Alheimurinn

Hvaða dýr hafa farið út í geiminn?

Sovéska geimtíkin Laika var fyrsta lífveran sem skotið var út í geim en hvaða önnur dýr hafa farið út í geim – og hvers vegna?

BIRT: 16/02/2024

Fyrstu dýrin fóru út í geiminn 1947, þegar bandarískir vísindamenn settu bananaflugur um borð í þýska V2-eldflaug sem Bandaríkjamönnum áskotnaðist í stríðslok.

 

Eldflaugin náði 109 km hæð og hún komst þar með upp fyrir hin alþjóðlega viðurkenndu mörk, svonefnda Kármánlínu, milli gufuhvolfs og geims í 100 km hæð.

 

Síðar fylgdu m.a. geitungar, bessadýr, mýs, kettir, hundar, skjaldbökur, simpansar, kanínur, froskar, sniglar og hamstrar – og svo auðvitað menn. 

 

Geimdýr gera vísindamenn snjallari

Vísindamenn hafa iðulega sent dýr út í geiminn til að rannsaka hvaða áhrif þetta einstaka umhverfi hafi á líkamann.

 

T.d. leituðu menn svara við því hvaða áhrif langtímaþyngdarleysi hefði á bein og vöðva og hvaða áhrif geimgeislun hafi á frumur til lengri tíma litið.

 

 Niðurstöður slíkra dýratilrauna hafa valdið breytingum á geimskipum og geimbúningum. Á þann hátt hafa dýratilraunirnar átt þátt í að gera geimferðir manna öruggari.

Dýr ruddu braut geimfaranna

Dýr hafa farið á braut um jörðu og lent í geislun til að betur yrði hægt að tryggja öryggi manna.

Bananaflugur fyrstar

 

Árið 1947 skutu Bandaríkjamenn upp bananaflugum með þýskri V2-eldflaug. Vísindamennirnir rannsökuðu flugurnar til að greina áhrif geislunar.

Skjaldbökur til tunglsins

 

1968, ári áður en menn fóru fyrst til tunglsins, sendu Sovétmenn tvær sléttuskjaldbökur í hringferð um tunglið. Báðar drápust þær við lendinguna í Kasakhstan.

Kakkalakkar í kynlífi

 

Árið 2007 fékk kakkalakkakerlan Nadezhda frjóvgun í rússneska geimhylkinu Foton-M3. Eftir komuna til jarðar klöktust egg hennar án vandræða

Lífinu var fórnað fyrir vísindin

Mörg þeirra dýra sem látin voru þjóna mannkyninu á þennan hátt týndu lífi í tengslum við geimferðirnar.

 

Frægasta dýrið, tíkin Laika fórst úr ofhitnun eftir að kælikerfið í Sputnik 2 bilaði.

 

Og fyrsti apinn í geimnum, Albert II, lét lífið í lendingu vegna þess að fallhlífin opnaðist ekki. 

 

Aftur á móti lifðu allir hringormarnir sem í tilraunaskyni voru um borð í geimferjunni Columbiu þegar hún tættist í sundur eftir að hitaskjöldur bilaði í 60 km hæð 2003 og öll sjö manna áhöfnin fórst.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

© Shutterstock. © energia.ru

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is