Djúpt niðri í neðanjarðarlestakerfi Lundúna hafa fundist svo litlar málmagnir í loftinu að þær geta smogið inn í blóðrás fimm milljóna daglegra farþega neðanjarðarlestanna.
Samkvæmt mælingum vísindamanna frá Cambridge háskóla eru sumar agnirnar alveg niður í aðeins fimm nanómetrar í þvermál sem samsvarar 15.000-20.000 sinnum minni en þykkt mannshárs.
Magn örsmárra málmagna er meira en viðmiðunarmörkin sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur sett. Hins vegar geta Cambridge vísindamenn ekki enn áþreifanlega staðfest heilsufarsáhættu því fylgjandi í rannsóknarskýrslu sinni sem birt var á vísindavefnum Nature.
Fannst með seglum
Málmagnirnar í neðanjarðarkerfi stórborgarinnar eru svo litlar að þær hafa hingað til ekki fundist með hefðbundnum mengunarmælingum.
Með því að nota nýja aðferð með seglum í ryksýnum hafa vísindamenn Cambridge fundið litlar og sterksegulmagnaðar agnir steinefnisins maghemít sem er hluti af járnoxíðfjölskyldunni.
Þar sem oxun úr járni í maghemít tekur tíma benda niðurstöður vísindamanna til þess að járnoxíðagnirnar hafi verið í umhverfinu í langan tíma – sérstaklega á lestarstöðvunum.
Hér hafa agnirnar lifað af meðal farþeganna vegna lakari loftræstingar en annars staðar í neðanjarðarlestarkerfinu.
„Þær fjölmörgu hárfínu agnir sem finnast geta haft sérstaklega neikvæð heilsufarsleg áhrif, þar sem stærð þeirra gerir þeim kleift að fara úr lungum í blóðrásina,“ segja rannsakendur – án þess þó að komast að endanlegri heilsufarslegri niðurstöðu um málið.
Engar vísbendingar um heilsufarshættu
Á sama tíma leggja rannsakendur áherslu á að útsetning fyrir þessari tegund hárfínu agna sem finnast í loftmengun hefur áður verið tengd ýmsum alvarlegum heilsufarsáhættum.
Má þar nefna astma, vitglöp, lungnakrabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma og skerta vitræna hæfileika sem og heilaskaða – og geta járnoxíðagnir sérstaklega leitt til Alzheimer sjúkdómsins.
En ferðalangar í London geta andað nokkuð léttar.
„Enn er engin endanleg sönnun fyrir því að útsetning fyrir ögnum í neðanjarðarlestarumhverfi sé hættulegri en almenn loftmengun í kring um okkur,“ skrifa vísindamennirnir.
Mengunarrannsókn frá neðanjarðarlest Stokkhólms hefur áður sýnt að lestarstjórar eru ekki í aukinni hættu á að fá m.a. blóðtappa í hjarta samanborið við aðra sem vinna verkavinnu í sænsku höfuðborginni.
Örlítið um járnoxíð í loftinu
- Japönsk rannsókn frá árinu 2017 komst að því að manngerðar járnoxíðagnir svífa alls staðar í stórborgum og meðfram vegum.
- Árið 2020 sýndi mexíkóskt rannsóknarteymi fram á að járnoxíðagnir eins og maghemít og meira oxað form efnisins hematít koma meðal annars frá útblæstri bíla og notkun bremsudiska.
- Sama rannsókn heldur því fram að hættan á hjarta- og æðasjúkdómum og öðrum sjúkdómum aukist um allt að 20 prósent við mikla og viðvarandi útsetningu.
- Enn er verið að kanna nánari skaðaáhrif og magn járnoxíðagna þar sem til dæmis hematít er einnig notað sem lyf, meðal annars í svefnlyf.