Lifandi Saga

CIA gerði tilraunir með heilaþvott: LSD og raflost gegn eigin fólki 

Grunlausar húsmæður og heimilisfeður lenda í höndum CIA-geðlækna sem beita eiturlyfjum og raflosti í tilraunum til að endurforrita heilann og kalla fram blinda hlýðni. Margir enduðu sem „grænmeti“.

BIRT: 14/07/2023

Velma Orlikow hélt að verið væri að meðhöndla sig vegna fæðingarþunglyndis en þess í stað varð þessi kanadíska húsmóðir frá Winnipeg fórnarlamb ógnvekjandi tilraunaverkefnis.

 

Bandaríska leyniþjónustan CIA gaf henni LSD sem olli hryllilegum ofskynjunum:

 

„Mér fannst beinin vera að bráðna. Herbergið afmyndaðist. Mig langaði bara að æpa að ég vildi komast út. Ég sá íkorna út um gluggann og hugsaði: Þetta er ekki íkorni, það er ég sem er íkorninn – ég er í þessu búri og kemst ekki út.“

 

En Velma losnar ekki út. Þess í stað er hún send til hins þekkta bandaríska geðlæknis, dr. Donalds Cameron sem rekur geðsjúkrahús í Kanada.

 

Hún hefur ekki hugmynd um að dr. Cameron hefur gert leynisamning við CIA um að rannsaka hvort unnt sé að heilaþvo sjúklinga.

Donald Cameron (1901-1967) var fenginn til að rannsaka geðheilsu Rudolf Hess við Nürnberg-réttarhöldin. Á sjötta áratugnum var hann forseti samtaka kanadískra geðlækna.

Í tilraunum sínum notar geðlæknirinn eiturlyf, raflost og samtalsmeðferð en ætlun hans er að komast að raun um hvort unnt sé að endurforrita mannsheilann þannig að fólk hlýði umyrðalaust öllum skipunum sem gefnar eru.

 

Tilraunirnar heyra undir svokallað MK-Ultra verkefni og fyrir Velmu Orlikow og hundruð annarra tilraunakanína verða afleiðingarnar örlagaríkar.

 

Kommúnistar gátu þetta

Árið 1949 ríkti hæsta viðbúnaðarstig hjá CIA. Óhugnanlegar fregnir tengdar fyrstu kaldastríðsárunum skóku bandarísku leyniþjónustuna.

 

Í Ungverjalandi var kardínálinn Jozsef Mindszenty ákærður fyrir samsæri gegn kommúnistastjórninni ásamt því að njósna fyrir erlend ríki.

 

Hvort tveggja var augljós uppspuni en Mindszenty sem annars var annálaður fyrir viljastyrk sinn, stillti sér upp framan við myndavél og játaði ótrúlegustu afbrot eins og viljalaust verkfæri.

 

Kardínálinn játaði sig sekan um að hafa stolið krúnudjásnum Ungverja og kvaðst hafa lagt á ráðin um að ræna völdum til að koma af stað þriðju heimsstyrjöldinni.

József Mindszenty (1892-1975) var dæmdur í lífstíðarfangelsi í sýndarréttarhöldum í Ungverjalandi. Árið 1971 fékk hann að flytja til Vesturlanda.

Í augum CIA-manna leit allt út fyrir að Sovétmenn hefðu þróað aðferð eða lyf sem dygði til að ná fullkominni stjórn yfir fólki. Tilhugsunin var ógnvænleg.

 

Fáum árum síðar sneru bandarískir stríðsfangar heim eftir Kóreustríðið og tóku að reka kommúnistaáróður. Þar með töldu CIA-menn sig hafa fengið fullvissu.

 

Þann 13. apríl 1953 fyrirskipaði yfirmaður leyniþjónustunnar, Allen Dulles, að stóraukinn kraftur skyldi lagður í þróun sannleikslyfs. Rök hans voru þau að í framtíðinni myndu Bandaríkjamenn þurfa að geta nýtt sér stríðsfanga á sama hátt og Sovétríkin virtust gera.

