Lifandi Saga

Hvað hefur CIA tekið þátt í mörgum valdaránum? 

Eftir síðari heimsstyrjöld fékk CIA það verkefni að efla völd og áhrif Bandaríkjamanna í heiminum – og leyniþjónustan fékk nóg að gera við að velta ríkisstjórnum um koll víðs vegar í heiminum.

BIRT: 18/09/2023

Í kjölfar síðari heimsstyrjaldar braust Kalda stríðið út – hugmyndafræðilegt stríð milli tveggja af stærstu hernaðarveldum heims, BNA og Sovétríkjunum. Til þess að undirbúa sig fyrir þessa nýju ógn úr austri kom BNA á fót leyniþjónustunni CIA (Central Intelligence Agency) þann 18. september árið 1947.

 

Verkefni CIA fólst í að samhæfa þáverandi leyniþjónustur Bandaríkjamanna til þess að safna saman upplýsingum um erlendar ríkisstjórnir en þó fyrst og fremst Sovétríkin.

 

Auk þess hafði CIA það verkefni að efla völd Bandaríkjamanna erlendis. Það fól í sér að CIA átti að stuðla að því að sem flest lönd myndu halla sér að BNA – á kostnað hinna kommúnísku Sovétríkja.

 

Ein helsta aðferð þeirra til að tryggja að löndum yrði stýrt af valdhöfum sem voru hliðhollir BNA fólst í að hjálpa andkommúnískum flokkum og hjálpa þeim að ná völdum í hinum og þessum löndum.

Nýi keisarinn, Muhammad Reza Pahlavi kom til Írans fáeinum dögum eftir að CIA hafði komið fyrri ríkisstjórn frá völdum í ágúst 1953.

Ekki er ljóst hversu mörgum valdaránum CIA hefur tekið þátt í, enda fer öll starfsemi leyniþjónustunnar fram með mikilli leynd.

 

Upplýst ágiskun er að leyniþjónustan hafi gert milli 80 og 100 tilraunir til að fella valdhafa í mismunandi löndum frá árinu 1947. Samkvæmt bandaríska dagblaðinu Washington Post tók CIA þátt í 72 slíkum í Kalda stríðinu einu saman.

 

Eitt umfangsmesta CIA valdarán átti sér stað í Íran 1953. Þá var lýðræðislega kjörnum forsætisráðherra, Muhammad Mossadeq velt úr sessi því að hann hafði þjóðnýtt olíuiðnaðinn og þótti horfa of mikið til Sovétríkjanna.

 

Ári síðar fjarlægði CIA forseta Guatemala og síðar hafa Bandaríkjamenn verið að verki í m.a. Sýrlandi, Kongó, Dómíníkanska lýðveldinu, Suður-Víetnam, Brasilíu, Afganistan, Póllandi og fjölmörgum öðrum löndum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© The Guardian

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.