Í grundvallaratriðum eru öll atóm smáseglar en í langflestum efnum er afstaða atómseglanna svo tilviljanakennd að segulsvið þeirra afsegulmagna hvert annað. Örfáir málmar fela hins vegar í sér svonefnda járnseglun.
Járnsegulmagnaður málmur, á boð við járn, hefur yfir að ráða segulmögnuðum sviðum, þ.e. svæðum þar sem atómseglunum er beint í sömu áttina. Járn felur í sér milljónir þessara örsmáu sviða, en að öllu öðru jöfnu er afstaða segulsviðanna tilviljanakennd.
Járnseglandi efni geta myndað sterka segla sem togast af miklum krafti inn í segulsvið og valda einnig sterku segulsviði í kringum sig.
Ytri aðstæður gera járn segulmagnað
Járn verður segulmagnað þegar málmurinn verður fyrir öflugu utanaðsteðjandi segulsviði og smáseglarnir leitast við að snúa allir í sömu átt. Við þetta verður járnið segulmagnað.