Kolefni jarðarinnar kom úr geimnum

Kolefni hér á jörð er ættað utan úr tómarúminu utan sólkerfisins. Talið hefur verið að kolefni hafi verið hluti sólkerfisins frá upphafi en ný rannsókn sýnir að svo er ekki.

BIRT: 28/05/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Það er ekki ný hugmynd að maðurinn sé gerður úr stjörnuryki. Vísindamenn hafa lengi vitað að nánast öll frumefni myndast í kjörnum stórra sólstjarna.

 

Nú hafa vísindamenn m.a. hjá Michiganháskóla í BNA komist að þeirri niðurstöðu að megnið af því kolefni sem skapar mannslíkamann hafi að líkindum borist utan úr tómarúminu milli sólkerfa.

 

Kolefnið var ekki hluti af þeirri gas- og rykskífu sem myndaði sólkerfið fyrr en milljón árum eftir að sólin sjálf hafði myndast.

 

Kolefnisgas þéttist ekki aftur

Áður töldu vísindamenn að kolefni hefði verið hluti af því gas- og rykskýi sem myndaði sólina. Grunnhugmyndin var sú að kolefnið hefði endað á klapparplánetunum eftir að þær höfðu kólnað nægilega til að kolefni gæti fest sig.

 

Nýjar rannsóknir sýna nú að þetta stenst ekki. Niðurstöðurnar sýna nefnilega að gassameindir sem í eru kolefnisfrumeindir geta ekki hafa átt þátt í uppbyggingu jarðarinnar – því þegar kolefni hefur á annað borð gufað upp, nær það ekki að þéttast aftur í fast form.

Við erum ættuð innan úr stjörnu

Varð ekki til í Miklahvelli

Einu frumefnin sem urðu til við Miklahvell voru vetni, helíum og liþíum. Þrjú léttustu frumefnin mynduðu það heita gas sem úr urðu fyrstu stjörnur alheimsins.

Myndað í þungum stjörnum

Stjörnur bræða saman vetni, helíum og liþíum í þyngri frumefni, m.a. kolefni. Að lokum er stjarnan útbrunnin. Sumar stórar stjörnur springa og dreifa þannig frumefnunum.

Kolefni verður hluti af þér

Kolefni, myndað við samruna í stjörnum endar í lífverum á plánetum á borð við jörðina. Kolefni myndar sterk sambönd við önnur efni, t.d. súrefni, vetni og köfnunarefni – og skapar þig.

Samkvæmt fyrri kenningu áttu öll frumefni að hafa gufað upp við myndun sólarinnar en síðan kólnað, þést og safnast saman í plánetur. En þetta getur sem sagt ekki gilt um kolefni.

 

Af því leiðir að kolefnið hlýtur að hafa borist utan úr geimnum, úr tómarúminu milli stjarna og sólkerfa.

 

Nú reyna vísindamennirnir að komast að því hvernig einmitt svona hæfilega mikið kolefni barst til jarðar, nægilegt til að leyfa myndun lífvera en ekki nóg til að valda jafn ofboðslegum gróðurhúsaáhrifum og á Venusi eða svo lítið að jörðin yrði jafn ísköld og Mars.

 

Dreifing kolefnis skiptir miklu máli fyrir uppruna lífs og getur hjálpað til við að ákvarða hvort plánetur líkar jörðinni séu í alheiminum.

BIRT: 28/05/2022

HÖFUNDUR: SØREN BJØRN-HANSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© ESO/M. Kornmesser,© NASA

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is