Hvernig stendur á því að Bandaríkjamenn mega bera vopn?

Þegar landsfeður Bandaríkjanna felldu í letur stjórnarskrá landsins var málfræðin ekki það sem mest var vandað til. Fyrir vikið hefur Bandaríkjamenn greint á um það í liðlega tvær aldir hvernig túlka beri löggjöf þeirra um vopnanotkun.

BIRT: 06/10/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Réttur Bandaríkjamanna til að eiga og bera vopn er tryggður í stjórnarskrá þeirra, segja margir. 

 

Stjórnarskrá Bandaríkjanna var samin árið 1787 en strax fjórum árum síðar var nokkrum breytingartillögum bætt við hana og nefnast þær einu nafni Réttindaskrá Bandaríkjanna. Í þýðingu Vestur-Íslendingsins Ólafs S. Thorgeirssonar (1905) hljómar viðaukinn þannig:

 

„Með því að landvarnarlið með góðu skipulagi er nauðsynlegt fyrir óhultleika frjálsra ríkja, skal réttur þjóðarinnar til að eiga og bera vopn óskertur látinn“. 

 

Í fyrri hluta viðaukans er þannig lögð áhersla á mikilvægi landvarnarliðs fyrir varnir ríkisins á meðan hinn síðari leggur blátt bann við því að skerða rétt þjóðarinnar til að eiga og bera vopn.

 

Í hugum margra Bandaríkjamanna táknar þessi einkennilega setning að þeir hafi stjórnarskrárvarinn rétt til að bera vopn, á sama hátt og öllum er tryggt málfrelsi og trúfrelsi.

 

 Aðrir hafa raunar bent á að með orðinu „þjóðarinnar“ sé verið að vísa til fyrrnefnds „landvarnarliðs“ og að sá hluti eigi alls ekki við um almenna borgara. 

Bandaríkjamenn hafa rökrætt það í liðlega tvær aldir hvort almenningur eigi að fá að bera vopn.

18 ára gamall sýknaður af morði

Stjórnmálamenn, lögfræðingar, mælskulistarmenn, málvísindafólk og sagnfræðingar hafa rökrætt í tvær aldir hvernig túlka beri þessa umdeildu setningu. Og þá greinir á um túlkunina. Fyrir bragðið enda rökræður um vopnalöggjöf Bandaríkjamanna oft sem vangaveltur um stjórnmál og hugmyndafræði.

 

Margir dómstólar hafa gegnum tíðina reynt að komast að raun um hvernig túlka beri stjórnarskrána; sem dæmi voru samþykkt lög í alríkishéraðinu Kólumbíu árið 1975 þess eðlis að einungis hermenn mættu bera vopn. Árið 2008 ákvað hæstiréttur Bandaríkjanna merð dómsúrskurði að lögin brytu í bága við stjórnarskrána.

 

Umræðurnar um bandarísku vopnalöggjöfina komust aftur í hámæli í nóvember 2021 þegar hinn 18 ára gamli Kyle Rittenhouse var sýknaður af því að hafa skotið tvo menn til dauða með riffli í óeirðum sem brutust út í borginni Kenosha.

BIRT: 06/10/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü, Andreas Abildgaard

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is