 

Þetta verkefni fékk heitið MK-Ultra og Dulles gerði sér síðar vonir um að slíkt lyf mætti nýta til að hafa áhrif á erlenda leiðtoga, svo sem Fidel Castro sem komst til valda á Kúbu 1959.

 

Dulles skipaði dr. Sidney Gottlieb til að veita verkefninu forstöðu. Í einu af fáum minnisblöðum CIA sem ekki var eytt, er markmið MK-Ultra sagt vera að „ná stjórn á einstaklingnum þannig að hann geri það sem við fyrirskipum honum, jafnvel þótt það stríði gegn vilja hans sjálfs.“

Sidney Gottlieb (1918-1999) stýrði heilaþvottarverkefninu MK-Ultra.

Verkefnið MK-Ultra var svo háleynilegt að einungist tveir menn þekktu heildarumfang þess; dr. Sidney Gottlieb og næstráðandi hans, Robert Lashbrook. Jafnvel sjálfur yfirmaður leyniþjónustunnar var ekki að fullu upplýstur um öll atriði.

 

Fyrst átti að brjóta niður

MK-Ultra verkefnið hóf reyndar ekki þessa vinnu alveg frá grunni. CIA hafði þegar gert tilraunir með efni sem áttu að fá njósnara óvinaríkis til að segja allan sannleikann.

 

Tilraunirnar höfðu hins vegar sýnt að slík efni gögnuðust betur til að þurrka út minningar fólks og auðvelda þannig að ná stjórn á því. LSD var meðal þeirra efna sem mestar vonir voru bundnar við.

 

„Ég held að mér hafi verið gefið LSD um 14 sinnum,“ sagði Velma Orlikow sem hélt að dr. Cameron væri að meðhöndla fæðingarþunglyndi hennar.

 

„Ég veit ekki hversu lengi þetta stóð yfir. Þetta var gríðarlöng martröð. Í hvert skipti sem farið var með mig á skrifstofu hans, titraði ég af skelfingu,“ sagði hún mörgum árum síðar.

Höfuðstöðvar CIA eru 230.000 fermetrar og í Langley í Virginíu.

CIA til varnar Bandaríkjunum

Alríkislögreglan FBI rannsakar afbrot innanlands en leyniþjónustan CIA hefur auga með óvinum ríkisins.

 

Í síðari heimsstyrjöldinni stofnuðu Bandaríkjamenn leyniþjónustuna OSS sem átti að njósna um óvini Bandaríkjanna. OSS var lokað að stríðinu loknu en mönnum varð fljótt ljóst að þetta stórveldi hafði þörf fyrir stofnun sem gæti rekið leynilega starfsemi í öðrum ríkjum.

 

Central Intelligence Agency (CIA) var því sett á stofn 1947, einkum til að fylgjast með höfuðóvininum; Sovétríkjunum sem kommúnistar stjórnuðu.

 

CIA sendi m.a. njósnaflugvélina U2 inn yfir sovéskar herstöðvar. Bandarísk stjórnvöld óttuðust líka útbreiðslu kommúnismans og að lýðræðisríki tækju að falla eins og dómínókubbar.

 

Útbreiðslu kommúnismans skyldi stöðva með öllum ráðum og það bitnaði t.d. á vinstri sinnuðum forseta Brasilíu, Joao Goulart. CIA kom því til leiðar að hann var settur af 1964 og síðar var eitrað fyrir honum.

 

Þegar Sovétríkin réðust inn í Afganistan 1979 sendi CIA vopn til heittrúaðra múslíma sem þar börðust gegn Rússum.

Það var heimilislæknir Velmu Orlikow sem vísaði henni til dr. Camerons sem á sjötta áratugnum var talinn meðal færustu þunglyndissérfræðinga heims. Rétt eins og Velma sjálf var læknirinn grunlaus um leynilegt samstarf dr. Camerons við CIA.

 

Á sama hátt var hundruðum annarra sjúklinga vísað til geðlækna sem í raun störfuðu fyrir CIA og unnu að framkvæmd MK-Ultra.

 

Svo ótrúlegt sem það kann að virðast var Velma í hópi hinna heppnu, því geðlæknum á vegum MK-Ultra var gefið leyfi til að gera tilraunir með nánast allar hugsanlegar aðferðir og lyf.

