Af hverju fljótum við betur í sjó?

Hvernig stendur á því að við getum flotið í vatnsborðinu og af hverju fljótum við betur í sjó en í venjulegri sundlaug?

BIRT: 15/04/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Ástæða þess að mannslíkaminn flýtur, hvort heldur er í ferskvatni eða sjó, er sú að massafylli líkamans er örlítið minni en massafylli vatns. Meginorsök þess er að fitan í líkamanum er léttari en vatn. Feitt fólk flýtur sem sagt betur en grannvaxið.

 

Séu lungun full af lofti bætir það líka flothæfnina. Allt vatn getur borið ýmsa hluti og haldið þeim á floti en því saltara sem vatnið er því betur flýtur mannslíkami eða jafnvel skip. Saltvatn hefur meiri massafylli en ferskvatn og ber því meiri þunga.

 

Saltvatnið er þyngra og þéttara í sér vegna þess að salt- og vatnssameindirnar bindast hver annarri af meira afli en salt- og vatnssameindir gera innbyrðis. Þetta má sanna með því að blanda saman einum lítra af salti og tveimur lítrum af vatni. Maður skyldi ætla að úr þessu yrðu þrír lítrar af saltvatni en sú er ekki raunin. Magnið verður minna en þrír lítrar. Vatnið hefur þyngst og þess vegna er rúmmálið minna en halda mætti.

 

Dauðahafið er víðfrægt dæmi um burðargetu saltvatns en þar er næstum ógerlegt að sökkva til botns, enda er seltan 25%. Í hverjum lítra eru sem sagt 250 grömm af salti. Til samanburðar er seltan í venjulegum sjó um 3,5%.

BIRT: 15/04/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is