Af hverju hitna svört föt svona hratt?

Ástæða þess að þér verður heitara í dökkum fötum en ljósum í sólskini er sú að dökkir litir drekka ljósið í sig en ljósir litir endurkasta því.

BIRT: 10/02/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Svartir fletir, svo sem svört bílsæti eða svört peysa hitna hraðar á sólríkum degi en ljósir fletir.

 

Enda hafa hvítir og svartir fletir gerólíka eiginleika.

 

Munurinn liggur í endurskinshæfni. Hvítir fletir hafa mjög mikla endurskinshæfni en svartir fletir litla.

 

LESTU EINNIG

Endurskinsgildi er mælikvarði á hve mörg prósent ljóss endurkastast af tilteknu yfirborði.

 

Hvít peysa endurkastar nær öllu ljósi sem að henni berst. Svört peysa endurkastar nánast engu ljósi, heldur drekkur það í sig.

 

Svart gleypir ljósið

Hitastig í efni ræðst af því hve mikið frumeindir í því titra.

 

Þegar ljóseindir skella á svörtu yfirborði losa þær orku sína og valda þannig hreyfingu á rafeindum í yfirborðinu.

 

Titringurinn breiðist út til nærliggjandi frumeinda og efnið hitnar.

 

Þegar ljós lendir á hvítu yfirborði, verkar það svipað og spegill og sendir ljóseindirnar til baka.

 

Þess vegna drekka hvít efni í sig minni orku en svört efni.

Svört föt halda svala á bedúínum þótt fötin hitni að utan.

Svört föt kæla bedúína

  • Þrátt fyrir að svart efni drekki í sig sólarljósið, klæðast bedúínar oft þykkum, svörtum fötum.

 

  • Fötin eru svo þykk að hitaorkan nær ekki alla leið inn að líkamanum.

 

  • Jafnframt draga svörtu klæðin til sín hita frá líkamanum og hjálpa þannig til við að halda líkamshitanum sem réttustum.

BIRT: 10/02/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórnin

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © unsplash/ Maria Teneva, © GODONG/UIG/ALL OVER

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is