 

Sumir gerðu tilraunir með rafstuð til að sjá hvort slík meðferð drægi úr mótstöðuafli sjúklinga og auðveldaði þannig að ná stjórn á þeim. Á sjötta áratugnum var algengt að þunglyndissjúklingum væri gefið raflost tvisvar til þrisvar í viku en hjá MK-Ultra tíðkaðist að gefa raflost tvisvar til þrisvar á dag.

 

Mörg fórnarlömbin urðu sinnulaus af svo vægðarlausri beitingu raflosta. Þetta fólk var nefnt „grænmeti“ og sat oft allan daginn og horfði bara á vegginn fyrir framan sig.

 

Tilgangur raflostsmeðferðarinnar var að „núllstilla“ heilann og koma honum á stig ungabarns. Þegar því marki var náð átti geðlæknirinn síðan smám saman að endurbyggja hugsun tilraunakanínunnar samkvæmt leiðbeiningum frá CIA.

„Meðan ég svaf var alltaf verið að gefa mér rafstuð …“
Robert Logie, fórnarlamb MK-Ultra.

Annar sjúklingur dr. Camerons hét Robert Logie. Hann lá deyfður í 23 daga.

 

„Meðan ég svaf var alltaf verið að gefa mér rafstuð og ég var látinn hlusta á segulband,“ sagði hann.

 

Efni segulbandanna var ætlað að brjóta niður sálarástand sjúklingsins og byggja það upp aftur. Sumir sjúklingarnir voru án afláts látnir hlusta á sömu setninguna: „Móðir þín hatar þig.“

 

Aðrir voru látnir hlusta á skipanir. Tilgangurinn var að sjá hvort þessi svonefnda svefnmeðferð, dygði til að fá sjúklinginn til að hlýða tiltekinni skipun þegar hann vaknaði.

 

Sjúklingarnir buguðust

Robert Logie og Velma Orlikow sluppu bæði úr klóm CIA án þess að missa vitið en aðrir buguðust fullkomlega. Velma mundi sérstaklega vel eftir konu sem var henni samtíða á sjúkrahúsi dr. Camerons.

 

Hún var grönn og afar lífleg. Hún fór út að dansa en dag nokkurn var hún horfin.

 

Þegar Velma spurði eftir konunni var henni sagt að hún hefði verið flutt á annað sjúkrahús. Síðar var Velma einnig flutt þangað og sá þá konuna aftur en hún var nú gjörbreytt:

 

„Þarna sat feitlagin kona sem virtist einna helst hnoðuð úr deigi. Hún þekkti mig ekki og vissi ekki einu sinni hver hún var sjálf.

Á Allan Memorial Institute í Montréal var Velma Orlikow notuð sem tilraunadýr hjá CIA ásamt meira en 300 öðrum kanadískum borgurum.

Velma Orlikow mundi líka eftir sjúklingi sem á endanum svipti sig lífi.

 

„Það var karlmaður sem stökk ofan af þakinu á Allan Memorial Institude (sjúkrahúsi dr. Camerons). Hann var nýkominn út úr svefnmeðferðinni og horfði í kringum sig með breiðu brosi. Svo kvaddi hann okkur öll, fór upp á þakið og stökk.

 

Meðhöndlunin kom mörgum sjúklingum til að reyna að komast burtu en þá gripu geðlæknarnir til hótana. Sjúklingum var sagt að sneru þeir ekki sjálfviljugir aftur eftir t.d. helgarfrí hjá fjölskyldunni, yrði lögreglan látin sækja þá.

 

Langflestir voru svo illa á sig komnir andlega að þeir þorðu ekki annað en að hlýða.

 

Gagnrýnendum rutt úr vegi

Innan CIA voru ekki allir sáttir við svo illyrmislega meðferð á grunlausum borgurum.

 

„Ég held að okkur hafi öllum mislíkað að taka þátt í slíkum tilraunum. Okkur var ljóst að við gengum of langt,“ sagði starfsmaður CIA í skjóli nafnleyndar mörgum árum síðar.

