Alheimurinn

Kolefni jarðarinnar kom úr geimnum

Kolefni hér á jörð er ættað utan úr tómarúminu utan sólkerfisins. Talið hefur verið að kolefni hafi verið hluti sólkerfisins frá upphafi en ný rannsókn sýnir að svo er ekki.

BIRT: 28/05/2022

Það er ekki ný hugmynd að maðurinn sé gerður úr stjörnuryki. Vísindamenn hafa lengi vitað að nánast öll frumefni myndast í kjörnum stórra sólstjarna.

 

Nú hafa vísindamenn m.a. hjá Michiganháskóla í BNA komist að þeirri niðurstöðu að megnið af því kolefni sem skapar mannslíkamann hafi að líkindum borist utan úr tómarúminu milli sólkerfa.

 

Kolefnið var ekki hluti af þeirri gas- og rykskífu sem myndaði sólkerfið fyrr en milljón árum eftir að sólin sjálf hafði myndast.

 

Kolefnisgas þéttist ekki aftur

Áður töldu vísindamenn að kolefni hefði verið hluti af því gas- og rykskýi sem myndaði sólina. Grunnhugmyndin var sú að kolefnið hefði endað á klapparplánetunum eftir að þær höfðu kólnað nægilega til að kolefni gæti fest sig.

 

Nýjar rannsóknir sýna nú að þetta stenst ekki. Niðurstöðurnar sýna nefnilega að gassameindir sem í eru kolefnisfrumeindir geta ekki hafa átt þátt í uppbyggingu jarðarinnar – því þegar kolefni hefur á annað borð gufað upp, nær það ekki að þéttast aftur í fast form.

Við erum ættuð innan úr stjörnu

Varð ekki til í Miklahvelli

Einu frumefnin sem urðu til við Miklahvell voru vetni, helíum og liþíum. Þrjú léttustu frumefnin mynduðu það heita gas sem úr urðu fyrstu stjörnur alheimsins.

Myndað í þungum stjörnum

Stjörnur bræða saman vetni, helíum og liþíum í þyngri frumefni, m.a. kolefni. Að lokum er stjarnan útbrunnin. Sumar stórar stjörnur springa og dreifa þannig frumefnunum.

Kolefni verður hluti af þér

Kolefni, myndað við samruna í stjörnum endar í lífverum á plánetum á borð við jörðina. Kolefni myndar sterk sambönd við önnur efni, t.d. súrefni, vetni og köfnunarefni – og skapar þig.

Samkvæmt fyrri kenningu áttu öll frumefni að hafa gufað upp við myndun sólarinnar en síðan kólnað, þést og safnast saman í plánetur. En þetta getur sem sagt ekki gilt um kolefni.

 

Af því leiðir að kolefnið hlýtur að hafa borist utan úr geimnum, úr tómarúminu milli stjarna og sólkerfa.

 

Nú reyna vísindamennirnir að komast að því hvernig einmitt svona hæfilega mikið kolefni barst til jarðar, nægilegt til að leyfa myndun lífvera en ekki nóg til að valda jafn ofboðslegum gróðurhúsaáhrifum og á Venusi eða svo lítið að jörðin yrði jafn ísköld og Mars.

 

Dreifing kolefnis skiptir miklu máli fyrir uppruna lífs og getur hjálpað til við að ákvarða hvort plánetur líkar jörðinni séu í alheiminum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN BJØRN-HANSEN

Shutterstock,© ESO/M. Kornmesser,© NASA

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

Heilsa

Langvinnur hósti er ef til vill arfgengur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is