BIRT: 26/08/2023

MessengerRNA eða mRNA gegnir þýðingarmiklu hlutverki sem boðberi frumnanna og án mRNA væru lífverur ekki til.

 

Störfum frumu er stjórnað inni í frumukjarnanum þar sem erfðaefnið, DNA, er til húsa. Ýmist er kveikt eða slökkt á einstökum genum, allt eftir því hvort þörf er fyrir virkni þeirra.

 

Virk gen senda boð út í frumuna og segja til um hvaða prótín skuli framleiða. Prótínin má kalla verkamenn frumunnar og þau annast það sem gera skal.

 

mRNA er boðberi frumunnar

DNA fer aldrei út úr frumukjarnanum. mRNA má hins vegar kalla sendisveina sem bera fyrirskipanir frá genunum.

 

Utan kjarnans bera mRNA-sameindirnar skipanirnar til ríbósómanna sem framleiða prótínin.

mRNA er boðberi frumunnar

Genin nota mRNA til að flytja uppskriftir að prótínum út í frumuna.

1. Gen skrifa mRNA

Þegar gen er virkjað aðskiljast DNA-strengirnir. Bygging þeirra er lesin og afrituð í mRNA-sameind.

2. mRNA fer úr kjarnanum

mRNA er sent út úr frumukjarnanum og berst til ríbósóms í umfryminu. Ríbósómið les uppskrift mRNA-sameindarinnar og tekur að framleiða prótínið.

3. Prótínframleiðslan

Um leið og ríbósómið les uppskriftina byggir það prótínið úr nákvæmlega réttum amínósýrum og í þeirri röð sem uppskriftin segir til um.

Ríbósómin nota mRNA sem eins konar handbók til að sjá hvernig byggja skuli prótínin. Þegar prótínið hefur verið framleitt hefur mRNA lokið hlutverki sínu og brotnar niður. Einstakir hlutar mRNA-sameindarinnar eru endurnýttir í nýtt mRNA.

 

mRNA kóðar fyrir Kóróna prótein

Kórónabóluefnin nota mRNA til að flytja ríbósómum vöðvafrumnanna fyrirskipanir um að byggja svonefnd broddprótín, sömu gerðar og þau sem veiran SARS-CoV-2 sem veldur Covid, notar til að komast inn í líkamsfrumur.

 

Broddprótín sem frumurnar framleiða eftir bólusetningu, styrkja ónæmiskerfið, enda er litið á broddprótínin sem framandi og frumur ónæmiskerfisins taka að framleiða mótefni.

Þegar þessi mótefni eru til staðar getur ónæmiskerfið brugðist hraðar við Covid-sýkingunni og barið hana niður áður en veirurnar ná að fjölga sér að ráði.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JONAS GROSEN MELDAL

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hættuleg baktería tengd við sérstakan hundamat

Lifandi Saga

Dauði Maó olli harðri valdabaráttu

Lifandi Saga

Kynnisferð um: Morðmál miðalda 

Læknisfræði

Ónæmiskerfi barna skaddast af mislingum

Lifandi Saga

Hvernig tilraunir gerðu læknar nasista?

Lifandi Saga

Hvað er GUGI? 

Maðurinn

Er það rétt að nefið og eyrun stækki alla ævi?

Menning

Fjórar fréttir um bjór

Menning

Hver var síðasti geldingasöngvarinn? 

Lifandi Saga

Hvers vegna vildu Frakkar eignast Níger sem nýlendu? 

Tækni

HITTU HERMIVÉLMENNI ÞITT

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is