Stærstu afglöp CIA

Árangursríkustu CIA aðgerðunum er enn haldið leyndum en afglöp leyniþjónustunnar hafa margoft ratað á fyrirsagnir í dagblöðum um heim allan.

Njósnaköttur fyrir bíl í fyrsta verkefninu

Á sjöunda áratugnum græddu CIA-menn hljóðnema í kött og slepptu honum lausum nálægt sovéska sendiráðinu í Washington. Leigubíll keyrði fljótlega yfir köttinn og þessu 200 milljón dollara verkefni var lokað í kjölfarið.

CIA verndaði kókaínsmyglara

Þrjár þingnefndir hafa rannsakað aðstoð sem CIA veitti gagnbyltingarsinnum í Nikaragua. Þeir smygluðu kókaíni til Bandaríkjanna og notuðu hagnaðinn til að berjast gegn vinstristjórninni í landinu.

Gagnnjósnari kom upp um 100 njósnara

Laust fyrir 1990 voru meira en 100 upplýsingagjafar CIA í Sovétríkjunum afhjúpaðir. Af þeim voru 10 teknir af lífi. Í ljós kom að CIA-njósnarinn Aldrich Ames hafði selt Sovétmönnum nöfnin.

Gagnbyltingin fór í vaskinn

Árið 1961 setti CIA 1.500 kúbverska gagnbyltingarsinna á land í Svínaflóa á Kúbu. Þaðan áttu þeir að fara til Havana og steypa Fidel Castro af stóli. Kúbverski herinn gjörsigraði þá strax á ströndinni.

Einn þeirra sem tóku þátt í MK-Ultra verkefninu skrifaði í ummælum um skýrslu:

 

„Hefur verkefnisstjórinn samþykkt þessar siðlausu og ómannúðlegu tilraunir? Ég legg til að allir sem styðja þetta verkefni bjóði sjálfa sig fram til notkunar í hinu göfuga verkefni doktors XXXXX (nafnið yfirstrikað).

 

Að minnsta kosti einum efasemdarmanni innan CIA, bakteríufræðingnum Frank Olson, var rutt úr vegi, þegar aðra starfsmenn MK-Ultra grunaði að hann kynni að afhjúpa leyndarmál verkefnisins.

 

Á fundi í Maryland var LSD sett í drykk hans. Nokkrum dögum síðar reyndi Frank Olson að segja upp en var þá lokkaður til New York, þar sem hann „stökk út um gluggann“ á herbergi sínu í 68 hæða Statier-hótelinu á Manhattan, að því er segir í opinberri skýrslu.

 

Tilraunir á utangarðsfólki

Þegar til lengdar lét voru menn hjá CIA ekki ánægðir með fjölda sjúklinga í MK-Ultra. Þá vantaði fleira fólk. Leyniþjónustan kom því á fót „öryggishúsum“ í New York og San Francisco.

CIA veitti vændiskonum húsaskjól í skiptum fyrir að taka þátt í tilraunum þess. Viðskiptavinir þeirra voru einnig notaðir í MK-Ultra verkefninu - án þeirra vitneskju.

Í þessum öryggishúsum var grunlausra fórnarlamba freistað með mat og húsaskjóli gegn þátttöku í MK-Ultra. Fíklar og vændiskonur urðu uppistaðan í næsta hópi tilraunakanína.

 

Hjá CIA töldu menn að þetta fólk yrði bæði ódýrara og viljugra til þátttöku en umfram allt tæki enginn mark á því, ef það skyldi einhvern tíma taka upp á því að segja frá tilraununum.

 

Vændiskonurnar þóttu sérlega áhugaverðar og menn vildu athuga hvernig hægt væri að „taka konu sem var reiðubúin að nota líkama sinn til að hafa peninga af karlmanni og fá hana þess í stað til að ræða við manninn um mikilsverða hluti, svo sem ríkisleyndarmál,“ sagði fyrrum starfsmaður CIA í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina 1979.

 

Vændiskonurnar voru líka notaðar til að fá inn fleiri karlmenn í tilraunirnar. Konurnar komu með karlmennina í öryggishúsið þar sem CIA-liðar laumuðu LSD í drykki þeirra.

