Loftið í neðanjarðarkerfi London er mengað af málmögnum

Vísindamenn hafa komist að því að smágerðar málmagnir þyrlast um í neðanjarðarlestarkerfi Lundúna og eykur hættu á að lenda í blóði fólks.

BIRT: 29/01/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Djúpt niðri í neðanjarðarlestakerfi Lundúna hafa fundist svo litlar málmagnir í loftinu að þær geta smogið inn í blóðrás fimm milljóna daglegra farþega neðanjarðarlestanna.

 

Samkvæmt mælingum vísindamanna frá Cambridge háskóla eru sumar agnirnar alveg niður í aðeins fimm nanómetrar í þvermál sem samsvarar 15.000-20.000 sinnum minni en þykkt mannshárs.

 

Magn örsmárra málmagna er meira en viðmiðunarmörkin sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur sett. Hins vegar geta Cambridge vísindamenn ekki enn áþreifanlega staðfest heilsufarsáhættu því fylgjandi í rannsóknarskýrslu sinni sem birt var á vísindavefnum Nature.

 

Fannst með seglum

Málmagnirnar í neðanjarðarkerfi stórborgarinnar eru svo litlar að þær hafa hingað til ekki fundist með hefðbundnum mengunarmælingum.

 

Með því að nota nýja aðferð með seglum í ryksýnum hafa vísindamenn Cambridge fundið litlar og sterksegulmagnaðar agnir steinefnisins maghemít sem er hluti af járnoxíðfjölskyldunni.

 

Þar sem oxun úr járni í maghemít tekur tíma benda niðurstöður vísindamanna til þess að járnoxíðagnirnar hafi verið í umhverfinu í langan tíma – sérstaklega á lestarstöðvunum.

 

Hér hafa agnirnar lifað af meðal farþeganna vegna lakari loftræstingar en annars staðar í neðanjarðarlestarkerfinu.

 

„Þær fjölmörgu hárfínu agnir sem finnast geta haft sérstaklega neikvæð heilsufarsleg áhrif, þar sem stærð þeirra gerir þeim kleift að fara úr lungum í blóðrásina,“ segja rannsakendur – án þess þó að komast að endanlegri heilsufarslegri niðurstöðu um málið.

 

Engar vísbendingar um heilsufarshættu

Á sama tíma leggja rannsakendur áherslu á að útsetning fyrir þessari tegund hárfínu agna sem finnast í loftmengun hefur áður verið tengd ýmsum alvarlegum heilsufarsáhættum.

 

Má þar nefna astma, vitglöp, lungnakrabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma og skerta vitræna hæfileika sem og heilaskaða – og geta járnoxíðagnir sérstaklega leitt til Alzheimer sjúkdómsins.

 

En ferðalangar í London geta andað nokkuð léttar.

„Enn er engin endanleg sönnun fyrir því að útsetning fyrir ögnum í neðanjarðarlestarumhverfi sé hættulegri en almenn loftmengun í kring um okkur,“ skrifa vísindamennirnir.

 

Mengunarrannsókn frá neðanjarðarlest Stokkhólms hefur áður sýnt að lestarstjórar eru ekki í aukinni hættu á að fá m.a. blóðtappa í hjarta samanborið við aðra sem vinna verkavinnu í sænsku höfuðborginni.

Örlítið um járnoxíð í loftinu

  • Japönsk rannsókn frá árinu 2017 komst að því að manngerðar járnoxíðagnir svífa alls staðar í stórborgum og meðfram vegum.

 

  • Árið 2020 sýndi mexíkóskt rannsóknarteymi fram á að járnoxíðagnir eins og maghemít og meira oxað form efnisins hematít koma meðal annars frá útblæstri bíla og notkun bremsudiska.

 

  • Sama rannsókn heldur því fram að hættan á hjarta- og æðasjúkdómum og öðrum sjúkdómum aukist um allt að 20 prósent við mikla og viðvarandi útsetningu.

 

  • Enn er verið að kanna nánari skaðaáhrif og magn járnoxíðagna þar sem til dæmis hematít er einnig notað sem lyf, meðal annars í svefnlyf.

BIRT: 29/01/2023

HÖFUNDUR: MADS ELKÆR

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is