 

CIA-menn fylgdust síðan með karlmönnunum gegnum spegla og tökuvélar.

CIA stóð fyrir samkvæmum þar sem gestir fengu LSD. Þessi mynd er þó frá einkasamkvæmi.

Tilraunirnar náðu líka til hömlulausra LSD-partýja. Þá fylgdust CIA-menn með stórum hópum, einmitt í gegnum falska spegla og skoðuðu áhrif LSD og annarra efna á stóra hópa.

 

Bandarískir hermenn voru þúsundum saman notaðir í LSD-tilraununum án þess að hafa um það nokkra vitneskju. Fjöldi háskólastúdenta tók líka þátt í lyfjatilraunum sem opinberlega áttu að leiða til þróunar nýrra lyfja.

 

Í rauninni voru þó allar þessar tilraunir á vegum MK-Ultra.

 

Sumir sagnfræðingar telja tilraunir CIA eina aðalástæðu þess hve útbreitt LSD varð meðal ungs fólks í Bandaríkjunum seint á sjöunda áratugnum.

 

Leitin að áhrifaríku sannleikslyfi hélt áfram og MK-Ultra verkefnið stækkaði ár frá ári.

 

CIA-menn reyndu með öllum ráðum að ná sama árangri og kommúnistar í austurblokkinni. Það var ekki fyrr en fjöldamörgum árum seinna sem forystumönnum CIA varð ljóst að heilaþvegnir stríðsfangar frá Norður-Kóreu höfðu bara orðið fórnarlömb gamaldags pyntinga og innrætingar.

 

Sannleikslyf eða háþróaðar aðferðir við heilaþvott höfðu hvergi komið við sögu, þegar bandarískir stríðsfangar voru í haldi Norður-Kóreumanna.

 

Það var ekki fyrr en komið var fram á sjöunda áratuginn sem efasemdir tóku að naga CIA-menn. Þegar MK-Ultra hafði ekki komist svo mikið sem skrefi nær því að finna árangursríkar aðferðir, dró mjög úr þessari tilraunastarfsemi en einhverjum tilraunum var þó haldið áfram, bæði í Bandaríkjunum og Kanada fram til 1973.

 

Leyndarmálið afhjúpað

Á þessum tveimur áratugum voru Bandaríkjamenn þúsundum saman notaðir sem tilraunadýr, án þess að fá um það nokkra vitneskju. Og þegar tímar liðu fram gerði svo mikill fjöldi ómögulegt að halda MK-Ultra verkefninu leyndu.

Sidney Gottlieb (t.v.) fékk að bera vitni undir nafnleynd fyrir þingnefnd árið 1975.

Allir yfirmenn sluppu við ákærur

Þegar The New York Times afhjúpað MK-Ultra neyddist þingið til að rannsaka málið en engum CIA-manni var nokkru sinni gerð refsing.

 

Árið 1975 hóf rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings undir forystu öldungadeildarþingmannsins Franks Church að rannsaka CIA. Niðurstaðan varð sú að í MK-Ultra verkefninu hefðu verið gerðar tilraunir á fólki sem ekki hefði gefið CIA neytt leyfi til þess.

 

Öldungadeildarþingmaðurinn Edward Kennedy afhjúpaði fleira í ræðu:

 

„Meira en 30 háskólar og stofnanir tóku þátt í þessum umfangsmiklu tilraunum, þar sem grunlausum borgurum voru m.a. gefin eiturlyf.“

 

Þrátt fyrir mikla gagnrýni var enginn látinn sæta ábyrgð. Allen Dulles, yfirmaður CIA og dr. Cameron létust báðir í lok sjöunda áratugarins en yfirmaður MK-Ultra, dr. Gottlieb, var enn á lífi.

 

CIA hafði hins vegar eytt nánast öllum sönnunargögnum og dreif nú í því að ganga frá samningum um bætur til þeirra sem gátu sannað að þeirra nánustu hefðu verið fórnarlömb MK-Ultra. Niðurstaðan varð sú að ekkert mál kom fyrir rétt á áttunda áratugnum.

Mörgum Bandaríkjamönnum svelgdist á morgunkaffinu sínu sunnudaginn 22. desember 1974, þegar þeir lásu grein blaðamannsins Seymour Hersh um MK-Ultra í New York Times.

 

Afhjúpunin olli miklu uppnámi og þingnefnd hóf að leita upplýsinga um umfang MK-Ultra.

 

Hefði blaðamaðurinn komist á snoðir um verkefnið dálitlu fyrr, hefðum við mögulega meiri upplýsingar um hversu vítt tilraunasviðið var í raun og veru en strax eftir fyrstu uppljóstranir um Watergate-hneykslið 1972 hafði Richard Helms sem þá var orðinn yfirmaður CIA, skipað fyrir um eyðingu gríðarlegs fjölda skjala sem tengdust MK-Ultra – af ótta við að þurfa einn góðan veðurdag að útskýra ýmiskonar óhugnað.

 

Á næstu árum stigu mörg fórnarlömb fram en af þeim hafa einungis 127 fengið bætur vegna misgjörða CIA. Árið 1984 féllst yfirmaður MK-Ultra, Sidney Gottlieb sem þá var kominn á eftirlaun, á að hitta fjölskyldu Franks Olson sem týndi lífi vegna gagnrýni sinnar á heilaþvottarverkefnið.

 

En það var ekki að heyra mikla iðrun í orðum hans þegar hann talaði við son Franks Olson:

 

„Við faðir þinn vorum sammála um margt. Við tókum báðir þátt í þessu vegna föðurlandsástar. Og við gengum báðir dálítið of langt og sumt af því sem við gerðum hefði betur verið ógert.“

Lestu meira um MK-Ultra

Stephen Kinzer: Poisoner in Chief: Sidney Gottlieb and the CIA Search for Mind Control, Griffin, 2020. Bókin er líka fáanleg í Kindle-útgáfu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: AF BENJAMIN CHRISTENSEN

© PubMed Central/Wikimedia & Shutterstock,© ETH-Bibliothek Zürich,© Rzfrie/Wikimedia,© Library of Congress,© Shutterstock,© Denver Post/Getty Images,© Lawrence Schiller/Getty Images,© Bride Lane Library/Popperfoto/Getty Images

Menning

Vit og vitleysa: Þökk sé stjörnuspekinni-nei fræðinni

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Alheimurinn

Slær öll met:  Brúnn dvergur er heitari en sólin

Lifandi Saga

Hve fjölmennir eru rússnesku minnihlutahóparnir í Austur-Evrópu?

Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Maðurinn

Þannig kemstu í gegnum þrep sorgarinnar

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Alheimurinn

Slær öll met:  Brúnn dvergur er heitari en sólin

Lifandi Saga

Hve fjölmennir eru rússnesku minnihlutahóparnir í Austur-Evrópu?

Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Maðurinn

Þannig kemstu í gegnum þrep sorgarinnar

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Vinsælast

1

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

2

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

3

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

4

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

5

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

6

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

1

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

2

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

3

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

4

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

5

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

6

Menning

Vit og vitleysa: Þökk sé stjörnuspekinni-nei fræðinni

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Alheimurinn

Hvað ef við höfum í raun fengið heimsóknir úr geimnum?

Læknisfræði

„Brennið í hvelvíti“: Alnæmi kallar fram það versta í Bandaríkjamönnum

Náttúran

Spendýr og eðlur skiptu um hlutverk

Náttúran

Hvernig brögðuðust risaeðlur?

Lifandi Saga

13 ódauðleg kveðjuorð

Maðurinn

Er hættulegt að halda í sér prumpinu?

Heilsa

Mold undir nöglum barna skiptir máli fyrir ónæmiskerfið

Lifandi Saga

England og Frakkland: Bestu óvinir í þúsund ár

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Á þriðju öld eftir Krist skrifuðu tveir Grikkir niður 265 rómverska brandara. Safnið sem bar titilinn „Philogelos“ – „Ást á hlátri“, er það elsta í heimi og margir brandararnir standast enn tímans tönn. Hér færðu 7 af þeim bestu.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.